Vikan - 01.02.1979, Side 5
„Ég hélt mér myndi kannski
leiðast þegar ég hætti í bankan-
um, en raunin hefur orðið allt
önnur. Mér leiddist reyndar
meira í bankanum. Það er mikið
betra að geta ráðið sér alveg
sjálfur. Geti maðurinn ekki sætt
sig við að hætta að vinna er það
vegna þess að hann hefur hætt
of seint, t.d. um sjötugt, og þá er
of seint að byrja á einhverju
nýju. Skipta frekar á meðan
maður er sæmilega hress og klár.
Ég fór á eftirlaun, þegar ég var
66 ára eftir 41 ár í bankanum.
Þá fæ ég greidd áfram 85% af
kaupi, sem þýðir að ég get lifað
góðu lífi án þess að hafa neitt
fyrir því. Ég hef til dæmis
mikinn áhuga á því að mála og
teikna og hef snúið mér alveg að
því. Nú á ég reyndar bágt með
að skilja hvernig mér gafst tími
til að vinna í bankanum í öll
þessi ár.”
„Var það ef til vill gamall
draumur — að verða
listamaður?”
„Þegar ég var ungur stúdent
var þrennt sem ég hafði í huga
— að verða læknir, að
verða herforingi, eða að verða
listamaður og fara til Parísar og
lifa eins og „bóhem.” En
skynsemin réð og því varð ég
lögfræðingur. Það var fljótlegra
og öruggt með atvinnu. Ég
byrjaði strax í bankanum eftir
stúdentspróf sem varamaður og
átti þá vísa atvinnu og vann þar
með námi. Það var ekki lífvæn-
legt að vera listamaður um
1930, þeir lifðu flestir við sult og
Vffils-
fall.
seyru. Enda var ágætt í
bankanum og ef litið var að gera
teiknaði ég bara það sem mér
kom i hug við skrifborðið.
Reyndar hef ég alltaf teiknað
siðan ég var smástrákur, var
ekki nema tíu ára gamall þegar
Tage Muller lánaði mér lita-
kassann sinn og ég málaði fyrsta
olíumálverkið.”
„Þóttir þú ekki kvenlegur
karlmaður á þessum tíma, alltaf
teiknandi?”
„Nei, nei. I gamla daga var
ekki talið að kvenfólk gæti
málað. Enda hefur varla verið til
kona á íslandi sem hefur verið
virkilegur meistari í málaralist.
Það er fyrst nú á tímum, sem
kvenfólk verður sæmilega fært
sem listamenn. Kröfurnar eru
líka ekki jafnstrangar og áður
fyrr. Það er allt látið gott heita,
þótt það vanti nef á andlit,
glugga á húsið o.s.frv. En ég vil
að myndirnar mínar séu fallegar
— fyrst og fremst fallegar. Ef
mynd er ekki falleg, þá er alveg
jafngott að rífa hana. Ég reyni
einungis að skapa eitthvað
fallegt með myndunum mínum,
gera heimilið að skrúðgarði,
gleðja vini mína.
Málar rjúpurnar frekar
en aö skjóta þær
Núna hef ég sérstakan áhuga
á því að mála rjúpur og aðra
fugla. Það er geysilega gaman að
fylgjast með fuglunum. Hér
áður fyrr var ég mikill veiði-
maður. Sennilega hef ég ekki
Rjúpa I hrauni.
Hrafnabjörg.
*. tbl. Vikan 5