Vikan


Vikan - 18.01.1979, Síða 31

Vikan - 18.01.1979, Síða 31
„Hún er einstaklega hýr og látlaus" segir Gunnar Þórðarson um OHviu Newton-John Olivia slappar af 6 svertasetri sinu Kvikmyndaferill Oliviu er langt frá þvi að fara i hundana, þó hún sjálf virðist aftur á móti á góðri leið með það. Við höfðum frétt á skotspónum, að Gunnar Þórðarson hefði setið eina kvöldstund í partíi hjá Oliviu Newton- John, og þegar ákveðið var að birta plakat af þeirri margfrægu söng- og leikkonu, ákváðum við að inna hann nánar eftir málsatvikum. „Ja, það var nú svosum ekkert merki- legt. Ég var að gera plötusamning við kærasta hennar, Lee Kramer, fyrir tveimur árum í Los Angeles. Þá bauð hann mér og Björgvini Halldórssyni í mat heim til sín eitt kvöldið, en hann og Olivia búa í Malibu á stóru gömlu herra- setri. Hann sótti okkur á hótelið, þar sem við bjuggum, en til að komast inn á landareignina urðum við að fara í gegnum stórt og mikið járnhlið, sem hann opnaði með sjálfvirkum rafút- búnaði. Þetta eru varúðarráðstafanir, sem frægt fólk verður að láta sér lynda. Það fyrsta, sem við sáum, þegar við keyrðum upp að húsinu, voru risastórir Dobermanhundar, sem voru heldur illilegir á svip. Ef ég á að segja þér eins og er, þá var ég alveg skíthræddur við þá. Þar tók Olivia síðan á móti okkur, einstaklega hýr og látlaus kona, og bauð okkur að setjast að borðum. Ég man, að hún sagði um leið og við settumst: „Ég hef ekkert smakkað á þessu. Það getur þess vegna verið óætt.” Mín skoðun er nú sú, að hún sé afbragðs kokkur. Það gafst nú ekki mikill tími til að ræða við hana sjálfa, þar sem við ræddum mest um viðskipti, en hún vissi þó, að ísland er akkúrat hinum megin á hnettinum miðað við Ástralíu!!” Eins og flestir vita var Olivia Newton- John alin upp í Ástralíu. Hún fluttist til Melbourne fimm ára, þar sem faðir hennar tók við skólastjórastöðu við Ormond-háskólann, og bjó þar næstu ellefu árin. Þá vann hún nokkurs konar hæfileikakeppni, þar sem verðlaunin voru ferð til Englands. Það varð til þess, að hún sneri aldrei aftur til baka. En hún segir, að Ástralía eigi alltaf sérstakt sæti í huga hennar og henni finnist hún veraáströlsk. Árið 1973 vann hún „Grammy”- verðlaunin fyrir að vera besta þjóðlaga- söngkonan, og eftir það hefur líf hennar verið dans á rósum. Og nú hefur hún einmitt bætt einni rós í hnappagatið með hlutverki sínu í „Grease”, þar sem hún leikur aðalhlutverkið á móti John Travolta. HS 3. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.