Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 19
seinna lagi heim?” Þá svaraði hún ósköp blíðlega og lagði höndina á öxl mér: „Alveg sjálfsagt, Clausen! En munið bara eitt, gefið yður ekki mikið að bílstjórum né þjónum og þó allra síst að vændiskonum.” En það var alger óþarfi af henni að vera að segja mér þetta, alla vega það síðasta, því ég var seinþroska og ekkert farinn að gefa mig að kvenfólki á þessum árum. Ég kynntist kvenfólki ekkert fyrr en ég kom frá Kaupmannahöfn. — Talandi um kvenfólk þá dettur mér i hug atvik sem gerðist á þingmálafundi þar sem Einar frændi minn Benedikts- son var að bjóða sig fram til Alþingis, við Einar vorum fjórmenningar, en andstæðingur hans var Lárus Bjarna- son. Á þessum fundi sagði Lárus ein- hverja setningu sem ég man ekki lengur hver var nema hvað Einar grípur fram í fyrir honum og segir: „Er það?” Lárus svarar að bragði og segir: „Já, ég get svarið það!” En þá gellur í Einari: „Það er nú hægt að sverja allt — það er hægt að sverja réttan eið og það er líka hægt að sverja rangan eið.” — Mér dettur þetta í hug því að þó ég hafi farið til útlanda minnst tvisvar sinnum á ári í mörg herrans ár, þá get ég svarið að ég hef aldrei svo mikið sem kysst útlendan kvenmann og hvað þá meira. Ég hef látið heimafólkið ganga fyrir í þeim efnum. Ha, ha, ha, ha, ha, ha! — Annars hef ég lifað ákaflega marg- brotnu og viðburðaríku lífi. Ég hef verið vel efnaður, ríkur, fátækur og allt þar á milli. Þegar ég stóð á fertugu þá bjó ég á Sandi, Hellissandi vestra, og þar var ég oddviti, sýslunefndarmaður í 16 ár, þar af tvö ár eftir að ég flutti í burtu, ég var formaður skólanefndar, afgreiðslu- maður skipanna, umboðsmaður Bruna- bótafélagsins og yfirleitt var hlaðið á mig öllum þeim störfum sem mögulegt var að hlaða á einn mann. En tímarnir hafa breyst. Árið 1930 kaupi ég fisk af 21 bát og fékk þá 45 krónur fyrir skip- pundið (160 kg) af sólþurrkuðum stór- fiski, 40 krónur fyrir smáfisk og ýsu og 1S krónur fyrir fisk sem var 18 tommur og minni. En um daginn fór ég í fiskbúð hérna í bænum og þar var sólþurrkaður fiskur sem kostaði 1000 krónur. 45 krónurnar sem ég fékk fyrir skippundið 1930 samsvara því 160 þúsund krónum I dag. Ég get einnig nefnt að 1928 keypti ég fé á fæti og borgaði 10 krónur fyrir dilkinn. Um daginn fór ég svo inn í KRON og keypti mér einn sviðahaus og hann kostaði jafnmikið og þessir 108 dilkar sem ég keypti þarna um árið. „Ég rölti þar fram hjá svangur og kaldur og átti ekki krónuna sem til þurfti." — 1932 var ég svo búinn að tapa öllum mínum aurum vegna óheppni á einni vertíð. Þá fór ég suður til Reykja- víkur og ég man sérstaklega eftir þvl þegar ég gekk fyrir framan Heitt & kalt. — Heitt og kalt?!! — Já, Heitt & kalt var matstaður í Hafnarstrætinu þar sem máltíðin kostaði 1 krónu. Ég rölti þar fram hjá svangur og kaldur en átti ekki krónuna sem til þurfti. Þegar ég svo er kominn út á planið hjá EUingsen hitti ég mann sem skuldaði mér 300 krónur. Hvílík heppni! Ég sný mér að honum og spyr hvort hann geti ekki borgað mér svo sem 20-30 krónur og þá séum við kvittir. Nei, því miður, hann sá sér það ekki fært. Nokkrum mánuðum síðar er ég á ferð vestur á Sandi og hitti þar vin minn sem segir: „Hvað er að frétta, Axel minn? Ég hitti hann Lalla hérna um daginn og hann sagði mér að nú legðist lítið fyrir kappann þar sem þú gengir nú um götur höfuðborgarinnar og betlaðir.” Þá varð þessi vísa til: Þótt aö fenni í flest öll skjól og farist svona öllum á endanum rennur einhver sól undan vonarfjöllum. — Og hún hefur runnið! Það segir sína sögu að nú er ég heiðursfélagi í 6 félögum og hef auk þess verið sæmdur