Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 8

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 8
Sendiherrann i vinnustofu sinni. Á næsta ári verður íslenska utanríkis- þjónustan fertug. Ekki er það langur kafli í sögu rúmlega 1100 ára gamallar þjóðar. Að vísu höfum við alltaf átt okkar diplómata þó þeir væru ekki ríkisreknir. Og mikið hafa aðferðirnar breyst. Frá framtaks- sömum einstaklingshyggjumönnum sem ljóðuðu á kónga upp í heilu stofnanirnar er gegna því hlutverki að gæta hagsmuna íslands á alþjóðlegum vettvangi. Nú fá þeir sem ljóða á kónga í hæsta lagi inni i Lesbók Morgunblaðsins enda lifum við á tímum efnishyggjunnar og nútíma kónga- fólk miklu hrifnara af því að fá íslenskt hross að gjöf en væna drápu. Sá maður sem hvað best þekkir þróun okkar ungu utanríkisþjónustu er sjálfsagt Agnar Klemenz Jónsson, sendiherra í Kaupmannahöfn en að ári lætur hann af opinberum störfum eftir 46 ára þjónustu í þágu lands síns. Við heimsóttum hann og konu hans, frú Ólöfu Bjarnadóttur, að glæsilegu heimili þeirra í Ordrup og báðum þau að rekja okkur þessa sögu og gefa okkur jafnframt dálitla innsýn í líf þess fólks sem hefur að atvinnu að reka erindi íslands á erlendri grund. Erindreki Vikunnar var búinn að frét.ta að þau hjón væru sérstaklega vinsælir fulltrúar Islands enda tóku þau beiðni hans af mikilli ljúfmennsku. Utanríkisþjónusta í deiglunni Agnar: — Sambandslögin frá 1918 áttu upphaflega að gilda í 25 ár. Samkvæmt þeim áttu Danir að fara með okkar utan- ríkismál og gæta hagsmuna okkar erlendis. En það var ljóst að við þurftum að fara að undirbúa okkur undir að taka þessi mál í okkar hendur og Danir óskuðu sjálfir eftir að fá nokkra unga tslendinga í sína utan- ríkisþjónustu. Alls urðum við 5 sem tókum þar til starfa, ég byrjaði strax að loknu lögfræðiprófi og var þarna í 6 ár. fiandiherrahjónin i Kaupmannahöfn, Agnar Klemenz Jónsson og frú Ólöf Bjamadóttir, rasða vfð blaðamann Vikunnar. 8 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.