Vikan


Vikan - 18.01.1979, Síða 27

Vikan - 18.01.1979, Síða 27
hvernig manni verður innanbrjósts. Jesús, ég meina, ég var dauðhræddur um að það myndi endurtaka sig.” Rynn kyssti á hvíta öxl hans. „Vá," sagði hann. „Ég meina, ég hefði átt að segja Ron frænda hvað hann var að trufla, er það ekki?” Vegna þess að stúlkan hvildi andlitið á baki hans virtist hún muldra þegar hún sagði, „Herramaður segir aldrei frá." Hreimurinn var yfirgengilega enskur. „Aldrei.” „Kannski gera þeir það aldrei í Englandi. Hér þagna þeir aldrei um það." Hún lyfti andlitinu af öxl hans og horfði á Mario fara úr sloppnum og láta sig falla á koddann með bros yfir allt andlitið. „Ég þori að veðja að helmingurinn — fjandinn — flestir strákanna i fótbolta liðinu tala aðeins um það ennþá." Augnaráð þeirra mættist. Ljósið sem síaðist gegnum gulan lampaskerminn gerði augu hennar grænni en hann hafði nokkru sinni séð þau. Hann lyfti hend- inni og fór að telja freknurnar á henni með visifingrinum. „Þú veist að ég segi engum.” Hún potaði í bera bringu hans og fingurinn dró tvær linur. „Hérna. Þú ert búinn að krossa þig uppá það." „Ég meina það Rynn.” Hún brosti, en fann um leið tárin koma fram i augum sér. Hann sagði: „Hvernig dettur þér í hug að ég treysti þér ekki?” Hún hafði aldrei séð svört augu hans svona hátiðleg. „Ég á við að flest fólk gengur ekki í gegnum eins mikið á heilli ævi og við höfum gert." Rynn kyssti hann léttilega á bak við eyraö. Hún færði sig, en aðeins til að breiða sængina yfir þau upp að eyrum. Hún kom hökunni fyrir á brjósti hans svo hún gæti horft í andlit hans. „Sérðu hvað ég þarfnast þin?" „Nema,” sagði hann, enski hreimurinn kominn aftur í rödd hans, „nema því eins að ég snúi aftur til Englands i viðskiptaerindum, munum við vafalaust hittast aftur.” Við þessi orð færðu þau sig nær hvort öðru. „Það sem er” — rödd stúlkunnar var fjarræn, ein af þessum röddum sem hikar við að klæða óttann sem mælandinn finnur í orð — „þau hljóta að furða sig á þvi hvar þú ert.” „Hverjir eru þau?” „Þú hefurspurtaðþviáður." „Þú svaraðir þvi ekki." „Allir. Fjölskylda þín til að byrja með. Frændi þinn.” Hún gat með naumindum fengið sig til að bæta við, „Hallet.” Mario vissi að hún átti meira ósagt. „Þau eru þegar farin að undrast af hverju þau sjá mig aðeins örsjaldan í þorpinu.” Hún brosti við. „Við getum ekki látið þau fara að undrast um þig lika.” „Að hverju brosirðu?” „Þér. Mér." „Nei. Þú varst að hugsa um eitthvað annað.” „Emily Dickinson.” „Og hvernig hún fór aldrei út úr húsi nema hún væri tilneydd?” „Nema þvi eins að neyðin leiði mig við hönd sér.” „Heldurðu að hún hafi falið fola uppi i svefnherberginu sínu?” „Ég vona það." Hún flissaði. mjúkar varir hennar á vörum hans. „Samt,” hvíslaði hún, „verðum við að fara varlega.” „Rétt.” „Hugsa fram á við. Vera framsýn og vera viðbúin þeim allan tímann." „Rynn?” „Mm?” „Heldurðu að við getum það?" „Auðvitað.” „Lifa á þann hátt á ég við. Manstu þegar ég spurði þig hvort það væri svo hroðalegt ef þú yrðir að leika leikinn jjeirra?” Hún lyfti vörunum af andliti hans. Nú voru það augu hennar sem ögruðu honum. „Ef við lékum leikinn þeirra, þá værir þú heima hjá þér á þessari stundu að borða afhroðs spaghettiið hennar mömmu þinnar og horfa á rotið sjónvarpið. Ég væri alein.” Mario sneri sér undan og virtist grannskoða hallann á súðinni. „Mario?” „Mm?” „Þú kemur auga á það, er það ekki?" „Víst.” „Ég á við, það er þess vegna sem þú gerðir allt þetta sem þú gerðir. Ef við höldum ekki áfram þá verðum við eins og öll hin. Hefurðu nokkurn tíma litið á þau? Ég meina raunverulega athugað þau? Þig langar ekki að vera eins og þau hin.erþað?” „Ætli það.” Hún reisti sig upp við dogg til að stara niður á drenginn. Hann leit ekki framan í hana þegar hann sagði mjög hljóðlega: „Hefur þér nokkurn tíma dottið í hug að kannski leiki ég þann leik?" „Þú gerðir það vegna þess að þú vilt það!” „Ég gerði það vegna þess að ég elska þig” Hún horfði leitandi í andlit hans. „Veistu hvað?” „Hvað?” „Þú ert að reyna að hnerra ekki." Hún teygði sig yfir hann á náttborðið og greip handfylli af gulum bréfþurrkum. Drengurinn þrcif þurrkurnar áður en hann sprakk. „Ég smita þig af kvefinu,” sagði hann. „Ég vildi ekki vera án þess.” Til að sanna að henni geðjaðist að hug- myndinni af öllu hjarta, kyssti hún hann fast á munninn. Andlit hans og enni voru logandi heit. „Þú ert brennheitur." „Hvi skyldi það nú vera?" Þau hlógu bæði. „Mario?” „Hm?" Þetta mjög svo enska „mm" hafði hann lært af Rynn. „Þegar ég sagði að mér væri sama þó ég væri ein — þá laug ég.” Miklu blíðlegar en hún hafði gert kyssti Mario andlit Rynn og augu, staður, sem Rynn hafði fram að þessu ekki imyndað sér að væri hægt að kyssa. Hún vissi að hann fann bragðið af heitum tárunum, sem þrýstust undan augnlokum hennar og runnu niður kinnarnar. Hún grét og hló —tilfinning- ar hennar skipuðust svo ört, að hún hafði engin tök, engan tíma til að hugsa af hverju, aðeins tima til að finna — svo margtgerðist í einu. „Ég reyni að vera hugrökk eins og faðir minn bað mig að vera, en stundum skelfirallt migsvo....” „Uss.” Varir drengsins lokuðu hennar. „Elsku, elsku Mario, farðu aldrei — Lofarðu þvi?” Frá hvirfli til ilja féll harður. ungur Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. 't i iBIABIB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 3. tbl. Vlkan 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.