Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 43
hefur þú farið að flytja Melissu ástar- söngva! Fjárinn. hvað varð um þig?" „Nú, ég fór heim,” sagði sir Richard blíðlega. „Já. en hvar kemur þessi unglingur inn i?" spurði Cedric og leit spyrjandi á Pen. „Við dyrnar hjá mér. Hann hafði komið til þess að hitta mig, skilurðu." „Nei fjárinn hafi það Ricky, þetta gengur ekki," mótmælti Cedric. „Ekki klukkan þrjú að nóttu, kæri vinur!" „Auðvitað ekki," greip Pen fram í. „Ég var búinn að biða eftir honum tim- unum saman.” „Við dymar?" „Það voru ástæður fyrir þvi að ég vildi ekki að þjónarnir vissu að ég væri i borginni." útskýrði Pen með falskri ein lægni. „Þvilikt og annað eins hef ég aldrei heyrt fyrr!" sagði Cedric. „Þetta er ekki þér likt, Ricky, þetta er ekki þér likt. Ég fór að hitta þig morguninn eftir og hitti Louisu og George þar, allt I óreiðu I hús- inu og ekki sála sem vissi hvert þú hefðir farið. Við sjálfan Júpíter og George hélt að þú hefðir drekkt þér!" „Drekkt mér! Hvi þá i ósköpunum?" „Melissa kæri vinur, Melissa,” sagði Cedric og hló. „Það hafði ekki verið sofið i rúminu — krumpað bindi í eld- stónni — gullin hár . . ." Hann hætti. sneri sér í áttina að Pen og starði á hana. „Guð minn almáttugur! Nú skil ég. Nú veit ég hvað ruglaði mig. Hárið! Það var af þér.” „Fjárinn!” sagði sir Richard. „Svo það hefur fundist?" „Einn gullinn lokkur undir sjali. George hélt því fram að það væri minja- gripur frá fyrri tíð. En fari það norður og niður. þetta gerir það ennþá einkenni- legra. Þú hefur ekki farið að hitta Ricky að nóttu til, til þess að fá hjá honum klippingu, drengur!" „Nei, en hann sagði að ég væri með alltof langt hár og að hann færi ekki neitt með mér svona útlitandi,” sagði Pen i örvæntingu. „Og honum likaði heldur ekki við bindið mitt. Þér vitið að hann vardrukkinn.” „Hann var ekki svo drukkinn." sagði Cedric. „Ég veit ekki hver þér eruð. en þér eruð ekki frændi Rickys. Reyndar held ég að þér séuð alls ekki drengur. Fjárinn, þér eruð fyrri tiðin hans Rickys. þaðeruð þér!" „Ég er það ekki," sagði Pen reiðilega. „Það er alveg satt að ég er ekki drengur, en ég hafði aldrei fyrr hitt Richard en bessa sömu nótt." „Aldrei hitt hann fyrr en þá nótt,” endurtók Cedric undrandi. „Nei, það var allt tilviljun, var það ekki Richard?” „Það er satt," samsinnti sir Richard, honum virtist skemmt. „Hún féll úr Slugga og beint i faðm minn, Ceddie.” „Hún féll út — gefðu mér meira búr- 8únd,” sagði Cedric. 13. kafli. Eftir að hafa fengið sér úr flöskunni andvarpaði Cedric og hristi höfuðið. „Gengur ekki, mér finnst þetta ennþá andskoti undarlegt. Kvenfólk fellur ekki út um glugga." „Nú, ég féll ekki beint út. Ég klifraði út vegna þess að ég var að flýja frá ætt- ingjum mínum.” „Mig hefur oft langað til þess að flýja frá minum, en mér hefur aldrei dottið í hug að klifra út um glugga.” „Auðvitað ekki,” sagði Pen með fyrir- litningu. „Þéreruð karlmaður." Cedric virtist óánægður. „Aðeins kvenfólk flýr út um glugga? Það er eitt- hvað athugavert við þetta." „Mér finnst þér vera mjög vitlaus. Ég flýði út um gluggann vegna þess að það var hættulegt að fara út um dyrnar. Og svo vildi til að Richard átti leið þar hjá I þann mund, sem betur fer því lökin voru ekki nógu löng svo ég varð að hoppa." „Eruð þér að segja mér að þér hafið klifrað niður eftir lökunum?” spurði Cedric. „Já auðvitað. Hvernig hefði ég átt að komast út öðruvísi?" „Ef þetta slær nú ekki allt út!" hróp- aði hann meðaðdáun. „Það var ekkert. Aðeins þegar Rich- ard uppgötvaði að ég væri ekki drengur fannst honum það ekki hæfa að ég færi þessa ferð ein mins liðs. svo hann fór með mig heim til sin. klippti hárið á mér betur að aftan, hnýtti fyrir mig bindið og — þess vegna funduð þér þessa hluti í bókasafninu hans!” Cedric gaut augunum til sir Richards. „Fjárinn ég vissi alltaf að þú hefðir lent i einhverju, en þetta datt mér ekki i hug." „Já,” sagði sir Richard, „Ég býst við að ég hafi verið hærra uppi en mig grun- aði." „Hátt uppi! Kæri, elsku vinur. þú hlýtur að hafa verið alveg út úr heimin- um. Og hvernig I ósköpununt komstu hingað? Eftir því sem ég man þá sagði George að allir þinir hestar væru I húsum sinum. Þú hefur aldrei ferðast í leiguvagni, Ricky." „Auðvitað ekki.” sagði sir Richard. „Við fórum