Vikan


Vikan - 25.01.1979, Page 13

Vikan - 25.01.1979, Page 13
að ég hafi þurft að fylla blað vikulega. Maður hefur alltaf eitthvað i bakhöndinni og í versta falli getur maður þá rifist út af pólitík, ríkisstjórninni, bönkunum eða bara einhverju. Fyrst eftir að ég byrjaði tók ég eftir að fólk varaði sig á mér. Það gat átt von á því að eitthvað yrði prentað af því sem það sagði. En þetta var aðeins fyrst og ég hef gætt mín á því að hafa aldrei neitt eftir úr einkaviðtölum við menn. Þ.e.a.s. að Jóna hafi haldið við Pál og Maggi hafi sést með Gullu og þess háttar sögur. Slíkt hef ég alltaf leitt hjá mér og reynt að vera ekki með neitt slúður. Annað sem ég hef leitt hjá mér er flokkspólitísk starfsemi. Ég hef að vísu alltaf fylgt íhaldinu og ekkert hlotið nema illt af því, aldrei fengið neitt og aldrei farið fram á neitt. Að vísu er þetta ekki alveg rétt því ég gekk í Heimdall fyrir 31 ári til þess eins að komast á ball í Sigtúni. Þriggja síðna sakavottorð — Jú, það hefur ansi oft verið höfðað mál gegn mér. Ég skal segja þér það að sakavottorðið mitt er upp á 3 blaðsíður og ég hef ekki framið einn einasta glæp svo mér sé kunnugt um. Hver ein og einasta málshöfðun gegn mér er skilmerkilega skráð í sakavottorðið og ég vil taka það fram að hvert einasta atriði á þessum 3 síðum er vegna meiðyrða. Ég vakti mikla eftirtekt þegar ég lét endurnýja öku- skírteinið mitt síðast og mætti á skrifstof- una með þriggja síðna sakavottorð. Fólk sneri sér við og hefur líkast til hugsað með sér — hvaða glæpamaður er þetta eigin- lega. Þetta eru tugir mála sem þarna eru skráð og þetta hefur vissulega verið mér dýrt. Sumir hafa farið fram á helvíti miklar summur, eins og Vilhjálmur Þór sem vildi fá 250 þúsund krónur einhvern tima á sjötta áratugnum vegna þess að hann vildi meina að ég hefði skemmt fyrir lánamögu- leikum Sambandsins (hlær voðalega). Það kjánalegasta sem ég hef verið dæmdur fyrir var þegar lögreglustjórinn í Reykjavík fékk mig dæmdan fyrir að segja að lögreglan væri helsta almannahættan. Þetta var 1949, þegar íslendingar gengu í NATO. Þá leyfðu Sigurjón lögreglustjóri, Ólafur flokksformaður og fleiri sér að stefna lögreglu og „varnarliði” niður á Austurvöll þar sem fyrirfram var vitað að yrði bardagasvæði. Það fór sem fór, og ég var sektaður fyrir að benda á þessa einföldu staðreynd. Og ekki var það gáfulegra þegar ég var sektaður fyrir um það bil 500.000 krónur á núverandi gengi fyrir að segja að verk Kristmanns Guðmundssonar væru ótuaega léleg. — Nei, mér finnst æra mín ekki hafa beðið neinn hnekki þrátt fyrir alla þessa dóma, því þetta eru allt meiðyrðadómar, og meiðyrðalöggjöfin hérlendis er svo barnaleg að það tekur engu tali. Það er svo mikið fals og yfirdrepsskapur í þessu öllu. Þótt þú sjáir mann bókstaflega stela, hvort sem það er úr búð eða á einhvern annan hátt, og þú segir að þetta sé þjófur, þá getur það varðað við meiðyrðalöggjöf- ina. Svo ég nú ekki tali um að maður leiði að því getum að einhver sé þjófur — það er alveg stórhættulegt. En ég vil taka það fram að ég er langt frá því að vera saklaus, — ég er enginn engill. Síðdegisblaðamennskan best — Mér finnst blaðamennska á íslandi í dag alveg ágæt, og siðdegisblöðin þykja mér best. Þá er ég bæði að tala um umbrot og blaðamennsku yfirleitt. Mér líkar ekki þetta þétta form sem er t.d. á Morgun- blaðinu. Það er eins og þeir haldi að þeir séu Times of London eða New York Times — að geta ekki skutlað neinu á forsíðuna nema erlendum fréttum sama hvað kemur upp. Það er einna helst ef forsetinn deyr, þá er möguleiki að það komi á forsiðu. Ég 4-tbl. Vlkan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.