Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 7
m % h .. I í j- | ■ *>■' ■ : ,. \ Því versti óvinurinn er einmitt sá, að fólk er búið að lifa svo lengi með þessu vandamáli, að það er farið að líta á það sem sjálfsagðan hlut, segir Lonni Cacchione. — Samt koma stöðugt fram ný afbrigði eiturlyfja á markaðinn, segir Juan Pena. — Eitt það nýjasta og allra hættulegasta er hið svonefnda englaryk. Þetta er i rauninni phencyclidine, efni, sem auðvelt er að ná í og ódýrt í framleiðslu. Þetta lyf hefur annars verið notað til að róa niður fíla og önnur risadýr í dýragörðum og til tilrauna á rannsóknarstofum. Þetta er ofskynjunarlyf á borð við LSD og getur haft í för með sér bráðan dauða, fyrir utan að það gerir neyt- andann gjörsamlega óábyrgan gerða sinna. Eitt af því allra versta er þó, að eiturlyfja- salar blanda því óspart saman við önnur eiturlyf, sem almenningur lítur á sem hættuminni, eins og marijuana og hass. Þannig er algengt, að fólk neyti þess án þess að hafa hugmynd um það. Þess vegna er það fræðsla og aftur fræðsla, sem gildir í baráttunni við eiturlyfjaneyslu. Eiturlyfjaneysla, fyrir utan áfengi, er sem beturfer ekki jafn mikið vandamál hér á íslandi og úti í hinum stóra heimi. Ekki enn sem komið er að minnsta kosti, enda tiltölulega nýtt fyrirbrigði hér og lítið um opinberar skýrslur í því sambandi. Almenn fræðsla um þessi mál er og nánast engin, og munu yfirvöld því sennilega fara að gömlum oggóðum íslenskum sið, að byrgja ekki brunninn fyrr en barnið er dottið ofan í. Þau gömlu höfðu rétt fyrir sér... Er blaðamaður Vikunrtar sat í anddyri Daytop Village heyrði hann á tal tveggja pilta. Annar var að hugsa um að gangast undir meðferð, hinn var vistmaður og var að sannfœra þann nýkomna um nauðsyn hennar. — Ég hélt líka, að þetta væri bara fjas í þeim gömlu, þegar þau vildu fá mig til að lifa lífinu eftir sínum borgaralegu sjónar- miðum, sagði vistmaðurinn. — Og líttu á mig núna. Ég á bróður, sem er ekki nema 18 mánuðum eldri en ég. Hann á fjölskyldu, hús og bíl. Ég er orðinn 28 ára gamall, og þegar ég fer héðan út á ég ekkert nema garmana, sem ég kom í. Ég á engan að og verð að byrja algjörlega upp á nýtt. Ég hef eytt síðastliðnum 10 árum ævi minnar í uppreisn gegn öllu og öllum, og eini árangurinn var sá, að ég var búinn að vera sem manneskja. Þau gömlu höfðu rétt fyrir sér ... Þetta var lokaatlagan. Sá nýkomni, harð- ur og umkomulaus unglingur í gatslitnum görmum, skokkaði á eftir vistmanninum inn á skrifstofu og vildi feginn skipta á heróínsprautunni og fjölskyldu, húsi og bíl... Frekari samræður blaðamanns við vistmenn bar og allar að sama brunni. Takmark þeirra allra var að ná aftur fót- festu í hinu borgaralega lífi eftir uppreisn, sem bar ekki annan árangur en dýpstu niðurlægingu og mannlega eymd. — Af hverju er alltaf verið að ljúga að okkur unglingunum, að til sé eitthvað, sem heitir frelsi, sagði einn þeirra bitur. — Það er ekki til neitt frelsi, aðeins tveir valkostir. Annaðhvort lagar maður sig að hefð- bundnu i mynstri eða þá að maður er búinn að vera.... 12. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.