Vikan


Vikan - 01.02.1979, Side 35

Vikan - 01.02.1979, Side 35
Hefði verið hægt að komast hjá þessu ef við hefðum farið fyrr til læknis? Fo’reldrar spyrja sjálfa sig í sífellu. Hvernig þróast sjúkdómurinn? Er hugsanlegt að barnið verði hraust eða versnar sjúkdómurinn stöðugt? Hvað varðar marga alvarlega sjúkdóma getur læknisfræðin ekki sagt neitt til um hvernig framtíð barnsins mun verða og foreldrar verða að lifa við öryggisleys- ið. Þrúgaðir af áhyggjum og öryggisleysi þurfa foreldrar oft að hjálpa baminu með meðhöndlunina, sjá um meðul, sjá um að bamið reyni ekki of mikið á sig — og um leið styðja bamið andlega. Þurfa að hafa tíma og krafta til að skilja hræðslu barnsins og tala við það um vandamálin. Foreldrar þurfa líka að hjálpa barninu við að lifa við nýjar aðstæður og komast að því hvernig þeir og barnið geti í sameiningu fengið lífið til að halda áfram nokkurn- veginn eðlilega. Foreldrar veikra barna þurfa eins og allir aðrir foreldrar að komast að þvi hvaða barn þeir hafa fengið i hendurnar — læra að þekkja barnið. Og þeir geta ekki gengið að því gefnu að þeir hafi eignast það barn sem þeir vonuðust eftir. Þeir foreldrar sem vonuðust eftir að eignast stóran sterk- byggðan strák, eignuðust kannski lítið veik- byggt barn. Þeir geta þá ekki gert sömu kröfur til hans og barns sem er sterkbyggt. Eru aðstæðurnar allt aðrar ef for- eldrar eiga veikt barn Svarið er bæði já og nei. Þeir þurfa á margan hátt að læra að þekkja barnið upp á nýtt. Þeir þurfa t.d. að komast að því að hvaða leyti barnið er fært um að vera eitt síns liðs. En það á ekki að vera sí og æ yfir barni sem ekki er rúmliggjandi. Barnið getur orðið ofverndað og öðlast ekki sjálfstæði sitt. Það tekur ef til vill upp aftur hegðun smábarns og neitar að gera hluti sem það getur alveg gert. Það getur farið að heimta ákveðinn mat, neitað að hjálpa til o.s.frv. Foreldrar veikra barna hljóta að spyrja sig þeirrar spurningar, hvort sjúkdómnum fylgi að barnið geti ekki verið eitt úti, eitt heima og þvi um líkt. Það kann að vera að foreldrar séu þrúgaðir af sektarkennd yfir því að barnið er veikt. Þá refsa þeir sér gjarnan fyrir með því að fórna sér aiveg fyrir barnið en neita sér sjálfum um allt, um að fara út, fá gesti og því um líkt. Heilbrigð systkini geta verið mjög upptekin af því að systir eða bróðir er veikt. Þau geta verið full af meðaumkun, innlifun og ótta. Þau geta líka haft sektarkennd og álitið að þau séu að ein- hverju leyti orsök sjúkdómsins. Þegar frá líður geta þau orðið öfundsjúk vegna allrar þeirrar athygli og umhyggju sem sá veiki fær. Foreldrar verða oft að taka sig á og viðurkenna að þeir hafa gleymt heilbrigða barninu allt of lengi. Alvarlegir sjúkdómar barna geta komið upp í öllum fjölskyldum. Allt getur virst vonlaust og þýðingarlaust. En langvarandi sjúkdómar bæði hjá börnum og fullorðnum geta líka aukið skilning á lífinu og margbreytileika þess. Sjúkdómurinn getur þroskað fólk og gert lífið að einhverju sérstöku sem fáir skynja. Greinin er að hluta til byggð á grein Elisabeth Kjeldsen-Kragh „Börns sygdom og skyldfölelse”. S.tbl. Vlkan 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.