Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 17
Carlsberg” og ölglas við diskinn. Hann fékk sér snafs og drakk ölið. Milli klukkan 2 og 3 á daginn var hann vanur að leggja sig í svona hálftíma og þegar hann var vakinn þá kom stúlka inn til hans með þessa líka fínu kristalskaröfflu með koníaki, hann fyllti eitt snafsglas, tæmdi það út í kaffið, drakk það — og svo ekki meir. Ég var 12 ára þegar hann dó og ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð vín á honum. Hann og móðir mín voru vön að taka sér miðs- vetrarfrí, eins og kallað var, þá fóru þau til útlanda í desember og komu ekki aftur til baka fyrr en í maí eða júní. Móðir mín notaði þá tækifærið og fór i ýmsa skóla i útlandinu, t.d. Husholdningsskolen þar sem hún lærði aðbródera o.þ.h. — Faðir minn var ákaflega glaðsinna. Árið 1851 var hann þingmaður Snæfellinga og þá sátu þeir saman í þinginu Tryggvi gamli Gunnarsson og hann. Þá var einnig á þingi séra Eiríkur Kúld í Stykkishólmi, hann hafði boðið sig fram á móti föður mínum en kolfallið því faðir minn fékk nasstum því öll atkvæðin. En Eiríkur gerði sér lítið fyrir, fór rakleiðis af kosningafundinum vestur á Barðaströnd þar sem hann var kosinn þingmaður. „Það leikur enginn vaf i á því, það er vegna þess að hann hefur alltaf brúkað kjaftinn en aldrei höfuðið." — Var þaðhægt? — Já, já. En bíddu nú hægur því ég ætla að segja þér skrýtlu um þessa kalla. Fólk hefur e.t.v. heyrt hana því hún birtist í almanaki Þjóðvinafélagsins fyrir fjöldamörgum árum en þar var þess ekki getið hver sagði hana. Það var þannig með Eirík Kúld að hann var ekkert farinn að hærast á höfðinu en aftur á móti var skeggið farið að grána. Svo segir Tryggvi Gunnarsson við föður minn: „Hvernig stendur á því að Eirfkur er farinn að hærast svona í skegginu?” Og faðir minn svaraði að bragði: „Það leikur enginn vafi á því, það er vegna þess að hann hefur alltaf brúkað kjaft- inn en aldrei höfuðið.” — Faðir minn var ákaflega hnyttinn í tilsvörum og á tímabili var hann kallaður Múnchausen íslands. Hann var mikið á ferðalögum og talaði hálfgert hrognamál, en þó var aldrei töluð annað en íslenska á heimili mínu. Mállýska sú sem hann talaði gaf mörgum tilefni til athugasemda. Þannig var það þegar hann árið 1851 bar fram frumvarp á Alþingi um að það þyrfti að minnka selinn á Breiðafirði vegna þess að hann eyðilegði gjörsamlega bæði lax- og silungsveiði þar um slóðir og jafnvel aðra veiði einnig. Þá voru selskinn í nokkuð háu verði miðað við það sem gerðist á þessum tíma og menn þvi almennt á móti þessum tillöguflutningi. Faðir minn féll því frá tillöguflutningn- um með eftirfarandi orðum: „Ég dreg tillögu mína til baka vegna þess hversu lltinn hljómgrunn hún hefur fengið, en annað kemur til og það er að ég hef aldrei haft með sel.” Þá átti hann náttúrlega við að hann hefði aldrei haft neinna hagsmuna að gæta varðandi seladráp. En hvað um það, þá var þing- ritari, Brynjólfur Kúld, hagyrðingur góður og hann gerði eftirfarandi vísu: Islands meyjar man ég vel maga brjóst og síður en ég hef aldrei haft með sel hvað sem öðru líður. — Þrátt fyrir hrognamál föður míns þá var aldrei töluð nema góð íslenska heima hjá okkur. Þó hef ég dálítið gaman af því að Danir sem ég hitti segja að það geti ekki verið að ég sé tslend- ingur vegna þess að ég tali allt of góða dönsku og svo hitt, sem þeim þykir merkilegra, og það er að ég skuli ekki drekka brennivín. — Smakkarðu aldrei vín? — Nei! Þegar ég kom hingað til Reykjavikur árið 1932 þá átti ég hér marga gamla og góða vini. Allir vildu þeir gera mér allt til hægðar. Þeir voru að bjóða mér inn á Borgina og á hin og þessi vertshús þar sem við fengum okkur glös og spjölluðum um heima og geima. 1 þá daga drakk ég töluvert af víni þó svo að ég hafi aldrei orðið ósjálfbjarga. Þá var enga vinnu að fá í höfuðborginni og það varð úr að ég fór að vinna hjá bróður mínum fyrir ekki neitt í stað þess að vera iðjulaus — og þá hugsaði ég með mér: „Heyrðu nú, Axel minn, ef þú ætlar að halda áfram að ganga hér um göturnar atvinnulaus og gera ekkert merkilegra en að slæpast á milli hótela og drekka og kjafta, þá verðurðu ræfill.” Þá ákvað ég að hætta að smakka vín og hef ekki gert það síðan. Kannski er ég ræfill, en ef ég hefði haldið áfram að drekka þá hefði ég orðið meiri ræfill. — Segðu okkur frá skólagöngu þinni. — Árið áður en ég fermdist var ég einn vetur hjá séra Stefáni Jónssyni á Staðarhrauni og konu hans, frú Jóhönnuv Þar lærði ég dálítið. Svo þegar fór að líða að fermingu þá gekk ég til séra Árna Þórarinssonar, þess fræga manns, en það var einmitt hann sem fermdi mig. Ég gekk til hans I eina viku og hann fræddi okkur börnin um guðs- orð og góða siði. . . óg geri ráð fyrir að hann hafi verið sæmilegur prestur en fyrir utan það ekki neitt." 50. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.