Vikan


Vikan - 27.09.1979, Qupperneq 37

Vikan - 27.09.1979, Qupperneq 37
Tilbúinn matur i örbylgjuofna frá Sóma hf. Á heimili nútímamannsins eru allir að flýta sér. Fjölskyldu- meðlimir eru ýmist á leið í vinnu, skóla, félagsstarfsemi eða íþróttir og svo mætti lengi telja. Konur, sem ekki vinna utan heimilis, verða sífellt færri og því er vélvæðing heimilanna að verða eitt þýðingarmesta hagsmunamál fjölskyldunnar. Þvottavélar, þurrkarar og uppþvottavélar hafa sparað mörgum ótaldar vinnustundir en eldun matarins hefur hingað til reynst fremur tímafrek og litið verið um nýjungar á því sviði. Nú hefur þó aðeins glæðst framundan hvað þetta varðar með tilkomu örbylgjuofna. Þessir ofnar hafa unnið sér fastan sess á matsölustöðum, en fremur lítið verið um að þeir væru notaðir í heimahúsum. Neytendakönnun Vikunnar átti fremur bágt með að trúa lýsingum seljenda á undratæki þessu og því var ákveðið að Vikumenn fengju að lita tæknina eigin augum hér á rit- stjórn. Fyrirtækið Georg Ámundason og co, Suðurlands- VÁN VIKAN Á NEYTENDA- MARKAÐI braut 10 í Reykjavík, er söluaðili fyrir hina bandarísku Amana örbylgjuofna hér á landi og buðu þeir ritstjóminni í stórveislu á dögunum. Orbylgjuofn var umsvifalaust borinn inn í eldunarhorn ritstjórnarinnar og slegið upp veislu á örfáum mínútum. Að sjálfsögðu var þaulvanur matreiðslumaður með í för, Bjarni Sveinsson frá fyrirtækinu Sóma hf. í Kópavogi, en þar er framleiddur tilbúinn matur í þessa ofna. í ofnana má setja næstum allt milli himins og jarðar (í flokki matvæla) og margir réttir geta farið inn í ofninn í einu á sama diskinum. Já, vel að merkja, diskar eru engin nauðsyn, eld- húsrúllan getur í flestum tilvikum komið í stað diska! Þannig er um að ræða tíma- sparnað hvað uppþvottinn snertir að auki. Enga stund tekur að elda eina máltíð í slíkum ofni, ef til vill ekki nema fimm til tíu mínútur fyrir al- gengustu miðdegis- eða kvöld- máltíð. Orka Ofninn er mjög auðfluttur og gengur í samband við hvaða jarðtengda innstungu sem er. Örbylgjuofnar eyða minna rafmagni en venjulegir ofnar. Geislun Sáralítil hætta er á geislun frá ofninum, miklu minni en af setu fyrir framan sjónvarpstæki. 39. tbl. VIKan 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.