Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 50
HAFSTEINN MIÐILL OG HULDUFÓLK/Ð Það er í rauninni furðulegt, að örlítill hluti iparjn; kynsins hefur alla tíð ekki einungis lifað í þessum eina heimi, sem allir skynja, heldur tveim í senn. Hér á ég við það fólk sem gætt er skyggnigáfu. Allir kannast við örðugleika skyggnra barna, þegar þau segja fávís- um fullorðnum frá sýnum sínum og skynjunum. Þegar þessi börn vaxa úr grasi verða þau iðulega fyrir hvers konar óþægindum af þessu sjötta skilningarviti sínu, því þau skynja einnig það sem öðrum er ósýni- legt: raunverulegan, lifandi heim fullan af hvers konar verum. Ástæðan til skyggnigáfu liggur vafalaust í sér- stökum hæfileika til þess að geta skynjað miklu hraðari tíðnisveiflur en þær sem þarf til þess að skynja hinn efnislega heim. Þessi hæfileiki hverfur hjá ýmsum, sem hafa hann sem börn, þegar fullorðins- árin taka við. En mjög er algengt að þessi meðfædda gáfa gangi í ættir. Ýmsir rithöfundar hafa minnst þess í æviminningum sinum, að þeir hafi verið skyggnir sem börn, en síðan glatað þessum dýrmæta hæfileika, já, jafnvel leikið sér við önnur börn sem öðrum voru ósýnileg. Þannig segir Hafsteinn Björnsson miðil! frá því i endurminningum sínum, að hann hafi oft séð huldu- fólk og haft samband við það, þegar hann var barn. Kvað hann það ekki að neinu leyti frábrugðið okkur mönnunum, enda þótt greinilegt hafi verið, að ekki hafi verið um mennskar verur að ræða. Hann lék sér oft við huldufólksbörn í bernsku og fannst þá ekkert óeðlilegt við það og hafði enga löngun til þess að forvitnast um hagi þeirra. En þegar þau hurfu honum skyndilega greip hann stundum einkennilegur geigur. Hafsteinn sá huldufólk fara í hópum til tíða. Hann sá það skemmta sér saman í hópum við söng, hljóðfæra- slátt og ýmsa leiki. Virtist honum það una vel hvers konar gleðskap, einkum söng, hljóðfæraslætti og jafn- vel dansi. Sumt kom fótgangandi til þessara skemmt- ana, aðrir á hestum. Á vetrum sá hann huldufólkið einatt beita hestum fyrir sleða og aka eftir ísnum. Hafsteini virtist huldufólkið nota svipaðan klæðnað og við mennskir menn, en konur þó oftast bláklæddar. Á helgidögum og hátíðum breytir það um búning, þá er það skartklætt, litir búningsins oft margir og áber- andi rauðir, bláir og grænir. Þótti Hafsteini þessum búningum svipa til fornbúningsins okkar, jafnt kvenna sem karla. Hér ætla ég að endurtaka eina sögu frá æskuárum Hafsteins. Þegar hann var um það bil fimm eða sex ára komst hann í kynni við litla stúlku sem virtist vera á aldur við hann. Þá átti hann heima í Hátúni, smábýli í Glaumbæjartorfunni i Skagafirði. Stúlkan var klædd svipað því sem gerðist í sveitinni. Hún yrti á hann og sagði: „Komdu með mér.” Hafsteinn gerði sem hún bauð. Utan og ofan við bæinn í Hátúni var allhár hóll. Þangað stefndi litla stúlkan. Þegar þangað kom sá UNDARLEG ATVIK LIX ÆVAR R. KVARAN Hafsteinn þar engan hól, heldur birtist honum lítill bær og utan við bæjardyrnar sat lítill drengur, um það bil þriggja ára gamall. Þetta var bróðir litlu stúlkunnar, og fóru þau nú öll að leika sér saman. Fundir hans og huldubarnanna endurtókust hvað eftir annað og þau urðu náin leiksystkin um sumarið og upp frá því meðan Hafsteinn átti heima I Hátúni. Móðir barnanna kom oftsinnis fram í dyrnar og rétti þeim stundum glóðarbakaðar kökur eða annað matar- kyns. Konan var búin að hætti sveitakvenna um þær mundir. Hafsteinn kvaðst hafa farið með börnunum inn í bæinn, oftast aðeins i bæjardyrnar, stundum inn í göngin. Lengst komst hann inn í eldhúsið til hús- freyjunnar og þar var honum gefin flóuð sauðamjólk úr aski. Hafsteinn bætti síðar við þessi fyrirbæri athyglis- verðri umsögn: „Siðan ég komst til vits og ára, og einkum eftir að ég fór að gera mér grein fyrir sálförum mínum, hef ég komist á þá skoðun, að ég hafi í raun og veru alltaf verið i einhvers konar annarlegu ástandi meðan ég lék mér við huldufólksbörnin.” En snúum okkur nú að sumu því sem henti Hafstein eftir að hann varð fulltiða maður. Fardagaárið 1936-37 var hann ráðsmaður að Nesjum I Grafningi og þar var margt huldufólk. Síðsumars 1936 fór hann á sunnudegi til berja í blíöskaparveðri og glaðasólskini. Hann lagði leið sína