Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 42
Gátan leyst eftir Gunnar Gunnarsson. Útgefandi: Iðunn. Þessi lögreglusaga ber undir- titilinn: Margeir, sem vísar til aðalsöguhetjunnar. Honum lýsir höfundur sem heima- kærum rólyndismanni, bók- hneigðum og hagvönum í eldhúsi. Hann er nýlega orðinn fulltrúi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sakir fjölskyldutengsla við ráðamenn. Sagan greinir svo á spennandi hátt frá viður- eignum þessarar anti-hetju, sem lítt virðist líklegur til afreka, við afbrota- og fjárglæframenn. Höfundurinn, Gunnar Gunnarsson, er landsmönnum kunnur, m.a. fyrir útvarps- leikritið Svartur markaður, sem hann vann i samvinnu við Þráin Bertelsson. Við birtum hér 13. og 14. kafla bókarinnar. 13 Akureyrarlögreglan lagði til vandaða kassa undir tollskjölin og Margeir og Sævar létu Steingrím Inga hjálpa sér við að tína fram skjöl Ljósbera. Sævar innsiglaði síðan kassana, bar þá inn i geymslu embættisins og Margeir sagði fulltrúanum, að endurskoðendur myndu bráðlega birtast og skoða pappírana. Er fógetinn enn lasinn? spurði Margeir. Já, hann er víst verri en ég hélt, sagði Steingrímur Ingi. Þú passar embættið á meðan, eða • hvað? Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem hann erfrá. Hann er farinn að eldast, eða hvað? Hann varð sextugur í fyrra. Hann hefur verið í þessu embætti í þrjátíu ár. Það er langur tími í erfiðu starfi. Já. Heldurðu að þú endist jafnlengi í embættinu sjálfur? spurði Margeir og gat ekki annað en glott. Fulltrúinn svaraði ekki. Hallur beið hans fyrir utan fógetaskrif- stofurnar. Þeir settust inn í einkabíl Halls og óku af stað. Kaffi og kökur heima? spurði Hallur. Stýrishjólið straukst við vömbina á honum þegar hann lagði á bílinn og Margeiri fannst opelinn hafa slagsiðu. Ég vildi ekki tala við þig í símann í gær, sagði Hallur, vegna þess að það er líklegt að síminn á hótelinu leki. Þeir hafa án efa skipað einhverjum sem passar skiptiborðið að láta sig vita nákvæmlega um allt sem sagt er um þá, einkum þó núna, þegar lögreglan er farin að athuga þá. Ég hefði bara átt að gera mér grein fyrir þessu áður en þú komst. Þú hefðir sem best getað búið hjá mér. Við erum bara tvö eftir í kofanum. Hallur bjó við Byggðaveg. Kona hans tók á móti þeim í forstofunni, hávaxin og sver, naestum eins sver og Hallur, brosmild og sagðist heita Sólveig Jónsdóttir. Þeir settust í stofuna og Sólveig bar þeim kökur. Hallur tók rösklega til sín af bakkelsinu, hallaði sér makindalega aftur í hægindastólnum og stundi af vellíðan. Það kom ekki til mála að þeir fengju mig til að hætta við sætabrauðið, sagði hann. Þetta með reykingarnar, það skil ég, en að hjartað eða æðakerfið hafi verra af kökum, það er ekkert annað en áróður, sagði hann, ómerkilegur áróður fyrir meinlætalifnaði. Ég skil ekki hver hagnast á svoleiðis. Heyrðu, sagði hann svo, það var eitthvað sem ég ætlaði að nefna við þig. Já. Nú vil ég ekki beinlínis halda því fram að Akureyringum finnist Ljósberabræðurnir, eða sú fjölskylda öll, sérlega fínt fólk. En líttá, Hörgdalínarnir voru einu sinni merkilegri pappírar hérumslóðir, tnerkilegri en flestir aðrir. Þeir sem nú heita Hörgdalín, njóta ein- hvers af þeim glansi sem var kringum nafniö. Skilurðu? Já. Ég sagði Birgi um daginn, að mér fyndist óvenjuvond