Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 24
Vikan prófar léttu vínin 12. grein Tólf bestu hvítvínin Sjö af tólf bestu hvítvínum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins eru þýsk, og sex af þessum tólf eru úr Riesling vín- berjum. Hvort tveggja segir sína sögu. Líklega eru Þjóðverjar heimsins bestu hvítvínsgerðarmenn og Riesling heimsins besta hvítvínsber. í gæðaprófun Vikunnar á hvítvínum, sem fást hér, kom í Ijós, að ekki nema 12 af 62 voru góð, það er að segja náðu sjö i einkunn af tíu mögulegum. Og sjö er einmitt lágmarkseinkunn vína, sem tekur því að flytja milli landa. Léleg frammistaða Ríkisins í hvítvíns- gæðum stafar ekki af háu innkaupsverði góðra vína. Um allan heim er fullt af ódýrum vínum, sem jafnast í gæðum á við vínin tólf, sem komust gegnum nálarauga Vikunnar. Og meðalverð vínanna tólf er litlu hærra en hinna 50, sem fengu verri dóma. Sjö þýsk vín komust gegnum nálar- augað, tvö frá Luxembourg, tvö frá Austurriki og eitt frá Frakklandi. Siðasta talan er merkileg, því að Frakkar slaga i hvítvínsgerð hátt upp í Þjóðverja. Það er líka merkilegt, að ekkert ítalskt og ekkert spænskt vín komst i þennan flokk. Sex Riesling-vín komust gegnum nálaraugað, eitt úr Morio Muskat berjum, eitt úr Auxerrois, eitt úr Muskat Ottonel, eitt úr blöndu af Sylvaner og Miiller Thurgau, eitt úr Chardonnay og eitt úr Grúner Veltliner. Athyglisvert er, að Chardonnay, sem sumir telja jafnt Riesling að gæðum, skuli aðeins eiga einn fulltrúa á þessum lista. Einnig er merkilegt, að ekkert vín úr Semillon og Sauvignon Blanc berjum hefur komist í gæðaflokkinn. Einkunnagjöfín Einkunnagjöf Vikunnar var frá 0 og upp í 10. Eitt hvítvín fékk níu í einkunn, sem þýðir, að vinið er frábært. Þrjú fengu átta i einkunn og eru mjög góð. Átta fengu sjö í einkunn og teljast þar með vera góð vín. Samtals eru þetta bara tólf vín af 62. Tíu vín fengu sex í einkunn, sem þýðir, að þau eru sæmileg, þótt tæpast taki því að flytja þau milli landa. Ellefu vín fengu fimm í einkunn og teljast þannig vera drykkjarhæf, en léleg. Flest vín eða alls átján fengu fjóra í einkunn og eru vond. Ellefu vín fengu einkunnina þrjá eða lægri einkunnir og dæmast ódrykkjarhæf. Meöalverð ellefu bestu vínanna er 2.200 krónur flaskan, en meðalverð hvítvina Ríkisins yfirleitt er 2.100 krónur flaskan. Af því má ráða, að góðu vínin eru að meðaltali ekki nema örlítið dýrari en vondu vínin. 1. Wormser Liebfrauenstift Besta hvítvínið og hið eina, sem fékk níu í einkunn, var WORMSER LIEB- FRAUENSTIFT KIRCHENSTÚCK, Riesling Spátlese, af árgangi 1976. Það reyndist gullið og litdjúpt vín með framúrskarandi Riesling-ilman og meðalsætu bragði, er framlengdist. Vínið var of sætt til að vera hentugt matarvín og of gott til að láta borðhald trufla það. Verðið er 2.800 krónur, sem er í hærri kantinum. 2. Riesling Kabinett Næst í röðinni með átta í einkunn var RIESLING KABINETT, Bernkasteler Schlossberg, af árgangi 1975. Það reyndist dæmigert Móselvín, fölgult og jafnvel grænleitt með aðlaðandi Riesling-ilman og meðalþurru bragði, sem var í góðu jafnvægi. Verðið var 2.200 krónur og voru þetta því bestu hvítvínskaup í Ríkinu, meðan vínið fékkst Því miður seldist það upp skömmu eftir birtingu greinar Vikunnar um Móselvínin. 1 staðinn kom Riesling, Bernkasteler Schlossberg, af árgangi 1977. Nýja vínið hefur ekki gengið undir gæðapróf Vikunnar og getur raunar tæpast verið eins gott og fyrirrennarinn. Lesendur eru beðnir um að athuga vel, að einkunnagjöf Vikunnar gildir aðeins um hin prófuðu vín, en ekki um aðra árganga og aðra gæðaflokka vína með sama heiti. í Ríkinu verða oft fyrirvara- Iaus skipti á slíku. 