Vikan


Vikan - 08.02.1979, Side 23

Vikan - 08.02.1979, Side 23
vægilegar lagfæringar og öli þægindi eru á staðnum. ARA vissi að hún hafði ekki sýnt þakklæti sitt nógsamlega, það hafði sært hann. Sumarið leið og um haustið útskrif- aðist hún loksins af sjúkrahúsinu. Hún var orðin frísk, a.m.k. á pappírnum. í októberlok skrapp André í bústaðinn og leit eftir að allt væri í lagi, setti hita á og keypti matvörur. Viku síðar — í nóvem- * berbyrjun — óku þau þangað saman. Það var svalt í veðri, hvasst og hrá- slagalegt og Klara hraðaði sér inn í húsið, þegar bíllinn staðnæmdist framan við það. Húsið var lítið, minna en hún hafði imyndað sér, en það var notalegt og sérstæður blær yfir öllu. Þarna var aðeins ein stofa með stórum gluggum sem sneru út að hafinu. Til vinstri handar var gengið inn i eld- húsið, en baðherbergið var hægra megin. — Þér finnst húsið vonandi ekki of lítið? spurði André. Hún hristi höfuðið brosandi og lit- aðist um í stofunni. Útsýnið var vissu- lega stórbrotið. Öldurnar byltust gráar og voldugar og ekkert skyggði á út- sýnið. Hér var frjálst og himinn og haf óendanlegt. Við vegginn stóð stórt, gamaldags hjónarúm og kommóða með spegli. í miðri stofunni var kringlótt borð og stólar. Framan við gluggana stóðu hæg- indastólar og lítið borð. Þetta var allt og sumt. En André hafði á réttu að standa. Þetta var nógu stórt fyrir þau tvö, enda dvaldist maður að mestu utandyra á sumrin og húsið var aðallega hugsað sem sumardvalarstaður. HúN gekk út að glugganum og horfði út. André gekk til hennar og lagði handlegginn um axlir hennar. — Segðu mér hvað þér finnst, Klara, bað hann. — Þetta er þitt hús. Ég keypti það handa þér. Hann þrýsti henni að sér blíðlega, slikt heyrði til undantekninga nú orðið. En svo varð hann aftur sjálfum sér likur. — Ég hef látið setja rafmagnsupphit- un í húsið, sagði hann. — En nú skulum við líta á eldhúsið. Þar er rennandi vatn, gasvél og ísskápur. Og ég hefi keypt birgðir af mat. Við fáum siðar síma, ég hefi pantað hann. Þá getum við hringt til þorpsins og látið senda okkur nauð- þurftir. — Hve langt er til þorpsins? spurði Klara. — Átta kilómetrar. Við þurfum ekki að óttast átroðning í paradísinni okkar. Hann hló og bætti við: — Komdu, ég ætla að sýna þér bað- herbergið. Þegar þau gengu eftir gólfinu, sá Klara samanbrotið blað liggja innan við hurðina. Hún beygði sig niður eftir því. — Erstraxkominnpóstur?sagðihún forviða. — Þetta er skeyti til þín. André tók við skeytinu. — Það er vonandi ekkert alvarlegt? spurði Klara. — Nei, nei, svaraði hann. — En ég verð að fara samstundis til Parisar. — í dag? En það er laugardagur. — Já. En við eigum að skrifa undir samning við amerískt fyrirtæki á mánu- dagsmorgun klukkan níu. Mér þykir það leitt, en ég á ekki um neitt að velja. Klara sagði hægt: — Hvernig vissu þau á skrifstofunni, að þú værir hér? Hann yppti öxlum. — Ég varð aðgefa þeim heimilisfang- 6. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.