Vikan


Vikan - 10.05.1979, Síða 11

Vikan - 10.05.1979, Síða 11
Fimiti mínútur með WILLY BREINHOLST LÖGREGLUSTJÓRINN TEKUR TIL SINNA RÁÐA Þýfl.: Jóhanna Þráinsdóttir Enn einu sinni hafði verið gerð bylting í litla, róstusama suðurameríska lýðveldinu Equaraguay. Öll erlend sendiráð í landinu fengu boð um að taka þátt í kvöldverði í stjórnar- höllinni, þar sem nýi einræðis- herrann, José Gonzalo y Quintanilla, ætlaði að kynna hina nýju ríkisstjórn sína. William Henderson, sem nýlega hafði tekið við stöðu sendiráðsfulltrúa í breska sendi- ráðinu bjó sig til veislunnar. Þar sem hann var nýr í starfi, skorti mikið á að hann væri kunnugur suðuramerískum veislusiðum. — Þér ættuð að skilja þetta eftir heima, sagði þjónninn hans, James Parker, þegar hann sá húsbónda sinn stinga gull- úrinu sínu í vasann. Parker hafði þjónað starfsmönnum þessa sendiráðs um árabil, og var því öllum hnútum kunnugur. — Því skyldi ég skilja það eftir? — Vegna þess að þér kynnuð að glata því á meðan á borðhaldi stendur, herra. Þessir þeldökku skitugu þrjótar svífast einskis. Herra Henderson horfði ásakandi á þjón sinn. — Hjálpi mér, sagði hann hneykslaður. — Hvernig dirfist þér að tala svona um hina löglegu rikisstjórn landsins, James? — Well, Sir, sagði James og hneigði sig. — Ég ætlaði bara að vara yður við. En herra Henderson lét viðvörunina sem vind um eyrun þjóta. Hann lét aka fram bifreið sinni og hélt til veisl- unnar. Kvöldverðurinn í stjórnarhöllinni tók tvo tima, og á eftir söfnuðust boðsgestir saman í hópum í setustofunum. Henderson varð brátt miðpunkt- urinn í hópi þeldökkra meðlima hinnar nýju ríkisstjórnar og eiginkvenna þeirra, og hann skemmti þeim með sögum frá þvi er hann starfaði fyrir bresku leyniþjónustuna i stríðinu. — Satt að segja voru það upplýsingar frá mér, sem oftar en einu sinni björguðu lífi forsætisráðherrans. í þakklætis- skyni gaf hann mér þetta áletraða vindlingaveski úr skíra gulli. Herra Henderson leyfði konunum að dást að vindlinga- veskinu, en síðan gekk það á milli hinna háttsettu manna, frá innanríkisráðherra til hermála- ráðherra, frá utanrikisráðherra til einhvers annars . . . og herra Henderson missti sjónar á því. Hann var þó handviss um, að hann fengi það einhvern tima aftur áður en veislu lyki, þegar allir hefðu augum barið hina virðulegu áletrun frá breska forsætisráðherranum á lokinu. En kvöldið leið, og ekki fékk hann vindlingaveskið til baka. Henderson varð dálítið kvíðinn. Kannski hefði hann átt að taka aðvörun þjóns síns alvarlega? Hann velti því fyrir sér, hvernig hann gæti á kurteislegan hátt vakið athygli gestanna á þessu óhappi sínu. Þegar síðasta skálin hafði verið drukkin til heilla hinum nýja einræðisherra og fólk fór að búast til ferðar, sá hann enga aðra lausn á málinu en að taka lögreglustjórann, Alfonso Gualberto Peréz tali, og útskýra það fyrir honum. — Þetta vindlingaveski hefur mikla þýðingu fyrir mig sem minjagripur, sagði hann. — Ég er viss um, að einhver hefur í ógáti stungið þvi í vasa sinn. — Ég skal sjá um þetta, signor, sagði lögreglustjórinn brosandi. Svo gekk hann til ráðherr- anna, sem höfðu safnast saman í kringum einræðisherrann. Fimm mínútum síðar sneri hann aftur til herra Hendersons, og bros hans var nú enn breiðara. Hann stakk vindlinga- veskinu laumulega í hönd sendi- ráðsfulltrúans. — Þakka yður kærlega fyrir, sagði herra Henderson glaður. — Hvar funduð þér það? — í brjóstvasanum á jakka José Gonzalo y Quintanillas hershöfðingja, herra sendiráðs- fulltrúi. — Og hvað sagði hershöfðing- inn, þegar þér báðuð um það? Lögreglustjórinn leit undan og faldi hendur sínar með hinum grönnu, kattliðugu fingrum fyrir aftan bak. — Ég er ekki svo viss um að hans hátign hafi tekið eftir því, er ég fjarlægði það, herra sendi- ráðsfulltrúi. 19. tbl. Vlkanli

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.