Vikan


Vikan - 01.02.1979, Side 31

Vikan - 01.02.1979, Side 31
Þeir hafa gulltryggt nafnið Eins og fram kemur í úrslitum Vinsældavalsins, eiga þeir bræður í Bee Gees sér marga aðdáendur hér á landi. Það kom raunar á óvart, að þeir urðu ekki í efsta sæti sem hljómsveit ársins, en við hér á Vikunni erum ekki í vafa um, að plakatið með þeim verður vel þegið, því margir hafa látið í Ijósi ósk um að fá góða mynd af þeim til að prýða veggi hjá sér. Kjarninn í Bee Gees hafa alltaf verið þeir bræður, Barry (fæddur í september 1946) og tvíburarnir Robin og Maurice (fæddir í desember 1949). Þeir eru fæddir í Englandi, nánar tiltekið í Manchester, en þaðan er einnig hið fræga fótboltalið Manchester United. 1958 flytja þeir ásamt foreldrum sínum til Ástralíu og það leið ekki á löngu, þar til þeir fóru að láta til sín heyra. Þeir höfðu verið byrjaðir að fikta í hljóðfærum, áður en þeir fluttu til Ástraliu og meðal annars unnið í tónlistarkeppni, þegar Barry var níu ára og tviburarnir aðeins sjö, en þeir höfðu eiginlega ekki gert neitt af því að koma fram opinberlega. Síðan er það, að þeir vinna í hæfileikakeppni, eftir að hafa búið aðeins í nokkra mánuði í fyrirheitna landinu. Eftir það fóru þeir að koma fram i vikulegum skemmtiþætti í sjónvarpinu, og 1963 kemst fyrsta lagið þeirra, „Three Kisses Of Love”, á vinsældarlistann. Og þeir létu ekki þar við sitja, heldur unnu dyggilega að því að tryggja sig í sessi. Þeir voru ákveðnir í því að leggja heiminn að fótum sér. Bræðurnir Gibb sneru aftur til Englands, eftir að hafa undirritað samning við Robert Stigwood. Hann hafði hönd í bagga með stjórnun á „Hair”, „Jesus Christ, Superstar” og „Tommy”, stjórnaði tveimur Bítlamyndum, „Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band”, „Grease” og „Saturday Night Fever”. Undir handleiðslu hans leið ekki á löngu, þar til þeir höfðu breska vinsældarlistann i höndum sér. 1967 kom út lagið „New York Mining Disaster 1941” og nokkru seinna „Massachussetts”, bæði lögin eftir þá sjálfa. En ekki gekk nú samvinnan sem best, og 1969 ákvað Barry að reyna fyrir sér einn. Hann gaf út eina plötur, áður en hann ákvað að snúa til baka. Árið 1971 komu lögin „Lonely Days” og „How Can You Mend A Broken Heart?” á markaðinn, og eftir það hafa þeir bræður ekki vikið af toppnum. Tvö síðustu framlög þeirra í poppheiminum, tónlistin í kvikmyndinni „Saturday Night Fever” og hlutverk þeirra í „Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band” hafa siðan gulltryggt þeim sess, við hlið Bítlanna, sem einir fremstu tónlistar- menn aldarinnar. HS

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.