Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 63
Vandamál hinnar er það að hún er orðin ástfangin. Hingað til hefur hún alltaf haft mikinn árangur meðal stráka. Hún hefur haft mjöggaman af að daðra við þá, en núna er hún orðin alvarlega ástfangin. En henni til mikiliar sorgar fékk hún að vita það, að nýi sjarmörinn ætti fasta vinkonu. Þar sem þau eru í sömu hljóm- sveit, hittast þau oft. Og þá er hann alltaf svo almennilegur við hana, en ekkert meira. Hvernig getur hún sýnt honum að henni þyki vænt um hann? Ætli hann verði kannski öfund- sjúkur, ef hún færi að daðra við vin hans? Með kœrri þökk fyrir birtinguna (fyrirfram). Melónan og Peran Þið eruð á þeim aldri að Pósturinn óttast að þegar þetta bréf birtist verðið þið löngu búnar að gleyma þessum „hræðilegu vandræðum” og komnar með önnur vandamál, sem ykkur finnst þá stundina alveg hræðileg. Hvað þá fyrri snertir má hún bara þakka fyrir að geta þó ennþá roðnað á þessum síðustu og verstu tímum ..hm (tókuð þið Póstinn nokkuð alvarlega þarna) og hvort hún á að láta undan eða ekki fer að sjálfsögðu eftir því hver strákur- inn er, sem í hlut á. Varla getur hún farið að faðma og kyssa hvern sem er? Hvað hina stúlkuna snertir ætti hún að leyfa föstu vinkonunni að hafa félagann í friði. Það er ósiður að reyna að spilla annarra sambandi, enda nóg af strákum sem ekki eru á föstu. í þessu sem öðru gildir að reyna að valda ekki öðrum sorg og hún ætti bara að daðra við einhvern annan, án tillits til þess hvort hinn gæti orðið öfundsjúkur eða ekki. Á bak við eyrun Póstur góður. Mikið væri gott, ef þið gætuð komið því við, að hafa lausnarseðlana á lausu. Mér finnst eyðilegging á blaðinu að þurfa alltaf að klippa út úr því. En þar fyrir veit ég að það er ekki hlaupið að því að gera öllum til hœfis, en þið ættuð nú að hafa þetta bak við eyrun. Svona líkt og innstungu- blaðið með áskrifendaauglýs- ingunum var. Bestu kveðjur. Stella Við könnumst ekkert við það hér á ritstjórninni að hafa haft innstungublaðið með áskrifendaauglýsingunni á bak við eyrun. En tillagan um lausnarseðlana hefur verið margrædd og athuguð og enn hefur okkur ekki tekist að finna hentuga lausn, en ekki er öll nótt úti enn og því ekki að vita nema svo verði síðar. Ég gæti farið með Kela í göngutúr Kæri Póstur! Komdu sæll og blessaður, ég hef aldrei skrifað þér áður og vona að þú hjálpir mér í þetta fyrsta skipti. Ef til vill verður það líka það síðasta. En mig langar að biðja þig um að hjálpa mér, með því að segja mér, eða gefa mér upplýsingar um hann KELA, sem skrifaði þér í 7. tbl. 15. feb. Ég get stytt honum stundir með því að skrifa honum eða fara með honum í göngutúr og reyna að sjá til þess að hann kafni ekki í kolsýringseitrinu eða verði fyrir bíl. Ég ætla að gefa þér fullt nafn og heimilisfang og síma og vona að þú getir hjálpað mér (kannski honum um leið). Ég vil helst ekki að þú birtir bréfið, en ef þú gerir það, settu bara Solla undir. Með fyrirfram þökk. Solla PS. Mér finnst Vikan gott blað, ef það gleður þigi Vona að þú getir hjálpað mér að kynnast þessum einmana „sveitapilti". Mér sýnist á bréfinu hans, að við eigum mjög margt sameiginlegt (ég og hann). Æ, æ, nú fór í verra. Pósturinn finnur hvergi bréfið hans Kela, nafnið þitt geymir Pósturinn hins vegar vandlega. Því þarf Keli aðeins að hafa samband við Póstinn og þá getur hann (með þínu leyfi) fengið