Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 17
A KROSSGÖTUM „Þakka þér fyrir. Sé þig seinna, Florence!” Hún snerist ákveðin á hæli eins og hún vissi hvert hún ætlaði og sá þá að dymar að einum æfingasalnum voru opnar. Hún raulaði lágt með píanó- inu og sá sjálfa sig sem snöggvast í spegli rétt áður en einn af dönsurunum lokaði hurðinni. Hún hélt áfram að raula og skálmaði fram hjá mæðrunum, sem voru ekkert öðruvísi en mæðurnar í Oklahoma. Ekkert betri heldur. Útidyrn- ar opnuðust og Sevilla birtist í síðum, gegnsæjum sumarkjól. „Sevilla, halló!” Sevilla hætti að totta sígarettumunn- stykkið og reyndi að átta sig á hver Deedee væri. Var hún aðdáandi eða ein af mæðrunum? „Ó, halló elskan." Þannig var hægt að heilsa hverjum sem vari Ameríku. Deedee ýtti upp hurðinni og flýtti sér niður stigann, eldrauð í framan. Úti á Broadway var eins heitt og i Oklahoma en ekki eins rakt. Hún fann að svitadroparnir láku niður eftir bakinu á henni þegar hún gekk hægt í átt að Lincoln Center. Hún gekk yfir opið en andvaralaust torgið og fram hjá vegg- spjöldunum fyrir framan þjóðleikhúsið: AMERICAN BALLET — SÝNING- AR FRAM TIL 4. SEPTEMBER. Þegar hún kom inn um hliðarinn- ganginn varð loftið svalt. Hún spurði eftir Adelaide — hverju skipti það; og síðan eftir Michael. Tveir fölir, ungir dansarar komu inn úr sólinni og gengu niður ganginn í átt að lyftunni, gangur þeirra minnti helst á gæsir. Hún gekk ennþá svona sjálf. Hún hefði getað gengið beint að lyftunni án þess að spyrja fyrst eftir einhverjum. Hún þurrkaði andlit sitt með rökum vasa- klútnum. Öryggisvörðurinn, sem sat bak við skrifborðið, gaf sér góðan tima. „Hann er á æfingu,” sagði hann loks. Örar heimsóknir hennar voru farnar að ergja hann. „Viltu ná tali af einhverjum öðrum?” Siðan bætti hann við, reiður sjálfum sér fyrir að hann skyldi láta hana ergja sig: „Ég hef ekkert betra við tímann að gera.” „Við erum þá tvö um það. Má bjóða þér upp á drykk?” Hún staulaðist aftur út í hitann, stóð efst í tröppunum sem lágu niður að hliðarinnganginum og reyndi að ákveða hvernig hún ætti að láta daginn líða. Allt sitt líf hafði hún unnið utan heimilisins og samt sinnt húsmóður- og móðurhlutverkinu bæði fljótt og vel með aðstoð Wayne og seinna Janinu. Hún kunni ekki að mæla sér mót við aðrar konur til hádegisverðar eða að eyða tímanum í búðaráp fremur en hún gat slórað yfir húsverkunum. Hún var búin að taka til í sinum hluta af ibúð Ðahkarovu, búin að þvo og strauja, búin að kaupa í matinn og kvöldverðurinn gat verið tilbúinn á borðinu hálftíma eftir að Emilía kæmi heim. Og hvað svo? Hún gat farið á safn eða einhverja sýn- ingu eða þá i kvikmyndahús. Hún hafði oft nöldrað yfir því hvað það voru fá söfn í Oklahoma en i sannleika sagt var hún samt ekki hrifin af söfnum. Og henni fannst andstyggilegt að fara alein í kvikmyndahús. Hún hataði að þurfa að fara eitthvað alein. Hingað til hafði hún aldrei þurft þess. Hún naut þess að vera i margmenni og þess vegna hafði hún hlakkað til að koma til New York. En allir, sem hún þekkti í New York, voru önnum kafnir. 