Vikan


Vikan - 10.05.1979, Qupperneq 48

Vikan - 10.05.1979, Qupperneq 48
STJÖRMSPA llrtílurinn 2l.m;ir\ 20.apríl Dagarnir fara að mestu leyti í að leggja grundvöll að erfiðu verkefni sem hastt er við að þú misreiknir og fjármagn mun lfklega þurfa í rikari mæli en áætlað var i fyrstunni. \oi»in 24.\t*p(. 2.V»kJ. Þegar litið er á kjör annarra má segja að þú sért lukkunnar pamfill. Sérstaklega á þetta við um samband þitt við fjölskylduna sem er þér mikil andleg lyftistöng i lífinu. Mcingcilin 22.dcs. 20. jan. Kunningjarnir treysta þvi að þér takist að koma sameiginlegum hagsmunum á leiðar- enda. Þar gætir þú átt von á góðri aðstoð ann- arra, ef þú gæfir þér tima til að hlusta á annað en eigin rök. Niiulirt 2l.;ipríl 2l.mai Ekki eru öll sund lokuð þótt svo virðist í fyrstu. Þér gæti orðið sjálfsnám á ákveðnu sviði mjög árangursrikt þvi miklar breytingar verða bráð- lega á framtíðar- áformum. kr;'.hhinn 22. júni 2.\. júlí Heimilislffið er fremur dauflegt um þessar mundir en þar er ekki sist þínu eigin áhuga- leysi um að kenna. Ef þú einbeitir þér er sigur- inn vis i baráttumáli þar sem hagsmunir rekast illa á. I.jónirt 24. júlí 24. ágúM Einhver vonbrigði verða í þessari viku í sambandi við endur- fundi og að mörgu leyti hefur það áhríf á alla þina framkomu og ein- beitingarhæfileikinn virðist núna viösfjarri. \aln>hcrinn 2l.jan. lú.fchr. Veigraðu þér ekki við að leita breytinga á verkefnum þínum þvi aö leiðindin eru að eyði- leggja áhuga þinn. Það bendir allt til þess að nú sé einmitt rétti timinn til endurskoðunar. T\ihurarnir 22.maí 21.júní Vinur þinn hefur misst sitt góða álit á þér því að þér hefur hætt til að reyna aö svíkjast undan merkjum og reyna að sleppa sem best frá ákveðnum, aðkallandi vandamálum ykkar beggja. >lcjjan 24.áiíúsl 2.\.scpl. Helgin ætlar að verða þér notadrjúg til skemmtana. En það er ýmislegt fleira sem gefur lifinu gildi, svo sem fjöl- skyldan, sem þú vanrækir íllilega, og það mun hafa leiðinlegar afleiðingar síðar. Sporúilrckinn 24.»kl. 2.\.iiú\. Fyrir tilstilli góðra vina rambar þú á réttu lausn- ina á ákveðnu vanda- máli. Þú hefur satt að segja verið á báöum áttum um það rétta, en nú virðist rofa til og bjartara framundan. liogmudurinn 24.nó\. 2l.dcs. Andlegur óróleiki þjáir þig og þér gengur illa að koma þér að verki. Þetta hefur þó haft sín áhrif og einhver breyting, sem þú hefur barið í gegn, veldur því að margir eru þér mjög þakklátir. Kiskarnir 20.fchr. 20.mars Temdu þér meiri lipurð í framkomu og reyndu að vera þægilegri í umgengni. 1 vikulokin reynir nokkuð á þessa eiginleika þina og þú ættir að sýna eldra samferðafólki meiri skilning. Vikan prófar léttu vínin 19. Ýmis frönsk rauövín Vín hússins eru ekki mörg hér í Ríkinu Eðlilegt er, að menn spyrji, hvað þýði einkunnirnar, sem gefnar hafa verið í þáttum Vikunnar um léttu vínin, sem fást í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Hvernig er „sæmilegt” vín, sem fær 6 I einkunn, „gott” vín, sem fær 7 og „mjög gott” vín, sem fær 8? Þeir, sem hafa ferðast erlendis, geta ef til vill best áttað sig á samanburði við þau vín, sem fást á sæmilegum og góðum veitingahúsum á sérstaklega lágu verði og kallast „vín hússins”. Þetta eru vln, sem fólk hefur ráð á að kaupa í stað bjórs. Og yfirleitt má treysta því, að þetta séu vel drykkjarhæf vín, þótt þau séu ekki neitt sérstök að gæðum. 1 gæðaprófun Vikunnar hefur verið stefnt að því, að vín, sem mönnum þættu vera góð „vln hússins”, fengju einkunnina 7 og þá umsögn, að þau væru „góð”. Betri vín, sem menn mundu búast við að fá eftir pöntun nafn- greindra vína á vínkortum erlendra veitingahúsa, fengju þá 8 eða hærra í einkunn. Vin, sem.fá-einkunnina 6 í Vikunni, mundu þá minna menn á fremur lítil- fjörleg „vin hússins”, er væru óskemmd, en yllu að öðru leyti fremur vonbrigðum en hitt. Slik vín er alger óþarfi að flytja milli landa, þar á meðal til íslands. Átta góð og fjögur mjög góð Af 62 mismunandi hvitvínum Rlkis- ins voru í upphafi þessa árs aðeins átta, sem fengu einkunnina sjö og dæmast þannig vera góð „vín hússins”. Hið ódýrasta þeirra, Auxerrois 1975, kostaði 1.850 krónur, sem er nokkuð mikið fyrir „vin hússins”. Til viðbótar þessum átta voru svo aðeins fjögur, sem fengu átta eða níu í einkunn og dæmast þannig vera betri en „vin hússins”. Hið ódýrasta þeirra, Hochheimer Daubhaus Riesling Kabinett 1975, kostaði 2.200 krónur, sem telja má sanngjarnt verð. Tíu góð og tvö mjög góð Af þeim 44 rauðvínum, sem hingað til hafa lent í gæðaprófun Vikunnar, eru aðeins tiu, sem fengu einkunnina sjö og dæmast þannig vera góð „vin hússins”. Hið ódýrasta þeirra, Trakia, kostaði 1.450 krónur, sem telja má sanngjarnt verð. Til viðbótar þessum tíu voru svo aðeins tvö, sem fengu átta í einkunn og dæmast þannig vera betri en „vín húss- ins”. Hið ódýrara þeirra, Les Cedres, Chateaunauf-du-Pape 1976, kostaði 3.050 krónur, sem sannarlega er hrika- lega dýrt. Rauðvinskaupendur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins eiga þó eftir einn möguleika, því að frönsku Bordeaux-vínin hafa enn ekki gengið undir gæðapróf hjá Vikunni. Um þau verður fjallað í næsta tölublaði og lokast þá rauðvínshringurinn. Sjálfsvirðinguna skortir Það er hins vegar þungur áfellisdómur yfir ráðamönnum Ríkisins, að af 62 hvít- vínum skuli 50 ekki ná gæðum „víns hússins” og að af 44 rauðvinum skuli 32 ekki ná sömu gæðum. Eitthvað er i megnasta ólagi I kaupum Ríkisins á léttum vínum. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 48 Vlkan 19- tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.