Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 34
Peningar og framliðnir ættíngjar Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Sá fyrri er svona: Mér fannst ég vera stödd á stað þar sem ég ætlaði að fara í sólbað með systur minni og frænku. Síðan finnst mér þær fara og ég er ein eftir. Þá finnst mér ég allt í einu vera stödd við stóran moldarhaug. í haugnum finnst mér ég sjá glitta í peninga, sem ég tók upp og fór að skoða betur. Þá fannst mér þetta vera tveir tíukróna peningar og þrír krónupeningar, allir jafnstórir Á báðum tíukróna peningunum var mynd aftan á af alþingishúsinu og eitthvert ártal (mig minnir 1930) og á tveim krónupeningunum var sama bakhlið. Svo skoðaði ég þriðja krónu- peninginn og var hann þá slípaður að aftan, engin mynd eða ártal eins og á hinum fjórum. Mér fannst ég verða mjög ánægð og hugsa með mér að þetta séu nú safnpeningar og mjög verðmætir og á peninginn, sem ekkert var aftan á, ætlaði ég að láta grafa nafnið mitt og nota sem hálsmen. Seinni draumurinn er svona: Mér fannst ég vera á leið upp á sjúkrahús þar sem ég vann eitt sinn og með mér er frændi minn sem heitir A, og hélt hann um axlirnar á mér, mjög vinalega. Þegar ég er komin upp á sjúkrahús mæti ég tveim stúlkum og spyr þær hvort ég eigi að vinna þessa helgi. Þær héldu ekki, svo ég hélt áfram upp á aðra hæð. En þegar ég kom þar fannst mér afi minn vera kominn með mér og œtluðum við að fara í heimsókn til ömmu minnar, sem var á næstu hœð. Þegar þangað kom komum við inn í stóra stofu. Fannst mér vera þar mörg andlit, sem ég þekkti, og voru þar þegar ég vann á staðnum en þau eru nú látin. í rúmi innst í herberginu var svo amma mín og gengum við til hennar. Afi minn heilsar henni og síðan ég. Hún var í rósóttum kjól og ég hlúði að henni og breiddi ofan á hana. Þá fannst mér afi minn vera komin til fóta I rúmið og sat þar. Ég tók stól og settist hjá þeim en þá kom kona, sem var þarna inni, og spurði mig af hverju við tækjum hana (ömmu) ekki heim. Mér fannst þá að ég svaraði að það væri ekki hœgt því ég væri að vinna allan daginn og af ásamt öllum í fjölskyldunni væri við vinnu. Við þetta vaknaði ég, en fannst Mig dreymdi skrýtið að ég sá þessa ömmu mína svo Ijóslifandi fyrir mér, en hún dó árið 1963. Með þökk og von um ráðningu. Draumalína Fyrri draumurinn er þér fyrir vandræðum og jafnvel óvæntum auknum útgjöldum. Sá siðari er þér fyrir bættri stöðu á einhvern máta, sem myndi gleðja afa þinn og ömmu, og jafnvel að þau hafi á einhvern máta stuðlað að þessu í lifanda lífi. Líklega boðar hann einnig að amma þín eða jafnvel bæði hafi þarna reynt að vitja nafns, eins og sagt var hér áður, og hafi þau þá einhvern ákveðinn í fjölskyldunni í huga. Að morgni giftíngardags Kæri draumráðandi! Fyrir nokkru dreymdi mig draum, sem hefur orðið mér hugstæður. Mig dreymdi að ég færi á fætur að morgni giftingardags míns. Tilvonandi eiginmaður minn var bróðir bestu vinkonu minnar. Hann sá ég aldrei í draumnum. Ég gerði ráð fyrir að leggja af stað íferðalag eftir litla stund og var eftirvæntingarfull. Ég leit í spegil þegar ég var fullklœdd og sá að ég var í brúnni kápu. Mér fannst hún fremur Ijót. Þessu næst gekk ég út úr herberginu. Þar hafði verið frekar dimmt, en nú kom ég inn í bjarta stofu. Þá fann ég að ég var ein í húsinu. Ég leit út um glugga og sá nokkra bíla þjóta framhjá. Einn þeirra var hvítur og bleikur. Litlu síðar kom áðurnefnd vinkona heim. Hún virtist vera að flýta sér mjög og spurði hvort ég gœti ekki búið um rúmið á meðan hún skipti um föt. Mér fannst óþarfi að gera það á sjálfan brúðkaupsdaginn minn. Stuttu seinna fannst mér ég vera í sömu stofu og áður og gestir fóru að streyma inn, þótt engin vígsla hefði farið fram. Til mín komu vinkonur mínar og kunningjastúlkur. Þær gáfu mér sitt nistið eða hálsmenið hver og ég kyssti þær allar á kinnina fyrir. Ég var mjög ánægð. Sum nistin voru úr gulli og önnur úr silfri og einhver gaf mér perlur. Mér til nokkurrar undrunar sá ég að sum voru ekki ekta og önnur vantaði keðju. Eitt fannst mér sérlega fallegt en það var lítil silfurplata með rauðum kóralli á. Þá kom til mín kona. Hún virtist vera í vondu skapi, rétti mér eitthvað, sem mérfannst vera hálfgert vírarusl og sagðist vona að ég væri hamingjusöm. Þá fann ég að ég var ekki fyllilega hamingjusöm. Maður hennar kom þá og gaf mér nisti og ég þakkaði virðulega fyrir. Síðasta nistið sem mér var gefð,fannst mér vera eins og hlaup. Ég spurði hvort þetta væri svampur, en stúlkan sagði að þetta væri ekki svampur. Eftir þessa gjafaafhendingu var vakin athygli mín á klukku, sem komið hafði verið fyrir í glugga- kistunni. Mér fannst hún vera sameiginleg gjöf stúlknanna til mín. 1 fyrstu var hún hálffalin bak við hvítt gluggatjald, en ein stúlknanna dró það frá. Mér fannst þetta falleg klukka. Ég horfðí á hana og velti hlaup- hálsmeninu milli fingra mér. Mér fannst stúlkurnar vera vinstra megin við mig og margar aftan við mig. Mér fannst hjónin, sem höfðu komið til mín vera hœgra megin og framan við mig, ásamt fleira fólki, sem ég sá ekki greinilega. Þessi draumur varð ekki lengri en ég bið þig að ráða hann. Mér þætti vænt um ef þú birtir aðeins fornafn mitt en ekki föðurnafn. Með fyrirfram þökk. Anna Flest táknin í þessum draumi eru slæmur fyrirboði og líklega munu veikindi og vinarmissir verða þér til mikillar sorgar. Þó eru þarna líka góð tákn, sem gefa i skyn að þótt margir séu aðeins vinir í orði en ekki á borði, reynist svo aðrir betur en þú þorðir að vona. Skyndilegar breytingar verða á lífi þínu og þú þarft að taka á honum stóra þínum í ákveðnu máli, sem ekki varð séð fyrir. 34 Vikan iz. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.