1 New York voru allir i tímaþröng. Michael var upptekinn á æfingu enda þótt hann væri reyndar ekki að æfa sjálfur. Fámennur hópur dansara, og þar á meðal var Emilía, hamaðist sveittur við að æfa nýjasta verk Arnolds. Ballettinn var nýstárlegur og frumlegur en kannski helst til um of miðað við að vera einhvers konar bylt- ing. En Arnold var lika ungur og fullur af nýjum hugmyndum. Eins og sjálfsagt allir fyrirrennarar hans var hann ákveðinn í að vera öðruvísi en aðrir. Hann sat og horfði á dansarana eins og árvakur gammur, teinréttur og með samanbitnar varir, og sló taktinn. Michael gat vel skilið þá spennu sem hlaut að búa innra með honum en hann lét sjálfur aldrei á henni bera þegar hann var að æfa sina balletta því það gerði dansarana einungis ennþá taugaóstyrk- ari. Hann brosti til Peters sem vissi hvað hann var að hugsa og kom við hann rétt sem snöggvast. Michael sneri sér við til þess að athuga hvort nokkur svipbrigði sæjust á Emmu því það var fyrir hana sem verið var að sýna ballettinn. Það var eftir hennar samþykki sem verið var að leita. Emma var í Ijósleitum ballettbol og chiffonpilsi. Hún stóð sem steinrunnin og hafði ekki augun af Emilíu sem höfð var í hlutverki því er Arnold ætlaði Emmu að öllum líkindum. Stúlkan var svo kornung að Michael leið ekki sem best. Arnold var slyngur náungi og gerði aldrei neitt nema að yfirlögðu ráði. Var hann að sýna Michael að Emma væri of gömul fyrir ballettinn? Að ballettinn væri það góður að hægt væri að færa hann upp án hennar, að hann þyrfti hennar ekki með? Allt í einu klappaði Arnold saman lóf- unum, það var einna helst eins og hann væri Napoleon að stjórna hersveit sinni. „Lengra er ég ekki kominn,” sagði hann. „Ákaflega athyglisvert." Orðin hljóm- uðu tvírætt. „Þakka þér fyrir, Emilia.” Hlýjan í rödd hennar var nú aftur á móti augljós. í herberginu ríkti óeðlileg þögn. Howard, sem verið hafði undirleikari Emmu i fimmtán ár, þrýsti rökum lófun- um fast að lærunum. Löðursveittum dönsurunum leið illa, þeir fóru hjá sér. Þeir voru eins og Emilía heilli kynslóð yngri en Emma, auk þess sem hlutverk það sem henni var ætlað var hreint ekki svo stórt. Að minnsta kosti ekki ennþá enda þótt það gæti talist þungamiðja ballettsins. Peter kveikti í sígarettu en Michael tók hana af honum og reykti hana sjálfur. Emilía, sem hingað til hafði álitið að hún væri staðgengill Carolyn eða einhverrar annarrar smástjörnu, fann nú alveg nýja tilfinningu brjótast uppá yfirborðið: reiði. Hún vargagntek- in reiði við Arnold Emmu vegna. „Viltu að ég sýni þér sólódansinn þinn?” spurði hann Emmu. „Endilega." Hún henti frá sér peys- unni sinni og fór á eftir honum út á gólfið. Um leið og hann kallaði upp spor- in dansaði hún þau. Tvisvar sinnum tókst henni að fullkomna fyrirskipaða hreyfingu, hreyfingu sem hæfði henni fullkomlega og sem sýndi að hún var enn Emma. Það voru ekki margar slíkar. „Passé, Chassé, saut de basque.” Það var greinilegt af raddblæ Arnolds að hann var feginn þegar sporin voru auð- veld. Hann brosti uppörvandi. „Og tvöfaldan snúning." Emma hefði sennilega helst viljað segja: eins og venjulega. „Þú mátt hafa hann einfaldan." En sú náð. „Ég get alveg eins haft hann tvöfald- an,” svaraði hún til baka. Þó það myndi drepa þig þá myndirðu lika gera það, hugsaði Michael. Hann fann taugar sínar þenjast um leið og Arnold fyrirskipaði flóknari spor. „Vinstri handleggur beint út til hliðar og í kyrrstöðu tvo takta.” „Hvernig viltu að ég hafi höfuðið?" „Niðurog til hliðar." Emma vissi að hann ætlaðist til þess að hún sneri höfðinu til hægri og hallaði því fram. í staðinn sneri hún sér til vinstri og starði beint undir vinstri hand- ókeypis þjomista Dagblaðsins Viljir þú selja bílinn þinn þá auglýstu hann hér í smáauglýsingum Dagblaðsins fyrir venjulegt gjald. Um leið færó þú öll nauðsynleg eyðublöð viðvíkjandi sölunni (þ.á.m. afsalseyðublað) af- hent ókeypis í afgreiðslu Dagblaðsins að Þver- holti 2. Þar færð þú einnig skriflegar leiðbeiningar um hvers gæta þarf við frágang sölugagna. Smáauglýsingar mmAÐsms Bílaviðskipti 3 Þverholti 2 sfmi 2 7022 12. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.