Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 27
tjald eða hreysi og í því var varðmaður sem venjulega var einhver fjölskyldumeðlimur. Sem sagt, hættan á því að uppskerunni væri stolið var svo mikil að hver fjölskylda þurfti að hafa sinn varðmann. Þá var annað sem vakti eftirtekt og það er sú stað- reynd að flestir þessara indíána eru með grænlitaðar tennur. Kemur það til af því að flestir þeirra tyggja cocablöð, sem er deyfilyf, tyggja þeir þetta í sífellu, bæði ungir sem gamlir. Það tók mig sólarhring að jafna mig á þessari miklu breytingu og greinilega varð ég var við það að mæði sótti mjög á mig ef ég hreyfði mig eitthvað og sér- staklega ef ég gekk upp bratta. Fylgdi þá gjarnan að ég fékk höfuðverk. Eftir sólarhring eða svo hvarf þetta og hafði maður þá nokkurn veginn aðlagast þessu þunna fjallalofti. Mér var siðar sagt frá því að fólkið sem þarna býr, afkomendur Inkanna, er flest með mun stærra hjarta en við sem búum um eða við sjávarmál og er það hin náttúrulega aðlögun sem þar hefur verið að verki. Ferðin til baka var svipuð og sannast sagna var kona mín þeirri stund fegnust þegar við lentum aftur í Lima. Hún sagðist ekki myndu vilja fara aðra slíka ferð. Kristinn Finnbogason Kristinn Finnbogason framkvæmdastjóri: Að breyta áætlun og komast heim Það var þannig að I apríl árið 1963 var ég staddur í Þýskalandi á ferðalagi ásamt Hauki Jacobsen, eiganda verslunarinnar Egill Jacobsen. Við höfðum verið þarna á heldur erfiðu ferðalagi en vorum nú að Ijúka því og ætluðum að fara heim á páskadagsmorgni í gegnum Kaupmannahöfn. Á laugardagsmorgninum hringdi ég I Flugfélag íslands og bókaði flugið sem vera átti morguninn eftir, en við höfðum hugsað okkur að fljúga frá Hamborg til Kaupmannahafnar og þaðan með Flugfélagsvél Kaupmannahöfn-Osló- Reykjavík. Við vorum að vinna fram að hádegi en þá fer ég niður í afgreiðslu hótelsins og bið mann þar að athuga fyrir mig hvort við séum ekki örugglega skráðir með Flugfélagsvélinni Hrimfaxa frá Osló. En Þjóðverjinn á hótelinu gerði þau mistök að í stað þess að hringja í Icelandair (Flugfélag íslands) þá hringdi hann í Icelandic Airlines (Loftleiðir). Þeir hjá Loftleiðum segja okkur að það vilji nú svo heppilega til að það sé flugvél að fara til Islands klukkan 5 um daginn sem hafi tafist þarna yfir nóttina vegna bilunar. Ég þakka bara fyrir og segist ætla að athuga málið. Svo fer ég að hitta Hauk, þar sem hann situr i róleg- heitunum á kaffihúsi og er að hressa sig á kaffi og koníaki, og færi honum þær fréttir að við getum komist með flugvél klukkan 5 þennan sama dag. Það þótti honum ómögulegt af því að klukkan var orðin 3 og við áttum eftir að pakka og hann var ekki búinn með hressinguna. En ég vildi endilega fara með þessari vél hvað sem það kostaði. Svo fer ég niður á hótel og er ekki fyrr kominn þangað en mér er tilkynnt um simtal frá Reykjavik. Þá er það konan mín sem hafði fundið hjá sér einhverja hvöt til að hringja í mig og segja mér frá þessari flugvél, sem fara átti klukkan 5, og hvatti mig óspart til að taka hana. Þá kom eitthvað undarlegt yfir mig og ég varð staðráðinn í þvi að fara með þessari vél og engri annarri. Ég fór strax að pakka en Haukur var alveg æfur því hann vildi ekki fara strax, enda engin sérstök ástæða til að vera að flýta sér þetta. En ég stóð fastara en á fótunum á því að taka þessa vél. Svo komum við út á flugvöll og þar er okkur tilkynnt að vélinni seinki enn um 3 tíma I það minnsta. Svo líður og bíður og alltaf er tilkynnt um frestun á tveggja tíma fresti og Haukur var alveg að þvi kominn að missa þolinmæð- ina. Þá semur hann við mig um það að ef vélin sé ekki komin í loftið fyrir miðnætti þá förum við ekkert með henni heldur höldum okkur viðgamla planið (sem var miklu skynsamlegra eins og málum var komið). En svo endaði þetta þannig að brottför var tilkynnt klukkan 4 um nóttina og þá var Haukur að ganga út úr flugstöðvarbyggingunni og hafði látið það verða sín síðustu orð að hann myndi aldrei framar tala við mig aukatekið orð. Ég bjó mig undir að ganga um borð i flugvélina án Hauks en þá skipti hann um skoðun, sneri við i flugstöðvardyrunum og kom á eftir mér. Flugum við svo til Reykjavíkur og töluðumst ekki við alla leiðina. Á flugvellinum heima tók konan min svo á móti mér og skildi ekkert i þessu fússi i Hauki sem hvorki heilsaði henni né kvaddi mig og var hinn versti. Ég fór aftur á móti beint heim þennan páskadagsmorgun og fór að sofa. Svo er ég vakinn klukkan hálfeitt þennan sama dag, er það Haukur sem færir mér fréttirnar um að Hrímfaxi Flugfélagsins hafi farist við Osló — sú sama flugvél og við hefðum átt að taka ef við hefðum fylgt gömlu áætluninni. Þessi reynsla verður mér ógleymanleg og á bak við þetta er eitthvað sem hvorki ég né aðrir geta skýrt. Það var eitthvað sem togaði alveg ólýsanlega í mig og varð þess valdandi að enginn mannlegur máttur hefði getað komið mér ofan af þvi að fara með Loftleiða- flugvélinni sem fara átti klukkan 5 um daginn en fór ekki fyrr en klukkan 4 um nóttina. Þetta var fíflaleg afstaða en ég hélt henni til streitu — með þeim afleiðingum að Haukur Jacobsen, hinn ágæti ferða- félagi minn, talaði ekki við mig alla leiðina frá Þýska- landi til Reykjavíkur. En núna segir Haukur að hann fari með mér í ferðalög hvert sem er því þá viti hann sig öruggan. 28. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.