i inn í svonefndan Botnadal. Þegar þangað kom settist hann I brekku norðan dalsins, en þá birtist honum undarleg sýn: Stór hóll, sem átti að vera gegnt honum I dalnum, var horfinn, en þar blasti við honum fögur kirkja. Stóð hún opin og sá hann alla leið inn að altari. Á altarinu loguðu ljós og yfir því var fögur altaris- tafla. Dreif nú að fólk úr öllum áttum. Komu sumir gangandi, aðrir ríðandi. Þetta var fólk á öllum aldri, allt frá smábörnum að gamalmennum. Búningar fólksins voru harla sundurleitir, voru sumir fátæklega til fara en aðrir i glitklæðum og sumar konur í mjög skrautlegum búningum. Presturinn var háaldraður, stór vexti og virðulegur, með hvítt alskegg sem féll ofan á bringu. Hann kom frá bæ skammt frá kirkjunni. Hann kom hempu- klæddur út úr bænum og gekk þannig til kirkjunnar. Margt fólk var komið til kirkju og þó var hún ekki fullskipuð, og nú barst þaðan ómur af söng og hljóð- færaslætti. Ræða prestsins var nokkuð löng, en að henni lokinni skírði hann tvö börn og fór það fram eins og hjá mönnum. Hafsteinn var því vitanlega vanur, að þessar sýnir hyrfu sjónum eftir ákveðinn tíma og að þessu sinni vildi hann reyna að gera sér grein fyrir þvi með hverjum hætti það gerðist og ákvað því að horfa stöðugt á kirkjuna og söfnuðinn. En þá gerðist það, að allt í einu vár'«em herv4Lf^eri brugðið fyrir andlit honum og henni veifaðfiSWog aftur. Hafsteinn fékk þá glýju í augun og fann tít'hræðslu. Og nú sá hann eins og i móðu huldufólkskirkjuná og fólkið, sem var að ganga út úr henni, þangað til allt rann saipan við umhverfið. Höndin hvarf og sýninni var lokiö. E'ftir stóð venjulegur hóll, þar sem kirkjan hafði staðið áður. Sunnudaginn 7. mars veturinn eftir birtist honum önnur sýn. Hann var þá við gegningar heima á Nesjum. Þá varð honum litið út á Þingvallavatn, sem allt var ísi lagt, og sá þar mikla mannaferð. Virtist honum fólkið koma frá Arnarfelli og Kaldárhöfða. Sumt var ríðandi og fór greitt, aðrir á sleðum og hestum beitt fyrir, en margir voru gangandi. Flestir karlmenn voru I glitklæðum og flestar konur blá- klæddar. Allt þetta fólk stefndi í áttina til Botnadals og þóttist Hafsteinn viss um að það væri á leiðinni til kirkjunnar þar. Klumbra heitir nes sem gengur út i Þingvallavatn og er í landi Nesja. Þar stóð Hafsteinn eitt sinn að slætti. Birtist honum þá ókunnur maður, nokkuð við aldur en göfugmannlegur. Ennið var hátt og hvelft, nefið hátt og beint, augun grá og nokkuð hvöss. Hann var með skegg niður á bringu. Fatnaður hans var dökkur og hann hafði svartan hatt á höfði. Hann benti Hafsteini að ganga með sér niður að vatni, en það vildi Hafsteinn ekki og hristi höfuðið. Maðurinn virtist skilja það og hélt sjálfur áfram niður að vatninu. Þar sá • Hafsteinn grænmálaðan bát við bakkann. Maðurinn leysti bátinn, steig á hann og reri út i Nesey. Sá Hafsteinn hann aldrei framar. En hann kynntist öðru fólki sem átti heima í Nesey og stundaði þar landbúnað og silungsveiði í vatninu. Úti í eynni eru þrir hólar og þar bjó huldufólkið. 1 syðsta hólnum, sem er langstærstur, var vel húsaður bær, margt fólk og stórt bú. Húsbóndinn þar var á að giska fimmtugur, stór vexti, virðulegur sýnum með alskegg sem farið var að grána. Honum fylgdi jafnan stór svartur hundur. Þarna var unglingspiltur um tvítugt, fullorðinn maður og annar miðaldra. Enn var þarna gamall maður sem jafnan sat undir bæjarveggnum og hafðist aldrei neitt að. Fátt virtist af kvenfólki á bænum. Þó voru þar tvær stúlkur um tvítugt. Miðhóllinn var minnstur. Þar bjó ungur maður og gömul kona, sem virtust vera mæðgin. Ysti hóllinn var nokkru stærri. Þar bjuggu ung hjón með tvo drengi. Hjá þeim var gamall maður, hvítur fyrir hærum og gekk við staf. Suður á eynni er stór steinn. Þar bjó gamall maður og var einbúi. Hann var oft á veiðum úti á vatni, alltaf einn á svörtum báti. Haustið 1936 var Hafsteinn staddur við Stapann, sem er á milli Hagavikur og Nesja. Þetta var á björtum degi. Þegar hann kemur á móts við Stapann verður honum litið þangað og í hvilft sem verður I sunnanverðan Stapann. Sér hann þar reisulegan þæ sem mest likist vel gerðum torfbæ. Á hlaðinu sá hann 50 VlkanSO. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.