Vikan


Vikan - 01.02.1979, Side 43

Vikan - 01.02.1979, Side 43
hún orðin vön okkur. En hún getur bara ekki gleymt fyrra lifi sínu og starfi. Hún byrjar eldsnemma á morgnana að taka til, hreinsa húsið, þvo upp, þvo þvott, skúra gólf og þess háttar.” Og Tabori blaðamaður endar frásögn sína með þessum orðum: „Jæja, þetta var allt og sumt sem ég gat komist að. Hér er engin skýring tiltæk, engin auðveld lausn. Er öll fjölskyldan að leika á okkur? Og þá hvers vegna? Kannski sálfræðingur geti útskýrt það. Ég hef einungis skýrt frá þvi sem ég hef séð og heyrt.” Hér kemur annað dæmi um þetta furðulega fyrirbæri. Hér átti einnig hlut að máli seytján ára gömul stúlka, Maria Talarico að nafni, sem breyttist þannig allt í einu í aðra persónu. Hún átti heima í þorpinu Siano á Ítalíu og var eitt sex barna í fjölskyldu nokkurri. Hún tók allt í einu að halda því fram, að hún væri karlmaður, Guiseppe Veraldi að nafni, kallaður Pepe, en það var ungur múrari frá Catanzaro. Þannig var mál með vexti, að þrem árum áður fannst þessi ungi maður látinn fyrir neðan háa brú yfir ána Corace. Það var kunnugt að hann hafði verið ólánsamur í ástamálum nýlega, og það leiddi til þess að úrskurður rannsóknar- réttarins varð sá, að hann hefði framið sjálfsmorð með því að stökkva niður af brúnni. Ættingjar hans voru hins vegar á öðru máli. Þeir töldu að hann hefði verið myrtur. Svo gerðist það þremur árum siðar, að Maria Talarico, heilbrigð og vinsæl stúlka, var á gangi yfir þessa brú. Það er engu likara en andi Pepes hafi þá komist í hana, þvi eftir að hún kom heim, fékk hún eins konar æðiskast og lýsti því yfir að hún væri Pepe. Með rödd, sem var miklu dýpri en hennar venjulega rödd, krafðist hún þess, að móðir sín væri sótt. En þegar móðir Maríu kom til hennar, þá kannaðist hún alls ekki við hana og sagði: „Þetta er ekki móðir mín! Móðir mín á heima í Baracche- stræti í Cantanzaro og hún heitir Catterina. Ég er Pepe.” Þegar það barst út, að María væri orðin geðveik, voru ýmsir læknar kvaddir til að skoða hana, og var dr. Giovanni Scamia einn þeirra. Hann heimsótti hana fjórtán sinnum meðan á þessu stóð og færði skýrslur um málið. Niðurstaðan varð sú, að María væri i raun og veru haldin anda Pepes. Hún þekkti til dæmis ýmis náin atvik úr lífi hans, en eigin ættingja þekkti hún hins vegar alls ekki. Og hún stóð á því fastara en fótunum, að Pepe hefði verið myrtur en ekki framið sjálfsmorð. Og María setti það meira að segja á svið, hvernig farið hefði verið að því að myrða hann. Hún bað fjóra karlmenn að spila á spil og ávarpaði þá nöfnum þeirra manna, sem höfðu verið félagar Pepes nóttina sem hann dó. Og hún hrópaði: „Abele, Toto, látið mig í friði! Berjið mig ekki svona! Hjálp! Hjálp! Þeir eru að reyna að drepa mig undirbrúnni!” Daginn eftir vaknaði María snemma og sagði: „Móðir mín er að koma í heimsókn til mín. Hún er næstum komin að brúnni núna.” Og brátt fór hún til dyra og heilsaði Catterinu Veraldi, sem kom klukkan sjö. Hún faðmaði hana, kyssti hana og kallaði hana mömmu. Frú Veraldi varð steinhissa þegar hin haldna stúlka settist í fangið á henni og hrópaði: „Mamma! Mamma mín! Þetta er Pepe! Ég hef ekki séð þig í þrjú ár.” María sagði svo söguna af morðinu undir orúnni, sem hafði verið endurleikið kvöldið áður, og krafðist þess að fólk færi að brúnni. Þar klifraði hún niður brattan árbakkann, kastaði af sér flestum fötum og tók sér nákvæmlega sömu stellingu og stöðu og myrti maðurinn hafði verið í, þegar hann fannst. Þegar þessu var lokið missti María meðvitund. En þegar hún vaknaði úr meðvitundar- leysi sínu eftir um það bil tíu mínútur vaknaði hún í sínum upprunalega persónu- leika og María bar nú aftur kennsl á móður sína í fyrsta skipti eftir marga daga. Nú mundi hún ekki neitt af því sem gerðist meðan persónuleiki Pepes hafði vald á líkama hennar. Og ekki þekkti hún heldur dr. Scambia, sem þó hafði stundað Mariu daglega í tvær vikur samfleytt. Sjálfur var Scambia læknir ekki í minnsta vafa um það, að þetta væri hreint andheldni-tilfelli. Ástæðan lá í augum uppi. Það var hin heita ósk Pepes að hreinsa sig af því að vera sekur um sjálfsmorð, sem er mjög alvarleg synd fyrir kaþólskan mann, og hins vegar koma sökinni á þá, sem í rauninni voru sekir um að hafa myrt hann. Ef til vill hafði hann reynt að ná tökum á öðrum manneskjum í þessum tilgangi, en tekist að komast i likama Maríu, sökum þess að hún var nógu sálræn til þess. Það má því segja í þessu tilfelli, eins og hinu fyrra, að flest styðji þá tilgátu, að andi látins manns hafi snúið aftur, náð um tíma valdi á líkama Maríu, og þegar hann hafði getað skýrt frá morði sínu, þá hafi hann yfirgefið líkama hennar, og hún því aftur orðið eins og hún átti að sér að vera. Endir S. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.