Vikan


Vikan - 01.02.1979, Síða 25

Vikan - 01.02.1979, Síða 25
hafi hún látið aðra lykla liggja á lausu svo ég gæti fundið þá? Ekki möguleiki. Nei, Elsku Mamma var mjög nákvæm kona. Svo —” Hann smellti fingrunum til að ná athygli stúlkunnar. „Svo hvernig opnaði ég bíldyrnar?” „Þú náðir í lásasmið.” „Húrra!” „Þá er móðir þín enn með hina lyklana.” „Ertu að segja að hún hafi ekið aftur til skrifstofunnar?” „Já.” „Og ef ekki hún, hver þá? Jæja, úr því þú ert svona ofboðslega vel gefin lítil stúlka, þá get ég ekki vitað nema þú hafir gert það. Það virðist sem þú sért fær um að gera athyglisverða hluti.” Hann bældi niður fliss. „Þegar mér loks tókst að opna bíldyrnar, kembdi ég hvern þumlung inni í bílnum. Sherlock Holmes. Ellery Queen. Maigret, hver sem er. En ég fann ekkert sem benti til þess að fjórtán ára — eða er það þrettán ára stúlka hefði ekið bílnum. Svo ég athugaði hann aftur. Veistu, hvað ég fann? Á mjúkri leðurklæðningunni á hurðinni voru kringlótt för. Guði sé lof fyrir ekta leður. Þau hefðu aldrei sést á plasti. Kringlótt för eftir hvað? Kringlótt för eftir broddinn á staf sem einhver hafði notað til að hjálpa sjálfum sér og einhverju öðru út úr bílnum? Og í aftursætinu? Þar hafði eitthvað rispað dýrmæta leðrið hennar Elsku Mömmu. Eitthvað sem var of stórt til að komast i farangursgeymsluna? Og líka fleiri för eftir stafinn. Hvers vegna? Til stuðnings? Rispur — eftir reiðhjól í aftursætinu? Kringlótt för eftir að koma reiðhjólinu inn, ná því út? Litli lamaði töframaðurinn? Með litlu Iömuðu brögðin sín?” Eldurinn tók að snarka. „Það var á laugardeginum. Þvi miður komst ég ekki inn í bílinn fyrr en á þriðjudeginum. Hvað gerði hann? Færði hann þér lyklana aftur á laugardags- kvöldið? Ertu með þá núna? 1 keðju um fallega litla hálsinn þmn?” Hallet tók upp skörunginn og skaraði i eldinn. Hann lyfti viðardrumb inn i logana. „Auðvitað sagði það mér ekki hvar Elsku Mamma væri niðurkomin. Ég átti enn eftir að komast að því. Þessi kvöld sem ég kom hingað ók ég ekki.” Hann stundi. „Ó, öll þessi skipti sem ég arkaði gegnum regnið og haustlaufin aðeins til að sjá þig...” Hann reis upp frá eldinum og dustaði sótið af höndum sér. Með ofgerðum fáguðum tilburðum vafði hann slánni að sér og settist i ruggustólinn. „Það eru enn fáein smáatriði sem við þurfum að komast til botns í.” Hann lyfti hendinni i aðvörunarskyni. „Ekki segja mér það. Mér finnst alltof gaman að gera þetta á eigin spýtur.” Hann smellti fingrunum að vindl- ingakassanum. Rynn færði honum Gauloisepakkann. Hann fékk sér eina og beið. Hún tók eldspýtu og kveikti i Litla stúlkan við endann á trjágöngunum sígarettunni fyrir hann. Hann saug að sér reykinn, hallaði sér aftur og byrjaði að rugga hægt. „Af fjórtán ára — eða er það þrettán — að vera, þá ertu stórgáfuð. Hugvitssöm. Úrræðagóð. Róleg þegar mikið liggur við. En fyrr eða síðar verðum við öll að læra að það er fleira stórgáfað fólk í heiminum. Að reka sig á siikar staðreyndir er hluti af því að verða fullorðinn, er ég hræddur um. Já, það er sorglegt að vera ekki miðpunktur heimsins lengur, er það ekki?” Blár reykur hlykkjaðist um bleikt andlit Hallets. „Sjáðu til, ég veit að þú kálaðir Elsku Mömmu. Það hafði eitthvað að gera með það sem hún fann í kjallaranum. . . . . en eins og ég sagði, ég vil frekar geyma afganginn til að rabba um á löngu vetrarkvöldunum okkar.” Hann hallaði sér fram og tók sígarett- urnar sem stúlkan hélt enn á í hendi sér. „Fyrirgefðu mér. Viltu sígarettu? Ekki?” Hann reykti áfram með leikrænu látbragði. „Vertu ekki svona hátíðleg. Ég sagði þér það, ég er ekki vondur út í þig fyrir að losa mig við Elsku Mömmu. Algjör guðsgjöf. Sparaðir mér ómakið. Hataði konuna. Óskaði þess að