Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 35

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 35
Fimm mínútur með Z WILLY BREINHOLST FLÖSKUSKEYTI FRÁ EYJU í KYRRAHAFINU Þeim hafði skolað á land á kóraleyju, einhvers staðar í Kyrrahafinu. Þetta var ekki nein stærðar kóraleyja, heldur lítil eyja með fimm til sex pálma- trjám og fáeinum ávaxtatrjám. Þetta voru þrir karlmenn og ein stúlka. Mennirnir voru úr áhöfn S/S Golden Star. Þarna voru skipstjórinn, Tad O’Leary, sem var stórskorinn, skeggjaður íri, hollenskur loftskeytamaður, Jan van Hook, og matsveinninn McLaren, en hann var þekktur fyrir að vera heilmikið upp á kvenhöndina. Stúlkan var korn- ung fegurðardís frá Thahiti og hét Kokua. Hún hafði læðst um borð í Papeete, og enginn hafði orðið var við hana fyrr en skipið fórst. Þá fannst hún í einum björgunarbátanna. í raun og veru leið þetta skip- reika fólk enga neyð. Það lifði af ávöxtum þeim, sem fundust á eyjunni. McLaren reyndist dug- legur við fiskveiðar, og Kokua eldaði eins girnilega rétti úr honum og hægt var að búast við, þegar lystaukandi þætti eins og hrásalat og rauðan pipar skortir gjörsamlega. Á daginn lágu karlmennirnir og blunduðu undir pálmatrjánum. Á kvöldin skiptust þeir á að fara i göngu- ferðir um eyjuna með Kokuu. Hún var eins aðlaðandi í brúna strápilsinu sínu og með blóma- kransinn um hálsinn og nokkur Thahiti stúlka getur verið — og það segir hreint ekki svo lítið. Dag einn kallaði O’Leary skipstjóri menn sína til fundar við sig í litlum kofa, sem þeir höfðu byggt úr rekaviði og pálmablöðum. Hann stóð keng- boginn yfir sjókorti. — Þetta gengur ekki lengur, sagði hann alvarlegur í bragði. — Nú hefur mér tekist að finna svona nokkurn veginn, hvar við erum staddir. Okkur skortir bara tómar flöskur. Ef við hefðum þær, gætum við farið að senda flöskuskeyti. Næsta dag rak viskíkassa á land. Slíkt gerist næstum alltaf á eyðiey, þegar útlitið er sem svartast. Þetta var kannski ekki allra besta tegundin af skosku viskíi, en það mátti vel drekka það. Og það var aðalatriðið. Þeir komu sér saman um að tæma eina flösku á dag — og nota hana síðan undir flöskuskeyti. — Fyrr eða síðar rekur ein- hverja flöskuna á land, sagði O’Leary skipstjóri bjartsýnn og fékk sér vænan sopa i þeim tilgangi að tæma flöskuna. — Þangað til verðum við aðeins að sýna þolinmæði, veiða svolítið af fiski, fara í gönguferðir með henni Kokuu okkar og gera það besta úr öllu. Það er að minnsta kosti alltof snemmt að gefa upp alla von. Að vísu má vera, að ein- hverjar af flöskunum hafi að lokum náð landi. En flösku- pósturinn varð þó aldrei til bjargar skipsbrotsmönnunum. Því Kokua, sem var mjög ánægð með lífið á litlu kóraleynni, var alls ekki svo heimsk. í hvert skipti og karlmennirnir hentu flösku í hafið, notaði hún fyrsta tækifærið sem gafst til að synda út á eftir henni og ná henni. Hún tók tappann úr flöskunni og fiskaði upp miðann með hjálparbeiðninni. Síðan synti hún aftur í land og faldi miðann undir stórum steini á milli nokkurra þéttra runna. Smám saman tókst henni að safna næstum því hundrað miðum með sömu tilkynning- unni undir steininn sinn. Á hverjum degi gengu karlmennirnir til strandar og skyggndust ákafir um eftir skipi. En ekkert skip kom. — Það er alveg ótrúlegt, að ekkert flöskuskeytanna skuli bera árangur, sagði McLaren, daginn sem þeir hentu síðustu flöskunni í hafið. — Já, sagði van Hook. — Ég get varla þolað þetta lengur. — Reynið að vera kátir, félag- ar, sagði O’Leary skipstjóri. Sjálfur var hann þó langt frá því kátur. Kokuu tókst líka að næla í síðustu flöskuna. Hún náði miðanum úr henni og synti í land. Meðan karlmennirnir blunduðu undir pálmatrjánum Iyfti hún steininum upp og dró fram öll flöskuskeytin. Nú hafði hún lært nógu mikið í ensku til að stafa sig fram úr þeim. Allir miðarnir voru af sömu stærð, og skilaboðin hljóðuðu alltaf á sömu leið: — Hluta af áhöfn S/S Golden Star hefur rekið á land á kóraley á 18. gráðu suðlægrar breiddar, 155. gráðu austlægrar lengdar. Við erum þrír karlmenn og ein stúlka — sendið strax tvær stúlkur í viðbót. Endir 12. tbl. Vikan 3S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.