Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 25

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 25
KJARN- I.IEIÐSI.A Tll. KÍNA „Sjáöu nú til, ég á engan þátt í þessu slysi.” „Slysi!” Kimberly var farin að hrópa. „Þetta var ekkert slys og það veistu.” „Fjárinn hafi það, hlustið á mig,” sagði Gibson. „Jack Godell er búinn að taka völdin í stjórnsalnum í Ventana. H tnn er vopnaður. Ég held að hann hafi brjálast. Hann er einn þarna inni og enginn kemst inn til hans. Hann vill fá að tala við þig.” Kimberly starði á Richard. Hann horfði ruglaður á móti. „Ég bið þig, ungfrú Wells. . . ” Það var tónn í rödd Gibsons sem var furðu- lega mannlegur. „Ef hann hefur klikkast þarna inni með alla stjórn i höndum sér... Gerðu það! Hann spurði eftir þér —” Nokkrum minútum síðar voru þau öll komin í þyrluna og hún flutti þau af slys- staðnum. 8. KAFLI Neyðarástand ríkti i gervöllu orku- verinu. Verkfræðingar grúfðu sig yfir tölvurit og reyndu að finna leið til þess að taka fyrir stjórnina í stjórnsalnum, reyna að koma auga á hvernig hægt væri að loka stjómsalinn alveg frá allri stjórn. Þeir leituðu að galla í kerfi sem var svo fullkomið að það útilokaði að hægt væri að stjórna utan frá. 1 túrbínusalnum svitnuðu menn í geislavarnarbúningum með súrefnis- geyma á sér og biðu eftir hættu sem enginn vissi hver yrði eða hvort hún kæmi. Annars staðar athuguðu tækni- fræðingar og verkfræðingar rafmagns- leiðslur með teikningar til hliðsjónar og reyndu að eygja smugu til þess að koma í veg fyrir boð frá þeirri lífæð þar sem Godell ríkti einvaldur. Á þessari stundu gekk Bill Gibson ásamt Kimberly og Richard inn á gesta- svalirnar. De Young var þar og líka MacCormack, spenntur en valdsmanns- legur, hann lék alltaf hlutverk stjórnar- formannsins. Þau komu inn mátulega til þess að heyra í Godell i kallkerfinu. Svo var að heyra sem hann væri þreyttur en hefði samt góða stjórn á sér. „Ég veit vel hvað þið eruð að gera,” sagði hann, „og ykkur er best að hætta við það. Ég veit að einhver er að fitla við rafmagnskerfið. Segið þeim að hætta þvl undir eins. Ef ég opna einn þessara öryggisloka meðan verið er í slíkum gangi þá á það eftir að kosta þetta fyrir- tæki þó nokkurn skilding. Skiljið þið það?” Það fór hrollur um De Young og hann reyndi að komast hjá því að líta framan í yfirmann sinn. Rödd MacCor- macks var stillt og án allrar tilfinningar. „Hann hefur rétt fyrir sér,” sagði for- maðurinn. „Hættið að fikta við þetta.” Spindler svaraði: „1 öllum bænum, það væri ekki nema að komast þá inn á geyminn til þess að loka fyrir þetta öryggiskerfi.” „Finndu aðra leið.” Rödd De Youngs var hvöss. „Við verðum að komast inn í þennan stjórnsal.” Svo, þegar hann sá Kimberly, þrýsti hann á annan takka á kallkerfinu. „Jack,” kallaði hann, „Herman De Young hér, heyrir þú í mér?” „Hátt og skýrt, Herman.” Kimberly Wells er komin hingað.” Það varð þögn en svo svaraði Godell: „Komið með hana niður. En bara Kimberly Wells, þið skiljið það. Engan annan.” Kimberly horfði niður á Jack Godell og sá að hann horfði upp til hennar. En vegna þess að hann setti hönd fyrir augu vegna skærra ljósanna í stjórnsaln- um, þá sá hún ekki í augu hans. Hún gat alls ekki dæmt um það hvort hann hefði brjálast eða ekki. Og hún sá það núna að hún hafði ekki um neitt að velja. Hún varð að fara niður til hans. Hún kinkaði kolli til De Youngs. „Við komum niður. Ég fylgi henni að dyrunum en fer svo aftur til baka inn ganginn. Þú getur séð það allt saman á sjónvarpsskerminum. Þaö verða engin brögð I tafli,” sagði De Young. Síðan sneri hann sér að Kimberly. „Er það í lagi?” spurði hann. Hún svaraði ekki og hún leit ekki á TYGGI- GÚMMÍ með fíjótandi bragð- fy/fíngu Fæstí fíestum góðum sælgætis- verzlunum Ingvar Herbertsson Heildverziun - Sími 38934 Strata De Luxe kr. 9.950/m? Staógreiösluverð dFUTAVER Grensásveg 18 H,eyfilshúlS 82444 50. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.