Vikan - 01.02.1979, Síða 49
GLA UMGOSINN
varaði ég yður ekki við því að ég sef
mjög laust?”
„Það veit hamingjan að þér þurfið
ekki að óttast mig.”
„Það er ég viss um,” sagði sir Richard
og brosti.
Þegar Jimmy Yarde læddist
klukkutíma síðar inn í lágt herbergið
fyrir ofan stofuna, þá lá sir Richard að
þvi er virtist steinsofandi. Jimmy færði
sig nær rúminu, horfði á hann og hlust-
aði á jafnan andardráttinn.
„Heilið ekki sjóðandi tólg yfir mig,
bið yður,” sagði sir Richard án þess að
opna augun.
Jimmy Yarde hoppaði upp og
bölvaði.
„Einmitt,” sagði sir Richard.
Jimmy Yarde leit á hann eitruðu
augnaráði, háttaði sig hljóðlega og
lagðist i hitt rúmið.
Hann vaknaði snemma og heyrði
hanana gala á bæjunum. Sólin var
komin upp, en það lá ennþá móða yfir og
loftið var mjög hreint. Það brakaði í
rúminu þegar hann settist upp, en það
vakti ekki sir Richard. Jimmy Yarde fór
varlega fram úr og klæddi sig. Á
dúklögðu borðinu við gluggann lágu
gullið einglymi og tóbaksdósir sir
Richards. Hann leit löngunarfullur til
hans. Hann var sérfræðingur í nef-
tóbaksdósum og hann klæjaði i
fingurna að næla sér í eina og láta hana
renna í vasa sinn. Hann leit óöruggur til
rúmsins. Sir Richard andvarpaði í
svefninum. Frakkinn hans lá á.stól, sem
var i seilingarfjarlægð við Jimmy. Hann
horfði á sir Richard á meðan hann
þreifaði í vösunum. Það eina sem hann
fann þar var vasaklútur. Sir Richard
sýndi engin merki þess að hann væri að
vakna. Jimmy tók upp tóbaksdósina og
athugaði hana. Enn var engin hreyfing
i rúminu. Fullur dirfsku lét Jimmy hana
renna í vasa sinn. Einglyrnið fylgdi
fljótlega á eftir. Jimmy læddist
laumulega til dyranna. Þegar hann kom
þangað, heyrði hann geispa sem kom
honum til þess að stansa og snúa sér við.
Sir Richard teygði úr sér og geispaði
aftur. „Þér eruð snemma á fótum kæri'
vinur,” sagði hann.
„Það er satt,” sagði Jimmy, ákafur að
komast út áður en þjófnaðurinn kæmist
upp. „Ég er ekki fyrir að liggja í rúminu
á fögrum sumarmorgni. Ég ætla að fara
að fá mér ferskt loft áður en ég fæ mér
morgunverð. Ætli við hittumst ekki
niðri, herra minn?”
„Jú, ætli það ekki,” samsinnti sir
Richard. „En ef af þvi yrði ekki, þá skal
ég losa yður við einglymið mitt og
tóbaksdósirnar núna.”
Æstur lét Jimmy föggur sínar falla.
„Fari það kolað, aldrei hef ég hitt svona
ósvífinn náunga allt mitt líf,” sagði
hann. „Þér sáuð mig aldrei taka neitt?”
„Ég varaði yður við því að ég svæfi
mjög laust,” sagði sir Richard.
„Látinn bíta á agnið,” sagði Jimmy
með viðbjóði og afhenti þýfið. „Gerið
svo vel. Það er engin þörf á að sækja
yfirvaldið, er það?”
„Alls ekki,” svaraði sir Richard.
„Fjandakornið, þér eruð maður að
mínu skapi, herra minn. Engin illindi?”
„Ekki hin minnstu.”
„Ég vildi að ég vissi hvað þér eruð að
fara,” sagði Jimmy og hristi höfuðið yfir
vandamálinu um leið og hann fór út.
Niðri fann hann Pen Creed, sem
einnig hafði vaknað snemma. Hún bauð
honum glaðlega góðan dag, hún hafði
farið út og sagðist telja að þetta yrði hlýr
dagur. Þegar hann spurði hvort hún og
frændi hennar myndu fara með næsta
áætlunarvagni til Bristol, svaraði hún
gætilega að frændi hennar hefði ekki
ennþá sagt henni hvert þau ætluðu að
fara.
„Þið ætlið til Bristol, er það ekki?”
spurði Jimmy.
„Jú,” svaraði Pen og gleymdi sann-
leikanum.
Þau stóðu I drykkjustofunni sem á
þessum tima dags var tóm, og í þann
mund sem Pen ætlaði að fara að segja að
hún vildi fá morgunverð sinn, kom kona
veitingamannsins og spurði þau hvort
þau hefðu heyrt fréttirnar.
„Hvaða fréttir?” spurði Pen óróleg.
„Nú, það eru allir undrandi í Wrox-
ham. Við erum rólegt fólk og ekki vön
borgarsiðum. En núna kemur strákur-
inn minn hann Jim og segir að einn af
lögreglumönnunum hafi komið hingað
með póstinum. Hvað hann vill hér veit
ég alls ekki. Þeir segja að hann hafi
stoppað í Calne, og eins í Wroxham. Og
þar sé hann að hnýsast inn í hin virðu-
legustu hús og spyrja alls konar spurn-
inga. Ég segi nú bara það að við höfum
ekkert að fela. Hann má koma hingað ef
hann vill, en hann kemst ekki að neinu
hér.”
„Kemur hann hingað?” spurði Pen
hásri röddu.
„Hann fer á alla gististaði í nágrenn-
inu, eftir þvi sem mér er sagt,” sagði veit-
ingakonan. „Jim heldur að það sé allt
vegna áætlunarvagnsins, sem þér og
frændi yðar komuð með, herra, því
hann virðist spyrja ólíklegustu spurn-
inga um farþegana. Sam býst við að
hann komi hingað innan hálftíma. Nú,
segi ég. Látum hann koma, því ég er
heiðarleg kona og það hefur aldrei verið
illt orð á þessu húsi eftir þvi sem ég veit.
Morgunverður yðar verður tilbúinn eftir
tíu mínútur, herra.”
Hún fór inn i stofuna, Pen varð eftir,
S. tbl. Vlkan 49