eldingu lysti niður í hana . . eitthvert skemmt krabba salat i kvennaklúbbsboði. . . einhver gleðileg klessukeyrsla á hraðbrautinni sem gæti flatt þennan lifrarlita Bentley eins og rúllupylsupressu og gusað bláa blóðinu hennar í allar áttir. En nei. Með hverju árinu varð hún hraustari. Virtist blómstra. Drottinn minn, þessi kona þreifst á ellinni. Ég var um það bil að gefa upp alla von um að hún myndi nokkurn tima drepast.” Hann brosti og ruggaði vélrænt fram og til baka, eins og máluð leikbrúða í leikfangastól, hugsaði Rynn. „Svo ég segi bara — þakka þér fyrir.” Síminn hringdi hvellt. Enn brosandi lyfti vélmennið vélrænni hendi, skipaði henni að svara í símann. „Halló? Ó, Miglioriti lögregluþjónn. Ó, ég er svo glöð að þú skyldir hringja.” Hallet ruggaði fram og aftur, málaða glitrandi brosið hans tilbreytingarlaust. „Ja, allir sögðu að Mario væri betri. Ég hélt ekki — Já? Já? Gerði hann það? Guði sé lof. Ég á við, ef læknirinn sagði fjölskyldu hans það, þá ætti ég ekki að vera að hafa áhyggjur. Mér? Það er allt I lagi með mig. Stórvel. Ég náði strætis- vagninum alveg eins og þú sagðir. . . . Hvað? Heyrðu, ef það eru raunverulega slæmar fréttir, þá er kannski ekki rétta augnablikið... ” Hún sneri baki í manninn I ruggustólnum. Stóllinn ruggaði hægar og stansaði. „Já,” sagði hún í símann. „Ég skil. Er það ekki alltaf þannig? Nei. Ekki núna. Ég á við, ég vil ekki ómaka þig. Nei, í alvörunni, ég get alveg séð um það. Þakka þér fyrir að hringja.” Hún lagði tólið á. Maðurinn við eldinn blés frá sér löngum reykjarstrók. „Fyrsta regla,” sagði hann. „Engin leyndarmál. Slæmar fréttir?” „Ég vann óláns kalkúnann fyrir þakkarhátíðina.” „Og þú sagðir honum að koma ekki með hann. Mjög gáfulegt.” Vélrænt byrjaði Hallet að rugga sér aftur. XXI.kafli. „Á morgun kem ég við á lögreglustöð- inni og sæki kalkúnann þinn.” Hallet hristist af másandi hljóðlausum hlátri. „Um leið og ég ber kveðju þína til fituhlussunnar Ron Miglioriti fyrir þig.” Hann horfði fast á Rynn. „Fituhlussan er að yfirgefa okkur. Hann er á förum til Kaliforníu.” Hallet kinkaði og ruggaði og hélt áfram að horfa á stúlkuna. En hún sýndi engin viðbrögð. „Einum færra af ítaladólgum í löggunni, ha?” Másið varð að innilegum hlátri. Aðeins sígarettutottið fékk hann til að þagna. „Og hvað varðar litla töfra- manninn þegar hann kemur af spitalan- um, þá látum við þig um hann. Það kemur í þinn hlut að segja honum að koma sér í burtu og halda sig í burtu.” Með handleggina krosslagða yfir nátt- kjólinn nuddaði Rynn olnbogana um leið og hún færði sig fjær manninum. „Hvert heldurðu að þú sért að fara?” „Þú baðst um tebolla.” „Svar englendinga við öllu, er það ekki. Indæll heitur tebolli. Fyrst,” sagði hann, „skaltu setja hljómplötu á. Og minnkaðu ljósin.” Liszt þyrlaðist inn i húsið. Hallet sat í ruggustólnum eins og í hásæti og naut viðhafnarinnar sem hann hafði sett á svið. Hann reykti með yfirvegaðri hægð eins og honum þætti heimurinn bíða eftir næstu keisaralegu tilskipan hans. „Mér geðjaðist að því hvemig þú fórst með símtalið. Sýnir meðfædda hæfileika til að læra. Að undanteknum"' — bleikt andlitið vatt sig til að breiðum svíranum til að rýna inn i eldhúsið — „að undanteknum þessum einu mistök- um með bílinn, þá ertu — stórgáfuð. Jafnvel meira en stórgáfuð. Kæn. Slungin. Kemst af í lífsbaráttunni." Lifðu af. Stúlkan fyllti ketilinn af heitu vatni úr krananum. Hún leit ekki á manninn þegar hún talaði. „Faðir minn segir að greind sé sá hæfileiki aðsjá fljótt raunveruleikann.” „Segir hann það? Það gerir líka hinn frægi bandariski heimspekingur George — Áttu við að matarpeningarnir eigi að duga í heila viku? 5. tbl. Vikan 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.