Vikan


Vikan - 27.09.1979, Síða 20

Vikan - 27.09.1979, Síða 20
Jónas Kristjánsson skrifar frá Grikklandi: 7. grein Reikna má með, að tveggja manna herbergi á lúxushóteli kosti 20.000- 30.000 krónur á nótt, 12.000 krónur á A-hóteli, 9.000 krónur á B-hóteli og 5.500 krónur á C-hóteli. Þessi verð eru öll miðuð við herbergi með baði, salerni og loftkælingu og fela í sér morgunverð, skatt og þjónustugjald. Hótel er ekki sama og hótel Búðu í borgarmiðju Morgunverður er vondur á griskum hótelum. Þú færð ekki einu sinni ekta griskt (tyrkneskt) kaffi, heldur venjulegt túristagutl. Með því fylgir lélegt rúnstykki og jólakaka með súkkati. Stundum er þó ávaxtasafi innifalinn. Mörg hótel í Aþenu heimta, að viðskiptavinir séu þar í hálfu fæði, einkum á annatima sumarsins. Þetta er afleit krafa, þvi að hótelfæði er bæði vont og dýrt. Þeir, sem ferðast til Aþenu á skynsamlegum tima. til dæmis i april Sums staðar útsýni Á hótelinu, sem ég bjó síðast á i Aþenu, gat ég legið uppi i rúmi og horft beint upp á Parþenon og virkisveggi Akrópólis i 400 metra fjarlægð. Ég gat séð hofið i morgunroðanum, siðdegissól- inni og kvöldgeislunum, bara með því að opna svalavegginn og leggjast makinda- lega upp i rúm. Slíkt herbergi á fimmtu hæð Athens Gate hótels kostar ekki meira en svipað herbergi á fjórðu hæð, sem ekki hefur slíkt útsýni. Á þeirri hæð er hins vegar ágætt útsýni frá hinni hlið hótelsins niður á Seifshofið og Hadrianusar bogann. Þessi atriði sýna, hversu mikils virði smáatriði geta verið. þegar hótel er valið. Hótel í Aþenu eins og i Grikklandi öllu eru Orkkuð af hinu opinbera i sex hópa I hótel. sem eru lúxushótel. og svo frá A hótelum niður i E-hótel •***•= • ■ ■ Setustofan á Attica Palace var mjög nýtískuleg og rúmgóð og stakk nokkuð í stúf við þrönga móttökuna á neðstu hœð. Fínlux Toppurinn í litsjónvarpstækjum SJÖNVARPSBÚDIN BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SlMI 27099 eða október, ættu yfirleitt að geta skotið sér undan hálfu fæði. Fráleitt er að vera i Aþenu i júli og ágúst, því að þá er of heitt og mollulegt þar fyrir Aþeninga sjálfa, hvað þá lslendinga. Mér reyndist júní einnig vera of heitur. Ég mæli með april, maí, síðari hluta september og október. Þá er hitinn bærilegur og túristaálagið viðráðanlegt. Hótelið þitt þarf að vera i nágrenni Sintagma torgs, þungamiðju Aþenu. Frá þessu torgi eru stystar leiðir til allra átta, til Akrópólis og Líkavittos, til konungs- hallar og þjóðminjasafns, til skrifstofa og verslana. 1 nágrenni torgsins er líka nægilegt úrval hótela i fjórum efstu verðflokkunum. Georg kóngur er bestur Hæst ber þar lúxushótelið KING GEORGE við sjálft Sintagma torgið. Það er tvímælalaust besta hótelið i Aþenu, enda er það minnst hinna finni M Vikan 39. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.