Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 46
GLA UMGOSINN að segja að þó unga herramanninum væri hún velkomin væri hún raunar gjöf til frænku sinnar sem byggi i Bristol. Hún sagði einnig frá að hún væri að fara til borgarinnar til þess að hitta næst- elstu dóttur systur sinnar, sem kæmi með vagninum frá London til þess að vinna sem þjónustustúlka I George. Samtalið hélt áfram i þessum létta dúr og ferðin leið þægilega. Frú Hopkins fræddi Pen svo vandlega á hinum ýmsu raunum og örlögum, sem hver einasti meðlimur fjölskyldu hennar hafði orðið fyrir, að þegar vagninn stansaði fyrir utan krá I miðri Bristol fannst Pen að það væri fátt sem hún vissi ekki um ættingja frúarinnar. Vagninn átti ekki að koma til Bristol fyrr en klukkan níu og um leið legði vagn af stað til London frá kránni. Frú Hopkins fór að heimsækja frænku sína, og Pen, eftir að hafa keypt sér far með áætlunarvagninum og komið föggum sínum i geymslu á kránni, lagði af stað til þess aðeyða síðustu skildingunum i vistir til ferðarinnar. Göturnar voru auðar á þessum tima sólarhrings og sumar búðirnar voru ekki enn búnar að taka niður hlerana. En þegar hún hafði gengið um i nokkrar mínútur og virt fyrir sér með áhuga þær breytingar, sem orðið höfðu á fimm árum, fann Pen bakarí sem var opið. Ilnturinn af nýbökuðum kökum gerði hana svanga, hún fór inn i búðina og valdi vandlega úr því bakkelsi, sem á boðstólum var. Er hún kom út úr búðinni var ennþá hálftími þar til vagninn færi af stað og hún reikaði inn á markaðstorg. Hér var mikið af fólki, sem var önnum kafið iviðskiptum dagsins. Pen kom auga á frú Hopkins þar sem hún var að prútta við sölumann um verð á bómullardúk, en þar sem hana langaði ekki að heyra meira um fjölskyldu frú Hopkins. þá forðaðist hún hana og lést hafa áhuga á búð úrsmiðsins. Svo upptekin var hún að forðast móðurleg augu frú Hopkins að hún varð alls ekki vör við að fylgst var vandlega með henni af þrekvöxnum manni i ullarfrakka og með barðastóran hatt. Eftir að hafa horft stift á hana nokkra stund gekk hann til hennar, lagði þunga hönd á öxl hennar og sagði djúpri röddu: „Ég náði yður.” Pen stökk upp og leit hræðslulega i kringum sig. Röddin virtist kunnug; sér til skelfingar horfði hún framan I lög- reglumanninn, sem hafði náð Jimmy Yarde I kránni nálægt Wroxham. „Ó," sagði hún hljóðlega. „Ó! Eruð þér ekki maðurinn sem ég hitti um dag- inn? Góðan — góðan daginn. Fagur morgunn ekki — ekki satt?” „Einmitt það ungi herra,” sagði lög- reglumaðurinn dimmraddaður. „Góður verkmaður eruð þér, það er satt. Mig hefur langað til þess að hitta yður aftur. Ah, og þegar Nat Gudgeon vill hitta einhvern aftur, þá gerir hann það, það er líka satt. Komið með mér.” „Já. en ég hef ekki gert neitt rangt. Svo sannarlega ekki,” sagði Pen. „Ef svo er, þá hafið þér enga ástæðu til þess að vera hræddir við mig,” sagði hr. Gudgeon, með því sem virtist vera fjandsamlegt glott. „En ég hef verið að hugsa um það ungi herra, hvað þér og þessi fíni herramaður sem var með yður fóruð ansi fljótt frá kránni. Svo maður gæti haldið að þér hefðuð fengið einhverja andúð á mér.” „Nei, nei, alls ekki! En við þurftum ekki að vera lengur og við vorum þegar orðnir of seinir." „Jæja,” sagði hr. Gudgeon og skipti um tak svo hann hélt nú þétt um hand- legg hennar fyrir ofan olnboga. „Mig langar til þess að yfirheyra yður nánar ungi herra. Gerið nú ekki þau mistök að reyna að sleppa frá mér því það verður yður ekki hollt. Kannski hafið þér aldrei heyrt minnst á náunga að nafni Yarde; eins hafið þér kannski aldrei séð demanta ef þér sæjuð þá. Ef ég fengi krónu fyrir alla þá ungu gaura, sem ég hef hirt upp — ah, og stungið inn bak við lás og slá! — þá væri ég ríkur ntaður núna. Kontið nú og reynið ekki að leika á mig, þvi ég hef það á til- finningunni að þér vitið mun meira um tiltekna demanta en þér viljið láta uppi.” Núna hafði þó nokkuð af fólki tekið eftir þessu og smá hópur hafði safnast saman. Pen leit flóttalega I kringum sig. Hún sá skelfingu lostið andlit frú Hopkins, en enga undankomuleið svo að hún gafst upp. Hr. Gudgeon ætlaði auðsjáanlega að