gullmerki Verslunarmannafélagsins. — Það kemur oft fyrir að ég er beðinn um að s<£ja nokkur orð á hátíðafundum hjá þessúm félögum eins og gerist og gengur. t fyrra kom upp eitt slíkt tilfelli og þá sagði ég eftirfarandi sögu: „Það var eitt sinn að ég var á ferð í London ásamt öðrum manni, við vorum í viðskiptaerindum og þegar þeim var lokið og við komnir út á flug- völl þá var okkur tilkynnt um seinkun á flugi. Þá segir félagi minn við mig: — Væri nú ekki tilvalið að fara í smástund út í Hyde Park og litast um? Mér leist ágætlega á þetta og við fórum. Hyde Park er fallegasti garður sem ég hef nokkru sinni augum litið, blómin svo falleg — rósirnar gular, rauðar, bláar, grænar, bleikar, hvítar — í öllum regn- bogans litum. Þar sem ég stend og horfi á þessa dýrð þá hugsa ég með mér: — Heyrðu Axel minn! Það væri nú engin synd þótt þú tækir eina rós og settir í hnappagatið. Ég beygi mig niður og ætla að slíta eina upp, en verður litið upp í sömu mund og sé þá skilti þar sem stendur að bannað sé að snerta blómin. Ég hætti því við. — Nú, þessa sögu segi ég þarna á fundinum og þegar ég sieppi síðasta orðinu þá sný ég mér út í salinn og segi: „Mínar elskulegu dömur og frúr! Þegar ég sé ykkur sitja hér úti í sal, gular, rauðar, bláar, grænar, bleikar og hvítar, þá fer mér eins og í Hyde Park forðum daga — mig langar til að snerta, en það má það ekki.” Að þessum orðum sögðum þá gellur við utan úr sal karlmannsrödd sem segir: „Hvað ætlarðu eiginlega að verða gamall, Axel?” Og ég svara að bragði: Dauðinn bráðum byrlar mér beðsem margur hlýtur. Ofan jarðar engin hér Axel framar lítur. — Ég heyri sagt að þú sért mikill kvennamaður? — Nú? Hefurðu heyrt það? Ég skal nú segja þér eina sögu um slíkt. Það var einu sinni ungur maður, ég nefni engin nöfn en það getur eins verið að einhver viti við hvern er átt. Þessi ungi maður var 18 ára og fór í ferðalag sem varaði í 3 vikur. Hann var heitbundinn stúlku og það vissi það enginn nema þau tvö og svo systir unga mannsins. En þegar hann kemur heim aftur eftir að hafa verið í 3 vikur i burtu þá er stúlkan gift öðrum . . . Þetta hefur liklega ráðið ákaflega miklum úrslitum í ævi þessa unga manns — hygg ég. Hvað um það, ég ætla að leyfa þér að heyra hvað hann sagði um þetta. Hann orti ljóð til stúlk- unnar, sem hann að visu sendi aldrei til hennar, og það hefur hvergi komið á prenti áður: Ég elska þig, þú unga fríða, aldrei munt þú gleymast mér þótt hrekist ég um heiminn víða minn hugur jafnan fylgir þér. þótt dauðans sé ég af höndum hrifinn hylji mig mold í djúpri þró þá ástarsvefn er á mig svifinn sem andanum veitir hvíld og ró. Þótt helvítis ég brenni á báli búi ei friður í minni sál heyri ég sungið helgu máli í heimi er allt nema ástin tál. Þótt að ástin frið mér fái fullsælu hún mér veita má ei nema þvi-aðeins ég nái að öðlast hvild þínum barmi hjá. — Hefurðu heyrt svona ástarvísu áður? — Nei! . . fáar konur geta sagt með sanni að ég hafi ekki komið fram við þær sem ærlegur maður." — En ég skal segja þér eins og er — ég álít ekki að ég hafi verið neinn sérstakur kvennamaður. Þó skal ég viðurkenna að ég hef kynnst þó nokkuð mörgu kven- fólki og jafnvel haft samband við tölu- vert margar konur. Þó munu fáar konur geta sagt með sanni að ég hafi ekki komið fram við þær sem ærlegur maður. Ég hef viðurkennt mín börn og ég veit að það er ekki til eitt einasta barn í víðri veröld sem mér hefur verið kennt sem ég ekki hef meðgengið. Ég hef eignast 21 bam og ég þykist geta staðhæft að það ber engin kona kala til mín. Þau börn sem ég hef átt utan hjónabands hef ég reynt að 50. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.