Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 51
rýndi hann t.d. kóngulóarvefina í loftinu í kjallaran- um, og Billa stamaði eitthvað. „Hann sér þá aldrei,” sagði Grainville. „Hann hefur nóg með að sjá fótum sínum forráð.” í annað sinn sagði eftirlitsmaðurinn Billa að hann drykki of mikið. „Já, alveg laukrétt, herra minn,” sagði Billa hrifinn. Þá fannst eftirlitsmanninum líka að aðaldyrnar ættu að vera læstar. „Já, en sjáið þér til, herra eftirlitsmaður,” sagði Grainville, „þetta eru svoddan ágætispiltar.” Eins og nærri má geta fór það ekki alveg framhjá þorpsbúum að fangarnir í fangelsinu fóru frjálsir ferða sinna um þorpið. Einn sá fyrsti sem uppgötvaði það var lögfræðingur einn sem kom til fangelsisins til þess að ráðgast þar við viðskiptavin sinn, einn fanganna, en vörðurinn sagði við hann: „Augnablik, ég skal gá að því hvort hann er við.” Hann reyndist ekki vera viðlátinn. Nú er það staðreynd að þetta sæluástand hélst i hvorki meira né minna en fjögur ár, svo það er ekki furða þótt maður spyrji: „Ljóstraði þá enginn þessu upp allan þennan tíma?” Ja, þorpsbúar sögðu ekki neitt af því, eins og þeir siðar skýrðu frá, að þeir töldu sér ekki koma þetta neitt við. Þetta var mál yfirvaldanna. Og auk þess kenndu þeir i brjósti um Billa. „Hann var svoddan ljúfmenni," sögðu þeir. „Hann gerði ekki flugu mein." Og hvað Grainville viðvék voru þorpsbúar fremur hreyknir af honum en hið gagnstæða. Þetta var piltur,fæddur á staðnum.sem var að komast áfram i heiminum. Við þetta bættist að margir þorpsbúar I höfðu hagnað af því að sjá fangelsinu fyrir vistum, eldivið og ýmsum munaðarvarningi. Ef hneyksli kæmist á kreik yrði fangelsinu lokað og þeir misstu ágóðann af viðskiptunum. Sama máli gegndi um lögfræðingana í PontJ’Eveque. Fangarnir voru viðskiptavinir þeirra og það var erfitt að forsmá þóknun þeirra. Þótt furðulegt megi virðast hafði Grainville sjálfur engan hagnaðaf öllum þessum viðskiptum. Þótt hann svifist einskis í sambandi við að falsa lögregluskýrslur meðfanga sinna, en hann var jafnan reiðubúinn að gefa út vottorð um góða hegðun og þriggja daga fjar- vistarleyfi, þá snerti hann aldrei við sinni eigin skýrslu. Og þótt hann léki sér að því að stytta fangelsisvist annarra fanga tók hann sína hegningu út að fullu, svo ekki skeikaði mínútu. Hin óviðjafnanlega ánægja, sem hann hafði af því að leika svo lengi á yfir- völdin, var honum bersýnilega næg laun. Það eina, sem virtist hafa skyggt á ánægju hans var að hann skyldi ekki geta haldið þannig áfram til eilífðarnóns. Og hvi var það ekki hægt? Dómsmálaráðuneytið, sem vitanlega var ekki sérlega hrifið af gangi málanna og var þetta því mjög viðkvæmt mál. gefur lítið út á það. En hitt er víst, að frá og með 1. janúar 1950 var Billa sagt upp og fangelsinu lokað. Árið 1952 var Georg hákarl á fylliríi í bar einum í París og raupaði af því að hafa strokið úr fangelsi í Pont-l’Eveque. Lögregluforingi einn sem hlustaði á hann fór að rannsaka málið og þannig komst allt upp. Svo vesalings Billa var dreginn fyrir dómarann í október 1955 og hlaut þriggja ára fangelsi fyrir „vanrækslu”. Átta af innanhússflokknum voru sóttir til saka fyrir „fölsun á opinberum skjölum”. Síðari réttarhöldin urðu hreinasta revía, vitanlega með Grainvilleí aðalhlutverkinu. Sem „mannvinur”. eins og hann kallaði sig, útskýrði hann af mikilli mælsku fyrir dómaranum skoðanir sínar á umbótum i meðferð fanga og fangavörslu yfirleitt. Þegar dómar- inn ákærði hann fyrir að hafa falsað undirskrift Billa fangelsisstjóra yfir 300 sinnum kinkaði hann kolli og brosti sinu Ijúfmannlega brosi og sagði kurteislega: „Ég hef ávallt kappkostað að þóknast yfirboðurum minum.” Kviðdómendur, sem voru sjö flekklausir Normanir, veltust um af hlátri og enduðu réttar höldin með því að þeir lýstu ákærða sýkna saka. Og það kvöld var mikill fögnuður í Pont-l’Eveque yfir unnum sigri. Endir 28. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.