Vikan


Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 40

Vikan - 22.03.1979, Blaðsíða 40
Hiðfullkomna rán Vinkonurnar kinkuðu kolli sælar á svip, og Estrella fór fram til að hita meira kaffi. Það var áliðið, þegar Ingeborg kvaddi, því að það tekur langan tíma að klippa niður hundruð eftir hundruð af seðlum, sem þurfa að vera nákvæmlega jafnir að stærð. Næsta morgun kinkuðu konurnar íbyggnar kolli hvor til annarrar. Eins og venjulega voru þær með kaffibrúsa með sér, og jafnvel útibússtjórinn gerði sér að góðu að þiggja hjá þeim kanelbollur. Peningarnir streymdu inn, og þær búntuðu þá strax og færi gafst og létu hverfa ofan í tösku Ingeborgar. í staðinn settu þær pappírsbúntin með ekta seðli efst í hverju búnti. Dagurinn leið. Eftir því sem leið á daginn jókst spenningur kvennanna. — Hugsaðu þér bara, ef þeir koma ekki í dag, hvíslaði Inge- borg titrandi röddu. — Útibús- stjórinn er vanur að fletta búntunum, áður en við setjum peningana í skápinn. Hugsaðu þér .... Báðar konurnar voru skelfdar, og kaldur sviti spratt út um líkama þeirra. Tilhugsunin um að verða gripnar sem þjófar, eftir flekklausa þjónustu, var óbærileg. Þeim fannst útibús- stjórinn strax vera farinn að líta grunsemdaraugum til þeirra, og Estrella gerði nokkuð, sem aldrei hafði hent hana fyrr — hún skrifaði ranga dagsetningu í eina bankabókina. Báðar voru náfölar í framan, nú voru aðeins átta mínútur þar til lokað yrði, síðasti viðskipta- vinur dagsins var líklega einmitt að koma. — Ég vona sannarlega, að Sandén fari á snyrtinguna, áður en við lokum, hvíslaði Ingeborg angistarlegri en fyrr, við getum þá skipt aftur á búntunum. Estrella, sem þegar var búin að gefa upp vonina og vissi að Sandén fór næstum aldrei fram á snyrtingu, hvíslaði til baka: — Hvað heldur þú að við fáum mörg ár? Kannski verðum við að sitja mörg ár í fangelsi. Ætli sé sjónvarp í kvenna- fangelsinu? — Uss, hvíslaði Ingeborg. Hún hneigði höfuðið í átt til útibússtjórans, sem var staðinn á fætur og gaf í skyn með löng- um geispa, að vinnudegi væri nú senn að ljúka. Hann fylgdi síðasta viðskiptavininum til dyra, og síðan myndi hann fara að setja seðlana i skápinn. 4* Vlkan XX. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.