Vikan


Vikan - 10.05.1979, Side 23

Vikan - 10.05.1979, Side 23
það er lengra á milli þeirra, er hætta á því að barnið geti ýtt höfðinu út á milli þeirra og það sitji fast. Gætt skal að því að dýnan í rúminu sitji föst og að sængin sé ekki of stór. Of stór sæng getur auðveldlega lagst yfir andlit barnsins. Margir setja plast undir lak i barnarúmi. Plast mýkist þegar það hitnar af líkams- hitanum, og við núning getur myndast rafmagn. Ef barnið getur ýtt lakinu til hliðar getur plastið límst við andlit barnsins og kæft það. Ef plast er notað er réttast að sauma lakið eins og poka sem nær alveg yfir dýnuna. Barnavagn Barnavagnar eiga að vera tryggir og ekki of háir. Háir vagnar velta auðveldlega um koll. Betra er að velja vagna í ljósum lit, þar sem dökkir vagnar hitna oft mikið í sól. Ef barnið á að biða úti í vagni, verður bremsan að vera í góðu lagi. En best er að ganga þannig frá vagninum að hann sé keyrður upp að vegg svo hann geti ekki runnið, þrátt fyrir að bremsan bili skyndi- lega. Best er að komast hjá því að nota beisli í vagni, því barnið getur kafnað í því. Ef beisli er notað er öruggast að nota það sem kallað er „kajakapoki”. Hann er bundinn í bakið og nær eins og lak niður á fætur. Barnagrind Einna öruggasti staðurinn fyrir börn sem ekki er stöðugt hægt að líta eftir er grindin. Barnagrind á að hafa fastan botn og örugga rimla sem ekki er lengra á milli en 6 sm. Einnig er gott að hafa mjúka ábreiðu i botninum. Grindur úr neti geta verið hættulegar, t.d. ef barnið er í fötum með hnöppum eða spennum. Þær geta fest í netinu og valdið þvi að fötin festist um háls barnsins. Baðborð og klæðaborð Það er mjög þægilegt að sinna barni á borði sem er í hæfilegri vinnuhæð. En ungabörn geta hreyft sig skyndilega og dottið niður á gólf. Þess vegna á aldrei að skilja ungabarn eitt eftir á borðinu. Ef þarf að ná í eitthvað rétt hjá bað- eða klæða- borðinu, er gott að venja sig á að leggja barnið alltaf niður í rúmið á meðan. Einnig er gott að venja sig á að safna öllu saman á borðið sem á að nota áður en barnið er lagt á það. Hluti má líka setja á borð við hliðina þannig að hægt sé að teygja sig í þá. Bali og baðker Það á aldrei að láta ungabörn eða lítil oörn sitja ein í bala eða baðkeri. Ef síminn eða dyrabjallan hringir á að taka barnið með sér. Börn geta drukknað í mjög litlu vatni. Margir þvo litlum börnum i hand- laugum. Það á aldrei að láta vatnið renna á meðan barnið er í handlauginni, því að það getur skyndilega hitnað og þá getur barnið brennt sig. Einnig á alltaf að gá að því hvort vatnið sé ekki hæfilega heitt áður en barnið er lagt í það. Þetta má gera með þvi að dýfa olnboganum í vatnið. Leikföng Leikföng barna eiga að vera traust. Þau eiga ekki að hafa skarpar brúnir eða kanta, og efnið í þeim á að vera það traust að ekki myndist skarpir kantar ef leikföngin brotna. Leikföng eiga ekki að innihalda lausa smáhluti sem geta komist fyrir í munni, nefi eða eyrum. Börn reyna oft að setja smáhluti í munn, nef o.s.frv. Þetta er eðlilegt viðbragð, en það er ekki hættulaust. Gæta verður að því að börn noti ekki plastpoka til að leika sér að. Ef barnið setur pokann á höfuðið á sér getur það kafnað. 19. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.