Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 11

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 11
I Daytop-MUibrook. Eftir það var lífið svo hræðilega gleði- snautt, það var eins og allir hötuðu alla. Nýi maðurinn átti líka börn, þau þoldu ekki mömmu, og hann þoldi ekki mig, og þannig hötuðumst við öll innbyrðis. Þegar ég var 12 ára strauk ég að heiman með 23 ára gömlum manni. Raunar hafði ég alltaf umgengist mér eldri félaga, því það veitti mér öryggiskennd. Sambýlismaður minn var í eiturlyfjum, og ég byrjaði strax á methadoni og endaði í heróíni. Ég var hræðilega óhamingjusöm allan tímann, og það kom að því, að ég sprautaði mig ekki lengur til að komast í vímu, heldur bara til að deyja. Ég tók of stóran skammt, og mér var ekki hugað líf. Eftir að lífi mínu hafði verið bjargað kom ég hingað að Daytop. Og mér finnst ég vera ný manneskja. Ég þekki sjálfa mig svo miklu betur, og hér finn ég það ástríki, sem ég hef alltaf þráð. Við höldum svo mörg, að við finnum ástina i vímu eiturlyfjanna. En í heimi eiturlyfja er engin ást til, og eitur- lyfjaneytendur eru aðeins fólk, sem er kalið á hjarta og biturt út í allt og alla. Sambýlismaður minn reyndi einu sinni að venja sig af eiturlyfjaneyslu, en það reyndist árangurslaust. Hann hélt sér reyndar frá henni í 6 mánuði, en byrjaði svo strax að sprauta sig með heróíni. Þess vegna veit ég, að ég má ekki hitta hann aftur, og mig langar heldur ekki til þess. Ég er svo ung og hlýt að geta borið eitthvað betra úr býtum i lífinu en þetta. Þegar ég útskrifast héðan langar mig mest af öllu að starfa með Daytop til að hjálpa fólki, sem hefur farið jafn illa með líf sitt og ég. Og svo langar mig til að læra sálarfræði. Daytop stofnunin sleppir ekki af okkur hendinni, þó við útskrifumst, og aðstoðar okkur við að halda áfram í skóla eða fá vinnu, ef við kjósum það heldur. Ég kvíði þess vegna engu. IX. tbl. Vikanll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.