Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 42
LEÐURHÚSGÖGN
Fallegir en vandmeðfarnir hlutir
Leðuráklæði á stólum og
sófum er sterkt og endingargott
og getur haldist fallegt í mörg ár,
ef það hlýtur rétta umönnun.
Með umönnun er átt við að
fólk sitji í leðurhúsgögnum í
venjulegum fötum m.a. vegna
þess, að með árunum fara að
sjást merki, slit og jafnvel rifur á
þeim flötum húsgagnanna sem
sífellt eru í snertingu við raka,
heita og feita húð, eins og t.d. á
örmum stóla. Þar ber yfirleitt
fyrst á sliti af framangreindum
ástæðum. „Hörð” efni eins og
t.d. í gallabuxum og nælon-
sokkar slíta leðri einnig mikið.
Með það í huga, hvort
fegurðin ein eigi að sitja í fyrir-
rúmi, eða hvort gagnsemin eigi
einnig fullan rétt á sér er hægt
að velja milli nokkurra tegunda
leðurs.
Gerðir leðurs á húsgögnum
Náttúrlegt barksútað leður og
anilinlitað krómsútað leður eru
hvað fallegust til áklæðis á
húsgögn.
Báðar gerðirnar eru án þekju-
litar („litarfinish”) og allir eigin-
leikar leðursins njóta sín til fulls.
Þessar tvær gerðir leðurs eru
þægilegar vegna þess, að þær
draga til sín raka húðarinnar
(þekjuliturinn er ekki vatns-
heldur) — maður blotnar ekki í
endann, eins og svo oft vill
verða þegar setið er á stólum
með þéttu áklæði eins og t.d.
plasti.
Eins springur ekki yfirborð
leðurs án þekjulitar. Hins vegar
eru nokkrir ókostir samfara því
að leggja svona mikið upp úr
fegurð leðursins. Náttúrlegt
barksútað leður upplitast við
sólarljós og krómsútað leður
getur einnig orðið fyrir slíku.
Báðar gerðirnar eru viðkvæmar
fyrir hvers konar efnum og
blettir myndast auðveldlega.
Jafnvel við mjög gætilega
notkun kemur það fyrir, að eitt-
VON
VIKAN OG
NEYTENDA-
SAMTÖKIN
hvað hellist niður, eða blettir
geta myndast af öðrum orsökum
og þá verður fólk bara að sætta
sig við það. Með timanum
verður „sjúklingurinn” allur
blettóttur, eða ber merki þess að
hafa verið hreinsaður.
Leður með þekjulit
En það er einnig hægt að fá á
markaðinum leður, sem hefur
meira alhliða notagildi.
Flestar gerðir leðurs eru
litaðar meira eða minna, en í
sumum tilfellum, er liturinn það
útþynntur, að svo virðist sem
um anilinlit sé að ræða. Leðrið
er þekjulitað með sérstakri
málningu og hún á að gefa
leðrinu jafnan og heilan lit. Með
sérstakri aðferð er hægt að ná
fram tveimur tónum í litameð-
ferðinni.
Þekjuliturinn á fyrst og
fremst að gegna því hlutverki að
vernda slitflöt húsgagnanna.
Vatns- og fitublettir nást yfir-
leitt úr, sérstaklega ef þeir eru
hreinsaðir strax. Heitir vökvar
og sterkar áfengisblöndur geta
þó skilið eftir sig spor, sem ekki
er hægt að fjarlægja.
Valkostirnir eru margir með
tilliti til þekjulitarins og kosti og
galla verða menn að vega og
meta hverju sinni. Því þynnri,
sem þekjuliturinn er, því fallegra
er leðrið, en um leið er verndin
minni fyrir alls kyns óhöppum.
Annar kostur þynnri þekjulitar
er sá, að sprungur myndast
seinna en þegar þekjuliturinn er
þykkri. Þykkur þekjulitur
verndar leðrið einnig mun betur
gegn sólarljósi en náttúrlegt, eða
anilinlitað leður. Þó getur það
verið misjafnt eftir því, hversu
mikið anilinefni er í þekju-
litnum.
Sprungur í leðrinu
Eftir tíu til tuttugu ár fer að
bera á sprungum í þekjulitnum
vegna þess, að hann herðist
smám saman gegnum árin (M.a.
vegna þess, að mýkingarefnið
síast hægt og hægt inn í
skinnið).
Þessar hárfínu sprungur eru
sem sagt eðlileg ellimörk á
leðrinu og minnka í sjálfu sér
hvorki notagildið eða fegurð
gripsins. Sterkur þekjulitur
herðir auðvitað slitflötinn en um
leið eru meiri möguleikar á, að
sprungurnar verði stærri þegar
árin líða.
Ef stórar sprungur fara að
myndast innan tveggja til
þriggja ára og notkunin hefur
verið hófleg — eiga menn að
snúa sér til seljenda/fram-
leiðenda með kvartanir.
42 Vikan 39> tbl.