Vikan


Vikan - 26.07.1979, Síða 26

Vikan - 26.07.1979, Síða 26
Mamma hefur slæman smekk EGAR frú Bennet giftist höfðu þau hjónin ekki af miklu aö taka og hún varð aö búa heimili sitl einföldum og tiltölu lega hversdagslegunt hlutum. Það var stríð i heiminum. Það var ekki um margt að velja. einföld húsgögn. gluggatjöld sem voru eins og hafragrautur. engin teppi fékk hún og borðbúnaðurinn var allur úr hvítum leir. Mjög hentugt allt saman. en sannarlega ekki það sent unga brúður dreymdi um. Tom Bennet kom heim úr striðinu. hafði misst annan fótinn og lífsskoðanir hans gjörbreyttar. Og kona hans komst brátt að raun um. að það var ýmislegt annað að hugsa um. en fátæklegt innbú. Hún varð að leita sér vinnu til að drýgja tekjurnar. Tom fékk örorkubætur, en þær voru ekki háar. Hún varð einnig að sinna húsverkunum og annast Tom, sem þjáðist oft af þunglyndi og var timunum saman ekki rnönnum sinnandi. Það var ekki fyrr en á árununt eftir 1950. að róðurinn tók að léttast hjá þeim hjónum. Og það var einmitt um það leyii. sem vöruúrval jókst i búðununt. Um þetta leyti keypti hún gula plastdúkinn með silfurstjörnunum. Fötin urðu lika smekklegri og litaúrval skemmtilegra en verið hafði um fjölda ára. Og um þetta leyti kom einnig i Ijós, að frú Bennet átti von á barni. Heilsa Toms var allmikið betri, hann gekk nú til vinnu og hún gat með góðri samvisku sagt stöðu sinni lausri og lýsti þvi yfir. að hún ætlaði að njóta meðgöngutimans. Og nú fór að blómstra i litla húsinu þeirra. Hún keypti sitt fyrsta rósótta tesett og fyrsta rósótta teppið. Anna bella fæddist að vorlagi og var yndislegt barn. Þaðsögðu allir. Hún óx úr grasi og var fallegt og gott barn og hún lét ekki sitt eftir liggja við að skreyta húsið lit- skrúðugum smáhlutum. .^^.NNABELLA var fimmtán ára. þegar Tom yfirgaf þær allt i einu. Frú Bennet gat aldrei skilið hvers vegna. Eftir að hann kom heim úr striðinu höfðu þau ekki átt margt sameiginlegt og haft fátt að tala um, og nú var þessu lokið. — Ég býst við að hann hafi orðið leiður á mér, sagði hún og það var eina skýringin sem hún gat gefið vinum sínum. Hún kvartaði ekki eða var sár, en einbeitti sér nú enn meira að uppeldi dótturinnar. Brátt kom að hún varð að gera upp viðsig hvað hún vildi starfa í fram tíðinni. Móðir hennar kom henni til hjálpar. — Þú hefur alltaf verið svo snjöll að teikna, Bella, sagði frú Bennet og horfði með stolti á síðustu einkunnir dóttur sinnar. Fröken Terp segir að teikning sé þitt besta fag. Langar þig í listaskóla? — Því ekki, sagði Annabella, henni stóð nokkuðá sama. — Þú gætir sérhæft þig, skapað þér nafn i tiskuheiminum. Teiknað falleg mustur og hannað fagra hluti. Heldurðu að það verði ekki dásamlegt! Hún lygndi augunum við tilhugsunina. — Það verður dásamlegt! Annabella var ekki eins viss og hálf pirruð yftr æsingnum i móður sinni. — Það getur svo sem vel verið, tautaði hún, við segjum það þá. Frú Bennet virtist ekkert taka eftir óánægju dótturinnar eða tómlæti. I—/ISTASKÓLI sá, sem Annabella hóf nám við, var nokkuð langt frá heimili þeirra mæðgna og þvi var ákveðið að Annabella fengi að búa hjá vinkonu sinni og koma svo heim um helgar. Frú Bennet fékk nú góðan tíma til að flikka upp á heimilið. Hún vann bara hálfan daginn og eyddi svo timanum við að leita að nýjum rúm teppum, gluggatjöldum og púðum. sem nú var svo auðvelt að fá i miklu úrvali. Annabella virtist kunna vel við sig og þó svo hefði verið um rætt, að hún kæmi heim um helgar, fór hún fljótlega að finna sér allt til afsökunar og þóttist verða að nota tímann til að ganga á söfn og gæti þvi ekki heimsótt móður sina. Þær voru að fjarlægjast hvor aðra. Annabelia var að breytast. Hún gaf allar litskrúðugu peysurnar, sem frú Bennet hafði eytt svo miklum tíma i að prjóna handa henni og áður en langt um leið var ekkert að finna i klæðaskápnum hennar annað en flauelsbuxur i svörtum eða brúnum litum og gráar og brúnar peysur eða mussur. Allt var í þessum dauðleiðinlegu náttúrulitum. sem móðir 26 Vikati 30. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.