Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 31
Boney M: EIGA RÆTUR í LES HUMPHRIES SINGERS OG BIBLÍUNNI Þau hafa þegar fengið útnefninguna „Nýja Abba ársins 1979” og þá er að sjálfsögðu átt við hljómsveitina Boney M sem farið hefur sigurför um heiminn, nú síðast með laginu: Hurrayh! Hurrayh! En þau sem standa að Boney M hafa engar áhyggj- ur af því, hverja fjölmiðlar útnefna sem diskódrottningar og diskókónga því þau vita að þau eru þau bestu og vinsælustu. Þau eiga alls staðar metsöluplötur og i hvert skipti sem út kemur ný hljómplata slá þau öll fyrri met hvað snertir sölu. En þó táningar og fleira fólk líti margir hverjir á Boney M sem einhvers konar guði i poppheiminum i dag, þá líta meðlimir Boney M aftur á móti á sjálfa sig sem manneskjur en ekki neinar goðsagnapersónur og eru í raun mjög trúaðar manneskjur. Þau segja að Guð hafi hjálpað þeim áfram á framabrautinni, og tvö af vinsælustu lögum þeirra, Rivers of Babylon og Mary’s Boy Child, eru einmitt með trúarlegu ívafi. Biblían er þeim ómiss- andi förunautur á hljómleikaferða- lögum, en þau eyða um það bil 200 dögum á ári í það að ferðast um heiminn og halda hljómleika. Boney M er stofnuð upp úr leifum af hljómsveit, sem í eina tíð var meðal annars mjög vinsæl hér á íslandi — Les Humphries Singers. Frank Farian var búinn að vera sem söngvari en hugmyndir vantaði aftur á móti ekki. Honum fannst Les Humphries Singers orðin stöðnuð og leiðinleg og vildi þess vegna stofna hljómsveit eftir eigin uppskrift. Honum tókst að finna fólk við sitt hæfi eftir langa og stranga leit, og á endanum urðu fyrir valinu þau Bobby Farrell, Liz Mitchell, Marcia Barrett og Maizie Williams. En þó framkvæmdastjórinn Frank Farian ráði öllu í sambandi við lagaval, fram- komu og klæðaburð hljómsveitarinnar, þá segjast fjórmenningarnir vera ánægðir með ástandið eins og það er. Þau viðurkenna að allt sem Frank Farian dettur í hug og framkvæmir sé það eina rétta, og á meðan þau hagnast á því að vera með Boney M mun hljómsveitin prýða efstu sætin á vinsældalistum í heiminum! 28. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.