nafnið þitt og heimilisfangið. Og nú er bara að vona að Keli sjái Vikuna og láti heyra í sér. Rosa blíð í aukatfmum Hœ Póstur góður og Helga (ég vona að í þessu tilfelli sért þú ekki mjög svöng, því þetta er frekar mikilvægt bréfl. Sko, ég stunda nám við gagnfrœðaskóla. Ég hef yfirleitt verið mjög dugleg að krækja mér í stráka, en nú kemur verra til sögunnar. Ég er svo yfir mig hrifin af einum kennaranum í skólanum, að ég held að ég sé að deyja (þó að ég sé kannski einum of ung til að eltast við kennara, þá eru þetta bara örlög). Hann er frekar ungur og roðnar alltaf þegar við stelpurnar tölum við hann. Hann rœður ekkert við okkur. Hvað á ég að gera, sko mér gengur ágætlega í þeirri grein sem hann kennir. Ætti ég kannski að fara að vera lakari í tímum hjá honum, svo að ég þurfl að fara í aukatíma og vera rosa blíð við hann? Þú verður að ráðleggja mér eitthvað. Annars ferst ég úr ást (og það er ekkert grín). Ekki láta Helgu gleypa þetta og afsakaðu skriftina. Frk. kennaravandamál Satt að segja virðist þú alls ekki þurfa nokkuð á aðstoð Póstsins að halda. Þú hefur bæði mikið hugmyndaflug og áræði, svo varla er á bætandi. Að vísu hefur Pósturinn þá einkaskoðun að þú ættir að láta kennarana alveg í friði, kennarastarfið er nógu erfitt samt. Þar að auki er hann örugglega miklu eldri en þú heldur og giftur og að minnsta kosti fimm barna faðir. Óánægður með poppkornið Hæ. Ég er fastur áskrifandi að Vikunni og er í flesta staði ánægður með efni blaðsins. Hrifnastur hef ég verið af poppfrœðiritinu og harma það að sá þáttur skuli vera hættur í Vikunni. Ástœðan fyrir því að ég skrifa blaðinu er sú að ég vil lýsa óánægju minni yfir hinum nýja þœtti Vikunnar „popp- kornið ”. Ég er í alla staði mjög óánægður með þennan þátt og tel hann særa tónlistarsmekk þeirra lesenda Vikunnar, sem hlusta á raunverulega tónlist. Ég tel að Helgi Pétursson fari í þessum þætti út í algjöra smekkleysu. I þessum þætti er efnið 99% um diskótónlist eða diskógarg. Ég tel að hægt sé að gera þennan þátt miklu betri með því að birta fréttir af virki- legum tónlistarmönnum, en ekki alltaf þetta Gibba gibb og Boney M og því um líkt djöfulsins garg. Ég skora hér með á Helga Pétursson og Vikuna að sýna drengskap sinn í því að birta almennilegar poppfréttir, svo sem af: Al Di Miola, Pink Floyd, Mike Old- field, Peter Gabriel, Erank Zappa og öllum þeim, sem spila TÓNLIST, reglulega þróaða góða tónlist. Það er alveg nóg skrifað um fyrir- bærið diskó í öllum dagblöðum landsins svo að Vikan þarf ekki að vera að skrifa svo mikið um það. Látið diskóið sitja á hakanum og komið með fréttir af heil- brigðum tónlistarmönnum. 3871-7111 P.S. Afsakið allar stafsetningar villurnar. HMP Það eru ekki allir undir sólinni sammála um alla hluti, sem betur fer, enda væri þá lítið gaman að lifa. Poppfræðiritið hafði verið nokkuð lengi svo ýmsum þótti ástæða til að söðla um og fá annan þátt sem færi að einhverju leyti út í aðra sálma. Fyrir þá sem ekki voru nema poppfróðir í meðallagi reyndist poppfræðiritið of fræðilegt og nú er reynt að koma til móts við þann lesendahóp. Pcnnavimr Mrs. Lidiga Shpilko, 683000, Petropawlovsk — Kamchatskij A. B. Yas, no. 46. U.S.S.R. er 42ja ára og óskar eftir pennavinum. Hún hefur mikinn áhuga á póstkortasöfnun og skrifar á ensku, þýsku og rússnesku. 12. tbl. Vtkan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.