3. Hochheimer Daubhaus Þriðja í röðinni, einnig með átta í einkunn, var HOCHHEIMER DAUBHAUS, Riesling Kabinett, af árgangi 1975. Þetta reyndist dæmigert Rheingauvín, gullið að lit, með hreinlegri Riesling-ilman og lítillega sætt á bragðið, tæplega eins heppilegt borðvín og framangreint vín var. Verðið er 2.300 krónur. 4. Kallstadter Kobnert Fjórða í röðinni og hið síðasta með átta í einkunn var KALLSTADTER KOBNERT, Morio Muskat Kabinett, af árgangi 1976. Það reyndist hafa aðlaðandi og sérkennilega ilman, sem endurspeglaðist í skemmtilegu krydd- bragði, meðalþurru. Verðið er 2.300 krónur. Öll þessi fjögur vín eru þýsk. Hið efsta er frá Rheinhessen, annað frá Mosel, þriðja frá Rheingau og hið fjórða frá Pfalz. 5. Auxerrois Fimmta í röðinni var vín frá Lusembourg með sjö í einkunn, AUXERROIS, Ehnen Bromelt, af árgangi 1975. Það var gott vín með öll einkenni Móselvína, þótt vínberið sé ekki hið sama. Verðið er 1.850 krónur, hið lægsta af þessum tólf vínum. 6. Riesling (lux) Sjötta 1 röðinni, einnig með sjö í einkunn, var annað vín frá Luxem- bourg, RIESLING, Domaine de l’Etat de Dreiborn, af árgangi 1975, mjög svipað vín og fimmta vínið í röðinni. Bæði þessi vin voru í þurrara lagi og henta því vel sem borðvín. Verð þessa víns er 2.000 krónur flaskan. 7. Riidesheimer Burgweg Sjöunda vínið var aftur þýskt, frá Rheingau. Það fékk einnig sjö í einkunn. Það var RODESHEIMER BURGWEG, Riesling, af árgangi 1977. Inæstu Viku: Portúgölsk rauðvín Það reyndist einfait og heiðarlegt vín, meðalþurrt og örlítið súrt. Verðið er 2.300 krónur. 8. Chablis Áttunda vínið var franskt Búrgundar- vín, einnig með sjö í einkunn. Það var CHABLIS, af árgangi 1977, mjög þurrt sjávarréttavín með aðlaðandi ilman. Verðið er 2.500 krónur flaskan. 9. Blue Nun (Bernkastel) Niunda vinið í röðinni var svo enn eitt þýska vínið, Móselvínið BLUE NUN, Bereich Bernkastel, af árgangi 1977, líka með sjö 1 einkunn. Þetta vin var óvenju glært, jafnvel af Móselvíni að vera, hafði góðan ilm og var fremur sætt. Því má ekki rugla saman við Blue Nun Liebfraumilch, sem fékk mun lægri einkunn. Verðið er 2.000 krónur flaskan. 10. Edelfráulein Tiunda vínið var austurrískt, KREMSER EDELFRÁULEIN, Muskat Ottonel, af árgangi 1976. Þar endurspeglaðist sérkennilegt vínber í góðu kryddbragði, hvorki þurru né sætu. Einkunnin var sjö og verðið 2.050 krónur. 11. Sylvaner & Miiller Thurgau Ellefta vínið í röðinni, einnig með sjö í einkunn, var eitt af þýsku vín- unum, 1 þetta sinn frá Pfalz. Það var SYLVANER & MOLLER THURGAU, Kirrweiler Römerberg, af árgangi 1973. Það hafði daufan lit, en bæði ilman og bragð endurspegluðu Sylvaner og Múller Thurgau vínberja- blönduna og minntu á kerfil. Ákveðið og sérkennilegt vín, sem líklega er ekki við allra hæfi. Verðið er 2.200 krónur. 12. Griiner Veltliner Tólfta og síðasta vínið með sjö í einkunn var austurrískt, KREMSER GRONER VELTLINER, af árgangi 1976, meðalþurrt vín með hreinlegri ilman. Verðið er hvorki meira né minna en 3.200 krónur, það er að segja allt of hátt. Þótt vínið sé gott, eru ekki góð kaup í því. Skipta þarf um hin Að lokum er tilhlýðilegt að geta ódýr- asta hvítvínsins í Ríkinu. Það er MISKET frá Búlgaríu, sem kostar ekki nema 1.450 krónur flaskan. Ekki reyndist það gott vín, fékk aðeins fjóra 1 24 Vikan 12. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.