Vikan


Vikan - 01.02.1979, Síða 21

Vikan - 01.02.1979, Síða 21
Trjágöngin höfðu aldrei áður skelft hana. Ef hún hlypi, sagði hún við sjálfa sig, yrði hún komin heim eftir fáeinar mínútur. Hún stansaði nærri því. Hún dustaði lauf úr andlitinu. Það var satt, hún var nærri komin heim og tilhugsun- in fékk hana til að titra. Stinga lyklinum i lásinn, ýta upp hurðinni, ganga inn i stofuna sem enginn eldur vermdi, her- bergið myndi virðast kaldara en var úti. Það var ekkert, enginn sem beið hennar þar... Hún hristi höfuðið og hárið þyrlaðist um höfuð henni. Hún hljóp. Hún mátti ekki, hún mátti aldrei láta þessar hugsanir ná taki á sér. Þetta hús var eini ' staðurinn á jarðríki þar sem hún átti athvarf. Skyndilega, eins og fyrirboði, skínandi eins og til að sýna henni að það var rétt hjá henni að hugsa svona, sá hún útiljósið. Þarna var það, milli trjánna, bjart og skarpt og skírt í kaldri nóttunni. Hjarta hennar tók undir sig stökk af gleði og létti. Guði sé lof, guði sé lof, guði sé lof, þá hafði henni hugkvæmst að kveikja á útiljósinu. Þetta var heimili hennar, það var þama sem hún bjó. Hún geystist út úr trjágöngunum, yfir hlaðvarpann, og þeytti laufhrúgunum upp. 1 einni samruna hreyfingu sneri hún lyklinum í skránni, þeytti upp hurð- inni og fann kveikjarana. Við snertingu hennar kviknaði hvert einasta Ijós í holinu og stofunni. Hún skellti hurðinni og læsti nóttina úti. Þó stofan væri full af birtu var hún tóm og köld. Hún flýtti sér að aminum þar sem hvít og grá askan lá. Of seint að kveikja upp núna, hugsaði hún. Hönd hennar fór upp á arinhilluna og sótti bók föður hennar sem hún tók með sér, og lét sig falla í sófann. Hér, á eina staðnum í heiminum þar sem hún átti athvarf, skalf hún. Óttinn vildi ekki yfirgefa hana. Hún stóð upp og gekk að stiganum. Þar kveikti hún ljósið uppi áður en hún teygði sig i slökkvarann í holinu og steypti myrkrinu yfir neðri hæðina. Án þess að lita aftur fyrir sig stökk hún uppstigann. Ljósið skein niður stigann, niður i holið og stofuna. Síðan slokknaði fölur bjarminn að ofan, skuggarnir stukku fram úr fylgsnum sínum og myrkrið gleypti húsið. Aðeins tjöldin fyrir glugganum á framhliðinni endur- vörpuðu útiljósinu og skinu dauft. Skuggi hreyfðist yfir gluggatjöldin. Útiljósið slokknaði. XX. kafli. Þegar enginn eldur snarkaði í eld- stæðinu og enginn Gordon glamraði búrinu sínu, var ekkert líf í kaldri stof- unni, ekkert hrærðist. Að undantekinni stúlkunni i rúminu uppi var húsið svart eins og skuggi, eins myrkt og tómt og húsið ofar í trjágöngunum. í vindinum sargaði trjágrein á húsþakinu. Langt burtu í nóttunni buldi hafið. Lykill, sem stúlkan á efri hæðinni heyrði ekki í, snerist í lásnum á útihurð- inni. Það heyrðist ekki hærra í honum en laufi sem fýkur og klórar í glugga- rúðu. Dyrnar opnuðust hljóðlaust og skarpur hvitur geisli frá vasaljósi skaust inn í holið. Mannveru bar við ögn Ijósari sorta næturhiminsins, færðist síðan inn í húsið, lokaði dyrunum hljóðlaust og læsti þeim. Ljósgeislinn skar inn í myrkur stof- unnar, stökk að borðinu og niður á flétt- uðu mottuna. Myrkrið var algjört. Eina birtan var geisli vasaljóssins. Veran leið inn í herbergið og ýtti mjög hljóðlega borðinu af mottunni. Mottunni var velt ofan af hleranum og ljósgeislinn blikaði á hespunni. Hönd ýtti slánni frá. Það marraði í hjörunum, en það hljóð, eins og hin, vöktu ekki athygli stúlkunnar uppi neitt frekar en trjágreinin sem krafsaði í þakið. Ljósið sem skein niður kjallaraþrepin sópaði skyndilega yfir herbergið að eld- húsborðinu. Geislinn fann símann. Veran færðist, greip tækið, bar það á langri snúrunni að kjallaraþrepunum, ’hreyfðist niður á við. Ljóspollarnir frá vasaljósinu færðust neðar og neðar. Stofan varð nærri almyrk aftur, flökti rétt í daufu skininu sem barst að neðan. Vindurinn yfirgnæfði fótatak og sarg, og ekkert hefði heyrst hefði ekki komií 5. tbl. Vikan 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.