Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 18
LEPORELLA hann var staddur fjárhagslega, og að hann hafði engan áhuga á að sinna hjónabandsskyldum sínum. Hann kaus að halda áfram að haga lífi sinu eins og hann hafði gert sem piparsveinn. 1 raun- inni var hann alls ekki slæmur maður, hann var glaðlyndur og góðgjarn eins og léttlynt fólk yfirleitt er, en afstaða hans til hjónabandsins var ábyrgðarlaus og lífsstíll hans taumlaus. Að sinna við- skiptum og græða fé var smáborgaralegt í augum þessa léttlynda, myndarlega herra. Hann vildi ekki hafa neitt fyrir líf- inu, Hún kaus reglusamt líferni, þýska nákvæmni í einu og öllu og það fór i taugarnar á honum. Þegar hann varð að rífast við hina riku eiginkonu um hvern eyri sem hann þarfnaðist, fannst honum engin ástæða til að rækja skyld- ur eiginmannsins við hana. Hún neitaði honum meira að segja um hans æðstu ósk — að fá veðhlaupahesta og hesthús. Þessi jarðbundna norðurþýska kona æsti hans geð. Skipanir hennar sí og æ reittu hann til reiði. Svo kom að hann ýtti henni algjörlega frá sér, lét sem hann heyrði ekki í henni aggið og naggið, virti og hann sjálfur vildi. Lét hana rausa án þess að taka nokkurt mark á hennar orðum. Hann hlýddi gjarna á orð henn- ar með bros á vör, sýndi engin merki reiðinnar sem brann undir niðri. Og vegna þess að framkoma hans afvopnaði hana algjörlega, varð hún að fá reiði sinni svalað á vesalings þjónustuliðinu. Öll hennar reiði og vonbrigði, sem ekki voru að ástæðulausu, fékk útrás á þeim sem enga sök áttu á óláni hennar. Af- leiðingarnar voru þær, að á tveim árum þurfti hún sextán sinnum að skipta um stofustúlku, eitt sinn kom meira að segja til handalögmála og hún varð að gera upp sakir með háum fébótum. En Crescenz stóð óbifanleg í öllum þessum átökum, eins og dráttarklár í rigningu. Hún tók aldrei afstöðu i deilu- málum, lét breytingar ekkert á sig fá, virtist varla taka eftir því að herbergisfé- lagar hennar skiptu stöðugt um nafn, háralit, venjur og líkamslykt. Hún talaði ekki við neinn, heyrði ekki hurðaskelli, rifrildi og grátköst. Hún sinnti sínu. Ótrufluð og lúsiðin hélt hún áfram allan daginn. Hún fór daglega til torgsins, fram og til baka eins og pendúll í klukku. Það sem gerðist fyrir utan hennar þrönga sjóndeildarhring vakti ekki áhuga. Dagarnir liðu einn af öðrum við stöð- ugan þrældóm. Þannig liðu fyrstu tvö árin hennar í stórborginni, sjóndeildar- hringurinn hafði ekkert víkkað. Ekkert hafði gerst annað en að bunkinn af bláu seðlunum í tréskríninu óx um eina tommu og um áramótin þegar hún taldi þá, var ekki langt i töluna þúsund — þessa kynngimögnuðu tölu, sem hafði hinn fegursta hljóm í huga þessa vesa- lings vinnudýrs. En dag nokkurn breyttist líf Crescenz, hún glaðvaknaði til lífsins. Örlögin læddu að henni sprengiefni, sem hristu hana gjörsamlega á grunni, ef svo mætti segja. Atburðurinn var raunar jafn hversdagslegur og allt annað í lífi henn- ar. Á tíu ára fresti fór fram manntal og nú stóð þannig á, að hverju heimili voru send flókin eyðublöð, sem bar að útfylla ítarlega. Baróninn vantreysti þjónustu- fólkinu til að útfylla þessa pappíra sóma- samlega. Hann vildi ekki eiga á hættu, að það skrifaði framburðarstafsetningu eða eyðilegði eyðublöðin með ólæsilegu klóri, og því ákvað hann að útfylla sjáifur fyrir hvern og einn. Þannig vildi það til, að Crescenz fékk fyrirmæli um að koma til herbergja hans. Þegar hann spurði eftir nafni, aldri og fæðingarstað kom í ljós að hann var kunnugur á heimaslóðum hennar. Veiðar voru hans ástríða og vinur hans átti veiðiréttinn þar. Hafði hann oft skotið gemsur þarna og í ljós kom að fylgdarmaður hans við veiðarnar eitt sinn, var frá þorpinu hennar. Og það sem var þó ennþá merkilegra var að þessi karl var ná- frændi Crescenz. Það vildi svo vel til, að baróninn var í besta skapi og spjallaði áfram við Crescenz og ýmis stórtíðindi bar nú á góma. T.d. hafði baróninn snætt afbragðs hjartarsteik á veitinga- húsinu, þar sem hún hafði verið mat- selja. Allt voru þetta smáatriði, en skemmtileg tilviljun og fyrir Crescenz bókstaflega dásamlegt, að hitta mann sem þekkti til í heimabyggð hennar. Andlitið var blóðrjótt og augun höfðu lifnað og ákafinn skein úr hverjum and- litsdrætti. Hún var feimin og vatt vandræðalega upp á klunnalegan líkam- ann. Hann spaugaði og lék á als oddi, spurði hvort hún kynni að jóðla og brá fyrir sig týrólamállýsku. Hann skemmti sér bara bærilega, en að lokum klappaði hann vingjarnlega á hnýttar axlirnar og sendi hana á brott með orðunum: „Þakka þér nú fyrir, Cenzi. Hérna eru tvær krónur, sem ég gef þér af því að þú ert frá Zillertal.” Þetta voru engir merkisatburðir, en fyrir Crescenz var þetta stutta samtal hana ekki viðlits. Hann gerði bara eins Veitingabúö Cafeteria SuÖurlandsbraut2 Sími 82200 1« Vlkan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.