Vikan


Vikan - 26.07.1979, Síða 35

Vikan - 26.07.1979, Síða 35
Fimin mínútur með ^ WILLY BREINHOLST PARADÍS FYRIR TVO Herbert Harrison var orðinn slæmur á taugum, svo slæmur að það var viðbúið að hann félli saman óforvarandis. Herbert Harrison gegndi vel launuðu starfi í ensku utanríkisþjónust- unni, hann var fulltrúi, og það starf krafðist ekki svo mikils af honum að því mætti kenna hvernig taugamálum hans var nú komið. Hann var hamingju- samlega giftur henni Patricíu sinni sem hann elskaði heitt og innilega og hjónabandið og allt nærlifi þeirra var eins og best verður á kosið. Því var ekki hægt að rekja taugaveiklun hans til heimilislífsins. En Patricía átti móður — og nú fer hnífurinn að nálgast kúna — því var nefni- lega þannig farið að móðir Patricíu var einnig tengdamóðir Herberts. Tengdamóðir! Mikil ósköp. Vesalings Herbert hafði ekki haft ærlegan frið fyrir henni öll þau 7 ár sem hann hafði verið giftur. Hún gat aldrei látið ungu hjónin í friði, hún var óþreyt- andi við að gefa þeim ráð við hinu og þessu, hún var óþreyt- andi við að koma í heimsóknir á ótrúlegustu tímum og hún var óþreytandi við að ergja Herbert í tíma og ótíma. Hún eitraði og eyðilagði tilveru hans, hún gerði hann örvæntingarfullan og í stuttu máli sagt þá fór hún í T-A-U-G-A-R-N-A-R á honum! — Ég kann ráð við þessu, sagði Dillman, heimilislæknir fjölskyldunnar, dag einn er Her- bert kom til hans þeirra erinda að fá eitthvað taugaróandi. — Þú ættir að fara í langt og gott ferðalag, helst til sjós því það er svo róandi. Það er hundrað sinnum meira róandi en allar þær pillur sem ég treð í þig. Herbert var á báðum áttum. — Og taktu konuna þína með, bætti læknirinn við. — Já, hvers vegna ekki, svaraði Herbert og var strax farinn að láta sig dreyma um tveggja manna káetu í glæsilegu skemmtiferðaskipi þar sem hann gæti verið einn með Patricíu sinni víðsfjarri tengdamóður- inni. — Samþykkt! sagði hann og kinkaði ákafur kollinum til Dillmans læknis. — Við Patricía förum í langt ferðalag. í kringum hnöttinn. Minnst! Ég á einmitt nokkurra mánaða sumarfrí inni og það væri hreint stórkostlegt að komast í burtu frá hinu daglega og ómerkilega stressi. Hann lét Patricíu um að skipu- leggja ferðina, pakka, panta far- miðana, taka símann úr sambandi o.s.frv. Brottfarar- dagurinn rann upp. Þau hjónin gengu um borð í South Pacific skemmtiferðaskipið og þar beið þeirra klefi á besta stað i skipinu. — Þriggja manna klefi! hrökk út úr Herberti þegar honum var sýndur klefinn. — Já, en ....! Lengra komst hann ekki í setningunni, tengdamóðir hans stóð í klefadyrunum og fleiri orð voru óþörf. Perðin var líkust martröð. Ekkert sem hét einkalíf kom til greina . . . Og til að koma í veg fyrir misskilning heimtaði tengdamóðirin að fá að sofa í millikojunni. Patricía var miður sín. Móðir hennar hafði einfald- lega krafist þess að fá að koma með. — Hvað gat ég gert? spurði hún Herbert margsinnis án þess að bíða eftir svari. — Mamma krafðist þess að fá að koma með. Hún borgar allt fyrir sig sjálf og hana langaði lika að fara í hnatt- reisu. Hún treysti sér ekki til að vera ein heima og þrátt fyrir allt er þetta nú einu sinni móðir mín. Það svekkir mig óumræði- lega að hún skuli alltaf vera með okkur og komi þannig í veg fyrir að við getum notist ein. Þegar komið var að Jómfrúareyjunum í Karabíska hafinu greip Herbert til óvæntra aðgerða. Hann dreif konu sína með sér í land og mútaði einum innfæddum til þess að sigla með þau út í mann- lausa jómfrúareyju þar sem kókospálmarnir vaxa á trjánum og risaskjaldbökumar vappa í rólegheitunum um í hvítum sandinum. Þarna var allt sem mannlegur hugur girntist. Þarna varfrábært að vera. Hér ætlaði Herbert að byrja nýtt líf með sinni heittelskuðu Patricíu, nýtt líf á paradísareyju, nýtt lif þar sem engar tengda- mæður flækjast fyrir, nýtt líf á paradísareyju fyrir tvo — hann og Patricíu. Herbert hróflaði upp litlum skúr í suðrænum stíl og byggði hið fullkomna hjónarúm úr pandusviði. í dýnuna notaði hann blöð venusartrésins auk pálmablaða og er verkinu var lokið bar hann Patricíu sína inn í suðræna kofann sinn og lagði hana ofurmjúkt í pandusrúmið góða. — Loksins, loksins, ástin mín! Nú erum við alein, bara við tvö — ástin mín og ég. Og þannig hófst paradísarlíf þeirra hjóna á þessari guðdóm- legu eyju. Þau lifðu á kókos- mjólk, fiski, skjaldbökusúpu, banönum, en fyrst og síðast lifðu þau á ást — ÁST! í marga mánuði gekk allt vel. En þá gerðist það einn daginn. Herbert sat undir pálma- tré og var að dunda við að breyta nagla, sem hann hafði fundið í rekaviðsdrumbi. í öngul sem hann gæti síðan notað við veiðar. Þá veitti hann þvi athygli að Patricía beygði sig niður eftir einhverju sem hún hafði fundið í fjörunni. Það glampaði á hlutinn þar sem hann velktist í hvítu fjöru- borðinu. Augnabliki síðar kom Patricía hlaupandi til hans. — Herbert! hrópaði hún, ég fann flösku með bréfi í. Komdu með naglann svo við getum fiskað bréfið upp úr flöskunni. Kannski er þetta neyðaróp frá skipshöfn sem velkist um hafið á fleka. En Herbert þvertók fyrir að ná bréfinu upp úr flöskunni. — Ég þykist vita hvað þetta er, sagði hann beiskur á svip. Þetta er áreiðanlega bréf frá móður þinni þar sem hún tilkynnir okkur að hún sé að koma og ætli að búa hjá okkur! 30. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.