Vikan


Vikan - 01.02.1979, Side 20

Vikan - 01.02.1979, Side 20
Eftir Laird Koenig. Þýð.: Auður Harakls. ÚTDRÁTTUR: Rynn var óvenju vel geBn, las ljóð, orti en átti enga vini. Hún átti sér lika leyndarmál, sem hún vildi ógjarnan að kæmist 1 hámæli. Heimsóknir frú Hallet og sonar hennar, sem er einkennilegur fullorðinn maður með mikinn áhuga á litlum stúlkum, eru henni þvi ekkert gleðiefni. Einn góðan veðurdag hvarf svo frú Hallet. Það veit það enginn nema Rynn litla að þann dag var hún einmitt i eftirlitsferð í húsinu, sem Rynn og faðir hennar hafa á leigu. Reyndar var erindi frú Hallet þangað að kvelja og hóta Rynn litlu svo Rynn, sem ekki lét fullorðna nokkru sinni ráða yfir sér, notaði tækifærið og hrinti frú Hallet niður í kjallarann. Hljóðin neðan úr kjaUar- anum taka að lokum enda og þá er bara að losna við Bentleyinn hennar frú Hallet. Hún hringir eftir aðstoð og kynnist þá hinum sérkennilega, fatlaða töframanni — drengnum Mario. Hann aðstoðar hana gegn þvi skilyrði að hún segi honum allan sannleikann. Það sem Rynn segir siðan Mario fær hárin til að rísa á höfði hans. Hún trúir honum Rynn dró úlpuna upp að eyrum og með hendurnar djúpt í vösunúm hljóp hún niður götuna í átt til hafsins. Laufdrífurnar undir fótum hennar gerðu fæturna fjaðurmagnaðri, og hún hljóp án þess að stansa til að draga andann niður alla götuna, þó svo kalt loftið fengi höfuð hennar til að verkja. Hún kom að trjágöngunum. Tröll- auknir bolir álmtrjánna stóðu vörð kolsvartir, súlur í gotneskri dómkirkju, bylgjandi berar greinar þeirra snertust yfir höfði hennar eins og rimlar í graf- hvelfingu sem opnast upp í heiðan næturhimin. Þegar hún hafði séð trjágöngin í fyrsta sinn voru þau full sumarbirtu, mynstruðum skuggum, logandi litskrúði blóma í garðinum, suðandi skordýr, hundur sem gelti. Lauf fuku fram hjá henni i myrkrinu. Fyrir ofan hana skullu greinarnar saman. Nóttin, lifandi nærvera, var á stöðugri hreyfingu, hófst og hneig, stundi, andaði. Hún velti fyrir sér hvort nóttin gæti verið að reyna að ylja sér. Hún þvingaði sig til að hlaupa fram hjá húsi nágranna sinna, fólksins sem hafði farið til vetursetu í Florida. Húsið var myrkt, það glitti kuldalega á glugga- rúðurnar eins og ís í nóttunni. Litla stúlkan við endann á trjágöngunum Myrkrið gleypti húsið. Aðeins tjöldin fyrir glugganum á framhliðinni endurvörpuðu útiljósinu og skinu dauft. Skuggi hreyfðist yfir gluggatjöldin. Útiljósið slokknaði. fyrir því að faðir hennar sé ekki lengur i lifenda tölu og þvi búi hún ein i húsinu og enginn fullorðinn hafi vitneskju um það. Reyndar frétti móðir hennar af þvi og kom frá Evrópu til að stjórna Rynn, sem gaf henni te „með möndlubragði” og kom siðan likinu fyrir i kjallaranum. Mario aðstoðar hana við að grafa Ukin i garðinum. Hann er skelfingu lostinn, en aðstoðar þrátt fyrir allt og samband þeirra verður sifellt nánara. Þar til einn daginn að Mario kemur ekki til hennar Hún kemst að því að Mariö hefur verið fluttur á spitala með lungnabólgu og skelfist það, sem hann ef til vill gæti sagt I óráðinu. ae Vlkan s. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.