Vikan


Vikan - 18.01.1979, Síða 28

Vikan - 18.01.1979, Síða 28
líkami hans að hennar. Eins breytilegur og hlátur hennar og tár var hann sitt á hvað brennheitur og i næstu andrá skalf' hann úr köldu. Þau gáfu og tóku huggun I öllu sem þau gátu gefið eða tekið, hver hluti þeirra leitaði eftir að sameina þau þar til hvorugu þeirra var kleift að skilja hugg- arann frá þeim, sem var huggaður. XVII. kafli. „Lyktin af brennandi laufi minnir mig á London.” Rynn var að tala við Miglioriti lögregluþjón eftir hádegi á þriðjudeginum. Sólin skein, en það var svo bitandi kalt að hún var í úlpunni sinni. „Er það ekki ótrúlegt. öll þessi lauf — öll laufin í heiminum, reyndar, verða að fara svo við getum fengið glænýjan heim af laufum næsta ár.” Miglioriti lögregluþjónn hafði ekki komið til að ræða haustlaufin, og þótt hann reyndi að láta nærveru sína líta út sem algjöra tilviljun, þá var hann orðinn óþolinmóður. Rynn hafði verið að snyrta garðinn, klippa niður blómin, slita burtu dauða stilka og raka laufunum saman i hrúgu þar sem þau brunnu nú hægt og hvítur reykursteig upp. Gegnum reykinn hafði hún séð lög- reglubilinn koma niður trjágöngin. Áður en ökumaðurinn kom auga á hana hafði hún flýtt sér inn I húsið í skjóli runnanna og kveikt á Gauloise sígarettu til að fylla stofuna rammri Litla stúlkan við endann á trjágöngunum tóbakslyktinni. Fyrir utan gluggann, handan við reykjarslæðurnar, sá hún lögregluþjóninn stöðva bílinn. Þegar hún var þess fullviss að herbergið væri gegnsýrt lyktinni af frönsku sígarettunni, hafði hún flýtt sér út til að fleygja sígarettunni á eldinn áður en Miglioriti skundaði upp gangstíginn. „lndæll dagur,” hafði lögregluþjónn- inn sagt. „Dásamlegur.” „Englendingar,” sagði stúlkan, „eru óðir I garðrækt.” Þau töluðu um daginn og veginn meðan hún beið eftir að Miglioriti segði henni erindi sitt. Hún velti grænum akörnum og brúnum kastaníum inn i eldinn. Loksins sagði lögregluþjónninn: „Meðan jörðin er enn rök væri heppilegt að athuga hvort þú og faðir þinn hafið fengið einhverjar heimsóknir.” „Allt í lagi,” svaraði hún. „Ég vildi ekki valda þér ónæði." „Það ónáðar engan. Ég hefði gaman af að athuga það með þér. Ég á við, ef þér er sama. Ég dái leynilögreglusögur. Hefurðu lesið Agöthu Christie? Flest morðin hennar gerast í Englandi, og það á alveg hreint frábærum gömlum herra- setrum — ekki það að þannig setur séu raunverulega til, en það er indælt að hugsa sér það engu að síður....” Þau gengu hlið við hlið að húshorninu. „1 Englandi höfðum við alltaf garð. Jafnvel í London, heillandi smáblett fyrir aftan húsið, fullan af dalium, gladiolus, dásamlegu litskrúði." Þau nálguðust vínberjarekkann. „Hverju erum við að gá að?” spurði hún með yfirdrifnum áhuga, eins og hún væri að taka þátt I leynilög- reglugetraun. Með fætinum skóf Miglioriti laufin ofan af moldinni. Hún sá samstundis að það gat ekki farið fram hjá honum að jörðin hafði verið stungin upp fyrir skömmu. Rétt eins og lögregluþjónninn hafði áður tókst henni að hljóma mjög kæruleysislega þegar hún útskýrði að þetta væri nýtt túlípanabeð sem hún og faðir hennar hefðu komið upp. Þau höfðu sett niður páfagaukstúlípana. Lögregluþjónninn horfði rannsakandi á jarðveginn og laufin sem lágu þar. „Kannastu við páfagauks- túlípanana?” Hún malaði áfram, hinn sigildi enski garðyrkjumaður að sýna gestinum ríki sitt. „Þeir eru með skörðóttum brúnum, ofboðslega litríkir. Það er þess vegna sem þeir heita páfagaukstúlípanar, býst ég við.” Hún flýtti sér gegnum brakandi þurrt grasið til að halla sér inn um opinn gluggann við vinberjarekkann. „Pabbi, þetta er Miglioriti lögregluþjónn.” Hún sneri sér að lögregluþjóninum. „Viltu koma inn fyrir?” Miglioriti svipaðist um. Hann tíndi klasa af skorpnum vinberjum og fleygði þeim frá sér. „Ég kom til að hitta þig.” „Ég fer hjá mér.” Hún ólgaði af kátínu. Miglioriti lyfti upp epli sem enn hékk á krossfestu trénu, klesst upp við húsið. „Taktu það ef þú vilt,” sagði hún. En lögregluþjónninn lét eplið falla aftur að veggnum. „Ég kom til að talavið þig.” „Svosagðirðu.” „Ég held það sé best að ég segi þér að ég botna hvorki upp né niður í þér." Svört augu hans horfðu leitandi í andlit hennar þar til Rynn fannst hún verða að gera eitthvað, og hún greip með hvítum höndunum í peysuna og togaði hana niður yfir mjaðmirnar. „Ég meina, hvað skilurðu ekki?" Þungir skór lögreglumannsins ýttu laufunum yfir jarðveginn. „Líttuá,” sagði hann. „Fótspor?” „Sjáðu sjálf.” Framhald í nœsta blaði. Athugifl. Ef boltinn fer yfir og þú hendir honum til baka fœrflu ókeypis ó leikinn. —-----------------IX. 28 Vikan 3. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.