Vikan


Vikan - 27.09.1979, Side 39

Vikan - 27.09.1979, Side 39
greinargóð, og þar er að finna allar upplýsingar um notkun tækisins, mataruppskriftir, tíma- lengd og fleira. Á meðfýlgjandi myndum gefur að líta veislumatinn. Við fengum uppskriftirnar að láni hjá matreiðslumeistaranum og fara þær hér á eftir. Ofnbökuð rauðsprettuflök í grœnmetisrjóma 6 rauðsprettuflök, 1 knippi steinselja, 2 msk. smjör, 1/2 dl rjómi, hálfur fínsaxaður laukur, 50-100 g rækjur, örlítið hveiti, salt, pipar, 1 msk. saxaður pipar- ávöxtur, karri, hvítlaukur og örlítill kjötkraftur. Skreytt með salatblöðum, tómötum o. fl. að vild. Takið roðið af rauðsprettu- flökunum, vefjið þau upp hvert fyrir sig með steinseljuknippi innst, rækjurnar ristaðar i smjörinu, hveitið sett á og hrært saman við ásamt öllu kryddinu. Síðan er rjóminn settur yfir og soðið á pönnu. Látið yfir hráan fiskinn og bakað í fimm mín. i örhvÍBÍnofninum. Sómakringla með rækjum og hrísgrjónum 2 bollar rækjur, 1 bolli soðin hrísgrjón, 1 dl rjómi, 1 msk. þurrkað dill, hálfur saxaður laukur, 2 msk. hveiti, hálft paprikuhulstur, 2 msk. smjör, salt, pipar, hvítlaukur, karrí, hálft piparhulstur. Blandað á sama máta og lögur- inn á rauðsprettuflökin. Látið inn í örbylgjuofn i 2 1/2 mín. Kjúklingur í hvítvínssósu Einn kjúklingur, 1 stór púrru- laukur, 5 gulrætur, 2 pipar- ávextir, eitt glas hvítvín, 1 dl rjómi, salt, pipar, kjötkraftur, þurrkuð steinselja, 5 msk. hveiti, 2 msk. brauðmylsna og timian. Hlutið kjúklinginn niður, blandið saman hveitinu og þurr- efnunum. Kjúklingnum velt upp úr þurrefnablöndunni, hlutarnir brúnaðir í smjöri, settir í skál. Látið grænmetið krauma í feitinni á pönnunni, þurrefna- blöndunni stráð yfir og hvít- víninu hellt út á. Sjóðið upp, hellið yfir kjúklinginn og látið í örbylgjuofn í 10 mínútur. Opnið ofninn, hellið rjómanum yfir og' hafið í ofninnm í 6 mínútur. Heitur púnsábætir 2 bananar, 1 epli, 3 msk. rúsínur, hálfur bolli kurlaður ananas, 2 egg, 1/2 dl rjómi, 3 msk. rommpúns, 2 msk. púður- sykur, 50 g suðusúkkulaði. Skerið niður ávextina, setjið í skál ásamt rúsínunum, hrærið saman rjóma, eggi og púnsi, hellið yfir ávextina, saxið súkku- laðið og stráið því yfir að lokum. |Bakið í örbylgjuofni í eina 1 mínútu. HÖTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góö gistíherbergi. Morgunveröur Næg bílastæði. Er i hjarta bæjarins. Labbakútarnir eftir Bud Blake 39. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.