Vikan


Vikan - 08.02.1979, Side 42

Vikan - 08.02.1979, Side 42
Hefur sjónvarp skað/eg áhrífá böm? Það eru ekki nema rétt um 10 ár síðan sjónvarpið hóf innreið sína á næstum öll heimili á íslandi. Sjónvarpið er sennilega það tómstundagaman, sem flest börn eiga sameiginlegt, og það er sá fjölmiðill, sem hefur mest áhrif á börn. í dag er hægt að segja að sjónvarpið sé hluti af daglegu umhverfi barnsins, sá hluti sem er svo til óháður því í hvaða þjóðfélagsstétt börn eru og hvort þau búa við góð eða slæm uppvaxtarskilyrði. Þegar búið er að kaupa sjónvarpið kostar það nefnilega ekkert nema afnotagjaldið. Sjónvarpið getur hins vegar aukið á mismun á milli barna, þ.e.a.s. þeirra barna sem búa við góð uppvaxtar- skilyrði og hinna sem hafa verri kjör. Góð uppvaxtarskilyrði er m.a. það að hafa tíma fyrir börnin, tala við þau um það sem þau sjá og heyra og taka þátt í reynslu þeirra. Þetta er algengara hjá foreldrum sem búa við efnahagslegt og félagslegt öryggi en hjá þeim sem ekki njóta slíks. Börn sem búa við þau skilyrði að foreldrar hafa aldrei tíma, eru þreyttir og óupplagðir, hafa fengið ágætis barnapíu þar sem sjónvarpið er. Enda eru einu samverustundirnar sem margar fjölskyldur eiga fyrir framan sjónvarpið. Hvaða áhrif hefur sjónvarpið á börn? Hvernig verða þau börn sem horfa á sjónvarp 3-6 tíma að meðaltali á dag? Er það ekki hættulegt fyrir börn að horfa mikið á sjónvarp? Hvernig verður sjónvarpskynslóðin eftir 10-20 ár? Börn vilja fá meira af tíma hinna fujlorflnu í sambandi við ráðstefnu um barna- menningu sem var haldin í Noregi haustið 1975 fengu menn þá hugmynd að barnið sjálft skyldi taka þátt í ráðstefnunni. En menn höfðu enga trú á þvi að það myndi þýða neitt að bjóða nokkrum börnum sem ættu að sitja þarna og segja hinum fullorðnu eitthvað um hagi sína. Og það var vitað að þau börn sem hugsanlega myndu láta skoðanir sínar í ljós gætu ekki orðið fulltrúar barna almennt. í staðinn fyrir að bjóða börnum á ráðstefnuna voru sendir út spurningalistar til 7-800 norskra barna. Börnin voru m.a. spurð að því hvort þeim þætti gaman að lesa, hvaða bækur þau læsu, hvort þau læsu teikni- myndasögur, hvort þau hlustuðu á útvarp og sjónvarp, spiluðu plötur, hverju þau hefðu gaman af og hvað væri leiðinlegt, hvað þau vildu heyra meira um í sjónvarp- inu, hvaða myndir og leikrit þau sæju, hvað þau léku sér og að endingu hvað þau vildu að fullorðnir gerðu fyrir þau, hvernig fullorðnir ættu að vera og hvernig þau vildu að þeirra eigin börn hefðu það í framtíðinni. Mönnum fannst rannsóknin sýna ákaflega eftirtektarverðan hlut og höfðu ekki búist við honum. Langmestur hluti barnanna vildi fá meira af TÍMA hinna fullorðnu. Þeir eiga að hlusta á okkur, sögðu mörg börn. Þeir eiga að vera með okkur, fara út að ganga með okkur, leika við okkur, hafa TÍMA — TlMA — TÍMA. Það sem þessi börn gátu gefið hinum fullorðnu var frásögn af heimilum þar sem fullorðnir hafa ekki tíma fyrir börn. í rannsókninni kom tiltölulega sjaldan fram bein gagnrýni á fullorðið fólk — hluti barnanna sagði að vísu að þau vildu óska þess að fullorðnir væru ekki alltaf svona skapvondir og pirraðir og að þeir ættu ekki að lemja börn svona mikið. En helst af öllu óskuðu börnin eftir því að ástandið væri þannig að fullorðið fólk hefði meiri tíma. Börn nota mikið af sínum tíma til að horfa á sjónvarp Langflestar rannsóknir sem hafa verið gerðar um sjónvarp eru bandarískar. Flest bandarisk börn horfa á sjónvarp 4-7 klukkutíma á dag, að meðaltali 6 tíma. Ef gert er ráð fyrir að bandarísk börn gangi í skóla 6 tíma, noti einn tíma til að komast í og úr skóla, sofi 8-9 tíma, þá nota þau næstum allan þann tíma sem eftir er til að horfa á sjónvarp. Þau tengsl sem þessi börn hafa við foreldra sína og félaga verða því næstum að engu og sjónvarpið verður aðal- tengiliður þeirra við umheiminn. Það er augljóst að þegar ástandið er þannig, þá hefur sjónvarpið geysimikil áhrif á líf og afstöðu barna. Bandariskt sjónvarp sýnir mjög mikið af myndum sem fjalla um ofbeldi, meira en yfirleitt tíðkast á Norðurlöndum. Það er vitað að árásargirni barna vex þegar þau horfa mikið á ofbeldi og það er þess vegna hægt að ímynda sér hvernig árásargirni eykst þegar horft er á sjónvarp allt upp í sjö tíma á dag. Á íslandi geta börn ekki ennþá horft á sjónvarp í 6-7 tíma á hverjum degi. En það er engin ástæða til að ætla að þau gerðu það ekki ef möguleikinn væri fyrir hendi, m.a. af þvi að hér er lítið úrval af tómstundagamni fyrir börn og flestir íslenskir foreldrar hafa lítinn tíma fyrir börn sökum mikillar vinnu og húsnæðis- kaupa. Eins og kunnugt er, er dagskrá sjónvarpsins aðallega fyrir fullorðið fólk og það sem börnum er boðið upp á höfðar oft á tíðum ekki sérstaklega til þeirra. Litlu börnin milli 2ja og 4ra ára verða þó einna mest útundan. Börn horfa því mjög mikið eða aðallega á efni sem er ætlað fullorðnum og því er ekki að neita að það efni fjallar þó nokkuð um ofbeldi. Er hættulegt fyrir börn að horfa á sjónvarp? Þessa spurningu hefur danski sálfræðing- urinn Annelise Bom fengist mikið við. Hún hefur rannsakað og skrifað mikið um áhrif fjölmiðla á börn. Hér á eftir verður lauslega komið inn á nokkur atriði úr athugunum hennar. Annelise segir að það sé mikið talað um skaðleg áhrif sjónvarps vegna þess ofbeldis sem þar er sýnt. ÞAÐ ER EKKI ÞAÐ SEM BÖRNIN SJÁ í SJÓNVARP- IN SEM SKAÐAR ÞAU, HELDUR SÁ TÍMI SEM ÞAU NOTA TIL ÞESS AÐ 42 Vikan 6. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.