Vikan - 01.02.1979, Side 45
MUNSTUR FRÁ
18. fiLD
Með réttu má segja, að viö höfum Ktið sinnt útsaumi hér á
síðum Vikunnar. Nú viljum við bœta úr þessu og koma til
móts við þá lesendur okkar, sem yndi hafa af sKku
tómstundagamni. Þessi litli snotri renningur, sem hár birtist,
getur alis staðar farið vel. Munstrið er gamalt alþýðu-
munstur og þekkt síðan á 18. öld. Þið getið auðvitað ráðið,
hve langan renning þið saumið og eins valið liti eftir ykkar
eigin smekk.
Efni: Hörléreft — 10 þræðir á hvern
sm.
Stærð: 35 x 92 sm.
Stærð, þegar renningurinn er frá-
genginn: ca 30 x 87 sm.
Gam: DMC og saumað með þrem
þráðum yfir tvo þræði í efninu.
Þið byrjið á því að kasta brúnimar, svo
að efnið rakni ekki. Finnið miðju
renningsins og þræðið með áberandi lit
miðju bæði langs og þvers. Þið byrjið
svo á að sauma munsturkantinn 2 l/2
sm frá brúninni. Það er um að gera að
vanda sig og taka ekki of fast í, en þessu
er beint til þeirra, sem ekki eru vanir
útsaumi. Þið fylgið nú myndinni og
saumið stjörnur og konur til skiptis.
Pressið með rökum klút yfir renninginn.
Teljið nú 20 þræði frá munstur-
kantinum og faldið renninginn. Klippiö
af efninu, ef það er of breftt, og teljið
síðan 8 þræði (af þessum 20), brjótið inn
af frá röngunni og brjótið svo aftur.
Saumið faldinn niður með fínum
sporum og pressið yfir.
Þetta munstur hæfir einnig prýðilega á
bakkabönd og sjálfsagt er ýmislegt
fleira, sem til greina kemur. Hér fylgir
einnig munstur af krosssaumsstöfum,
sem þið getið notað til merkinga. Það
þarf varla að taka það fram, að stafina
getið þið stækkað með því að taka yfir 4
þræði, 6 þræði o.s.frv., eftir því hvaða
efni þið eruð með í höndunum.
-tf * §p$\
.
V
Veisluísmolar
Það er bæði gott og fallegt að hafa frosin jarðarber út í þurrt
hvítvín.
5. tbl. Vikan 45