skítalyktin af þessu máli. Ég veit ekki alveg hvers vegna ég tók þannig til orða. Kannski flokkast það ekki lengur undir glæp í þessu landi að stela undan skatti. Ég hef heyrt gróðamenn segja, að til þess að ná í kapítal, þurfi að fara á bak við framtals- reglur. Og að stela tollgjöldum? Er það ekki næstum því það sama? Það segir margt um okkur hér, að Jósef og Sæmundur hafa lengi fengið að stunda sitt svindl i friði. Þeir hafa verið að stela af ríkinu og öðrum alla sína starfsævi. Fimmtán ár. Hvernig stendur á þvi? Ja — sagði Margeir. Sólveig! Sólveig! Hvers vegna fá skít- seyði eins og Jósef og Sæmundur Hörgdalín að vaða hér yfir alla og stunda svindl og pretti. Kanntu svar við þvl? Nei, sagði hún, það þarf víst merkari félagsfræðing en mig til að svara þessu. En ég held það sé afskaplega mikil þörf fyrir gott svar. Óþefurinn? Já, líttá Margeir. Sæmundur talar opinskátt hér í bænum um að reglur og lög þurfi að brjóta til að auka gróðann, til að komast yfir peninga. Jósef, sem ég held að sé mjög nálægt því að vera haldinn geðklofa á alvarlegu stigi, fyrirlítur landslög og allt sem hann kallar hömlur og höft. Hann vill ekki leggja sig niður við neins konar umgengnisreglur settar af öðrum. Hann ríður hrossum sínum um sveitirnar og hefur nákvæmlega sömu lífsskoðun og harðsvíraður byssumaður í villta vestrinu á öldinni sem leið. Vegna þess að svona drengir fá að mestu að fara sínu fram, finnst mér vera skítalykt af þessu öllu. Og svo kaupa þeir fólk. Það eru ævin- lega til nógu margar litlar sálir sem eru falar. Þeir kaupa fólk, spilla unglingum sem þeir ráða í vinnu, slæva siðferðis- vitund fólksins í kringum sig. Eru ein- faldlega afskaplega slæmt fordæmi. Og svo gefa þeir sjúkrahúsinu og kirkjunni gjafir. Gera þeir það? spurði Margeir. Hjónin hlógu — hvort þeir gera! Ég er á leiðinni í heimsókn til Sæmundar. Ég talaði við Jósef í morgun. Sæmundur er elskulegur maður. Hann mun líka svara þér hlæjandi út úr, vegna þess að hann veit að þig skortir öll sönnunargögn. Ég hef það samt á tilfinningunni að það sé nauðsynlegt að ég tali við hann. Er hann nokkuð hættulegur, þú veist, þetta með símanjósnir og svo hafa þeir sjálfsagt górillur í vasanum. Áttu við að hann fari að hrekkja þig? Maður veit það náttúrlega ekki, þeir hafa aldrei lent í löggunni áður. Það er ekki gott að segja hvernig þeir bregðast við. En það skaltu vita, að þeir eru ekki heimskir, líttá. Hvers vegna segirðu það? Vegna þess hve þægilega þeir hafa komið sér fyrir. Það eru varla kújónar sem koma sér upp svona peningaveldi eins og þeir hafa gert. Þetta eru ekki fúskarar í ranghölum lífsins. Ég hef ævinlega verið þeirrar skoðunar að peningamenn væru illa gefnir, sagði Margeir. Mér finnst það sýna alvarlegan skort á hugmyndaflugi að eyða lifinu í að eltast við krónur. Þú segir nokkuð, sagði Hallur, að þegar saman fari lélegt innræti og daufar Bifreiðaeigendur: Bílaþvottur — Bón — Ryksugun Vitið þið, að hjá okkur tekur aðeins 15-20 mín. að fá bíl- inn þveginn — bónaðan og ryksugaðan. Hægt er að fá bílinn ein- göngu handþveginn. Komið reglulega. Ekki þarf að panta tíma, þar sem við erum með færi- bandakerfi. Ódýr og góð þjónusta. DÓH- OG ÞVOTTASTÖDIH HF. Sigtúni 3, sími 14820. 42 Vikan SO.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.