þramma með hana i fangelsið eða einhvern stað til varðhalds, þar sem kyn hennar kæmist upp, hélt hún, Einnig stækkaði mann- þröngin og margar raddir heimtuðu að fá að vita hvað ungi herramaðurinn hefði gert af sér. Einn fróður maður út- skýrði það fyrir nærstöddum að þetta væri einn af lögreglumönnunum frá London. Pen komst að þeirri niðurstöðu að ekkert myndi hjálpa henni nema heiðarleiki. Að því er virtist þá gerði hún enga tilraun til þess að losna frá lög- reglumanninum, en sagði eins rólegri röddu og henni var unnt. „Sannarlega hef ég ekkert á móti því að koma með yður. Reyndar veit ég það sem yður vantar og ég held að ég geti gefið yður mikilvægar upplýsingar." Hr. Gudgeon sem ekki var vanur að finna fyrir samvinnuvilja, mýktist ekki hið minnsta við þessa ræðu. Hann sagði hneykslaður: „Tarna var gruggugt! Já, þér eruð skæður svo ungur sem þér er- uð. Ungi þrjótur, móðurmjólkin ekki ennþá þornuð á vörum yðar! Komið nú og engin brögð.” Hluti mannfjöldans virtist ætla að fylgja þeim, en hr. Gudgeon ávarpaði fólkið slíkri ógnarröddu að það dreifði sér i flýti og skildi hann einan eftir til þess að fara með fanga sinn. „Þér eruð að gera mikil mistök,” sagði Pen við lögreglumanninn. „Þér eruð að leita að Brandon demöntunum, ekki satt? Ég veit um þá, reyndar vill hr. Brandon að þér hættið að leita þeirra.” „Einmitt!” sagði hr. Gudgeon djúpri röddu. „Er það já? Fjárinn ef ég hef nokkurn tima hitt annan eins bragðaref." „Ég vildi að þér hlustuðuð á mig. Ég veit hver er með demantana og það sem meira er, hann myrti hinn hr. Brandon til þess að ná þeim.” Hr. Gudgeon hristi höfuðið, orðlaus af undrun. „Ég segi yður það satt,” sagði Pen í örvæntingu. „Hann heitir Trimble og hann var í samsæri við Jimmy Yarde um að stela meninu. En það brást og meninu var skilað til herra Beverly Brandon. Siðan myrti kafteinn Trimble hann og hljóp á brott með demantana. Og nú er hr. Cedric Brandon að leita yðar hátt og lágt. Ef þér vilduð aðeins fara til Oueen Charlton þá munuð þér hitta hann þar og hann mun segja yður að ég hef sagt satt!" „Ég hef n.ú aldrei heyrt annað eins,” sagði hr. Gudgeon undrandi. „Þér eruð' þrjóskur piltur, það er alveg satt. Og hvað kemur til að þér vitið svo mikið um gimsteinana, ef ég má gerast svo djarfur að spyrja?” „Ég þekki hr. Brandon vel,” svaraði Pen. „Báða hr. Brandon. Og ég var I Queen Charlton þegar morðið var fram- ið. Hr. Philips, dómarinn, veit allt um mig. Égfullvissa yðurumþað.” Hr. Gudgeon brá eilitið við þessa fullyrðingu og sagði ögn bliðlegar: „Ég segi ekki að ég trúi yður ekki, né heldur segi ég að ég trúi yður, en þetta er óneitanlega einkennileg saga sem þér segið ungi maður, og það er staðreynd.” „Já, ég trúi vel að yður finnist það,” samsinnti Pen. Hún fann að tak hans á handlegg hennar linaðist svo hún ákvað að gripa tækifærið. „Yður væri best að koma með mér til Queen Charlton, undir eins, þvi hr. Brandon vill hitta yður og ég býst við að herra Philips þægi glaður hjálp yðar við að leita að kaftein Trimble." Hr. Gudgeon gaf henni hornauga. „Annaðhvort hef ég gert mistök,” sagði hann hægt, „eða þér eruð mesti bragðarefur sem ég hef hitt. Kannski ég fari á þennan stað sem þér talið um og þér munið biða mín meðan ég er I burtu á stað þar sem þér gerið engum mein.” Þau komu á stórt torg þar sem götur lágu I allar áttir. Pen, sem hafði alls ekki ætlað sér að fara aftur til Queen Charl- ton eða láta loka sig inni i dýflissu Bristolborgar, tók nú þá ákvörðun þar sem tak hr. Gudgeons hafði losnað frekar, að freista þess að sleppa. Hún sagði léttilega: „Eins og yður þóknast en ég vara yður við, hr. Brandon verður mjög reiður af hann fréttir að þér hafið skaðað mig. Auðvitað vil ég ekki — Ó, sjáið. sjáið! Fljótt!" Þau voru nú við eina af hliðargöt- unum og hróp Pen fengu lögreglumann- inn til þess að snarstansa. Hún tók um handlegg hans með lausu hendinni og hrópaði: „Þarna, hann er að beygja inn i götuna! Það var hann! Kafteinn Trimble! Hann hlýtur að hafa séð mig því hann hljóp strax af stað. Ó, flýtið yður.” 46 Vlkan IX. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.