með áætlunarvagninum." „Með — með . . .” Cedric var orðlaus. „Pen átti hugmyndina,” útskýrði sir Richard vingjarnlega. „Ég verð að viðurkenna að ég var ekki mjög hlynnt- ur þvi og tel enn að áætlunarvagninn sé hræðilegt farartæki. En þvi er ekki að neita, aðferð okkar var mjög ævintýra- leg. Að fara með skiptivagni hefði verið ntjög tilbreytingarlaust. Við ultum út i skurð: við — hér — kynntumst lítillega þjófi; við urðunt vör við þýfi í vörslum okkar; hjálpuðum til við flótta; og kom- umst að morði. Aldrei hafði mér dottið I 12. HLUTI hug að lifið gæti verið svona spenn andi." Cedric sent hafði starað á hann með opinn munninn fór nú að hlæja. „Guð ntinn góður, ég kcmst aldrei yfir þetta. Þú Ricky! Ó, Guð minn góður og þarna var Louisa reiðubúin að sverja að þú myndir ekki gera neitt sem ekki hæfði manni tiskunnar. George hélt að þú værir á árbotninum og Melissa var viss um það að þú hefðir farið að horfa á leik. Jeremias, hún verður brjáluð! Svikin, við Júppa! Hún móðgast, stygg- ist, reiðist og fer i fýlu." Hann þurrkaði sér aftur um augun með marglita vasa- klútnum. „Þú verður að kaupa fyrir mig búninginn núna, Ricky. Fjárinn. þú 1 skuldar mér hann. Var það ekki ég sem sagði þér að flýja?" „En hann fiúði ekki,” sagði Pen áköf. „Það var ég sem fiúði, ekki satt Richard?” „O jú. víst gerði ég það." sagði sir Richard og fékk sér i nefið. Það er margt skrýtið í kýrhausnum ... Sumt fólk borðar aldrei kjöt, — bara grœnmeti og baunir og verður grannt, fallegt og hraust Við vitum ekki hvað margar grœnmetisœtur fyrirfinnast i veröldinni, en i sárabætur birtum við hér lista yfir nokkrar heims- frægar jurtaætur. MARISA BERENSON, leikkona CANDICE BERGEN, leikkona MARTY FELDMAN, leikari GEORGE HARRISON, fyrrverandi bítill YEHUDI MENUH\ti, fiöluleikari CARLOS SANTANA, gítarleikari með meiru PETER SELLERS, leikari. ISAAC B. SINGER, nóbelsverð- launaha/i í bókmenntum 1978. GLORIA SWANSON, leikkona. TWIGGY, (það vita nú allir hverþað er). DENNIS WEAVER, leikari. Það eru ekki allar manneskjur svo lénsamar að vera með tvo fætur til að ganga é og tvær hendur til að vinna með. Sumir missa eitthvað af útlimum sinum fyrir slysni, og enn aðrir fæðast én þeirra. Svo eru líka þeir til sem í guðs gjöf hafa fengið of mikið af þessum annars svo égætu útiimum. Við segjum fré nokkrum slíkum hór é eftir. FRANK BENTENIA var fré Sikiley og fæddist með þrjé fæt- ur. Hann sé fyrir foreldrum sinum og fjórum systkinum með því að ferðast um með Ringling fjölleikahúsinu bandaríska og sýna é sér þriðja fótinn. Hann sagði við bandarískan blaða- mann ériö 1905: — Fyrir mér eru þetta aðeins viðskipti. Þið borgið fyrir að sjé é mér fótinn og i staðinn fæ ég að borða. Landi hans og nafni, Frank Lentini, var þó öllu skrýtnari. Hann hafði fæðst sem samvax- inn tvíburi, en þeir bræður voru þó ekki þroskaöri en það að þeir höfðu sama likamann. Fyrir bragðið var Frank með þrjé fót- leggi og 16 tær. Hann ferðaðist einnig um með fjölleikahópi, og sýningaratriði hans var i þvi fólgið að hann notaði þriðja fót sinn sem stól. Fólki þótt sú sjón peninganna virði. Hann fæddist 1889 é Sikiley, fluttist til Banda- rikjanna 9 éra að aldri, gifti sig þar og eignaðist 4 böm. ANNA BOLEYN er gott dæmi um að það þarf ekki að vera nein meirihéttar bækiun að vera með 6 fingur é vinstri hendi og þrjú brjóst, þvi þrétt fyrir það tókst henni að verða drottning. Hún grftist Henry VIII Bretakonungi, en hann varð æfur þegar henni tókst ekki að ala honum son (þau éttu einungis eina dóttur saman, Elisabetu 1). Honum tókst að fé hana hélshöggna fyrir framhjé- hald, en til vara sakaði hann hana um að vera nom og notaði þé fingurna 6 og þriðja brjóstið sem sönnunargagn. Þó er sagan af EDWARD MOR- DAKE affurðulogusL Hann var vel menntaður bæði í tónlist og klassiskum fræðum, en eins og margir aðrir hafði hann sinn djöful að draga. Á hnakka hans var nefnilega annað andlit, — sögusagnir segja að það hafi verið stúlkuandliL Þó þetta auka- andlit gæti hvorki borðað né talað, þé gat það hreyft augun, grátið og hlegið. Edward grétbað lækna að skera þetta andlit af hnakka sínum, jafnvel þó það kostaði hann lífið, en þeir þorðu ekki. Edward Mordake framdi sjélfsmorö aðeins 23 éra gamall. 12. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.