Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 40

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 40
viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. r(g)tring Rotring téiknipennar og teikniáhöld fást i þægilegum einingum fyrir skóla og telknistofur. lEEiilP fundi yfir sovésku fulltrúunum og örfáum útlendingum, meðal þeirra voru Frakkar og ítalir. Síðan voru búnar til misjafnlega ítarlegar styttingar og endursagnir á ræðunni og fengu sovéskir þegnar að heyra upp lesna á fundum þá útgáfu sem talin var hæfa hverjum hópi samfélagsins. Flokksfélagar fengu að heyra eina útgáfu, ungkommúnistar aðra, vinnustaðafundir hina þriðju og þar fram eftir götum. Arnór frétti af þvi að lesa átti upp eina útgáfu ræðunnar fyrir stúdenta frá Austur-Evrópu, og sluppum við þar inn, en ég efast satt að segja um að til þess hafi verið ætlast. Lesarinn bað menn að skrifa ekkert niður hjá sér. Svo margt hefur verið sagt og skrifað um Stalínstímann síðan að nú er ógjörn- ingur að rifja upp hvers við urðum vísari af þessum lestri. Það voru taldar upp hraeðilegar staðreyndir. En athuga- semdir og túlkanir voru allar varfærnar og óákveðnar. Stalín var sekur og nokkur hópur manna, Bería og fleiri. Þarna kom strax fram einn höfuð- veikleiki Krúsjoftímabilsins: hin mikla sök var ekki skoðuð í ljósi hreinskipt- innar krufningar á sjálfum undirstöðum hins sovéska samfélags. Krúsjof reyndi að hverfa frá stalínskum stjórnarhátt- um, en áræddi ekki að leita að ráði út fyrir það kerfi, þær hefðir, það fólk sem hafði mótast í deiglu stálmannsins frá Grúsíu. Ég vísa til þess fólks sem kemur við sögu í frásögn af kartöflunum í Tjöruborgarhéraði hér á eftir. Það væri synd að segja að Petrofarnir og Fedotofarnir væru hentugir hjálpar- menn í umbótastarfi. Já og Krúsjof var sjálfur ber á þessu sama lyngi. Ég lá í vondri hálsbólgu og frétti fátt. Þá er barið að dyrum og þrjár stúlkur úr mínum hópi eru komnar í heimsókn, Anja, Netta og Rósa. Nú var eins og dæmið hefði snúist við. Áður fannst þeim skilningur minn á samtímanum skrýtinn og gloppóttur en tóku því vel og með dálítið móðurlegri samúð; ekki gat ég gert að þvi hvar ég var fæddur og upp alinn. En nú voru þær komnar til að spyrja mig ráða. Ekki af því að ég væri Árni Bergmann heldur blátt áfram vegna þess að ég var sá eini sem þær þekktu og var kominn úr öðrum heimi. Það gat verið að slíkur maður lumaði á einhverri visku sem þeim hefði verið lokuð bók. Af hverju fór þetta svona hjá okkur? spurðu þær. Samstúdentar mínir voru flestir mjög ráðvilltir eins og vonlegt var. Þeir höfðu vanist þeirri heimsmynd að það sem úrvalssveit alþýðu, kommúnistaflokkur- inn, og leiðtoginn, holdi klæddur vilji þessarar forystusveitar, taki sér fyrir hendur, hljóti samkvæmt skilgreiningu að vera vísindalega rétt. Pólitískur ágreiningur eða vangaveltur fólu ekki í sér neina verðleika, þessháttar gauf var ekki til neins gagns — því hægt var að finna hið sanna í hverju máli. Meira en svo: það var búið að þvi. t tilverunni Miðvikudagar í Moskvu eftir Árna Bergmann, ritstjóra Þjóðviljans. Útgefandi: Mál og menning. Árni Bergmann fór ungur til háskólanáms i Moskvu og dvaldist þar um margra ára skeið. Námsár hans í Moskvu voru einn merkilegasti umbrota- tími í sögu Ráðstjórnarrikjanna eftir stríð. Árni kristallar lífsviðhorf þeirrar kynslóðar sem mótaðist við þessar aðstæður, vonir hennar og vonbrigði. Þessi bók Árna er bæði pólitiskur og menningarsögulegur viðburður. Hún er uppgjör manns við staðnað þjóðskipulag — en um leið ástarjátning til þeirrar þjóðar sem við það býr. Kaflinn sem hér birtist ber nafnið: Af hverju fórsem fór? Leyniræða Krúsjofs var aldrei birt opin- berlega. Um stund lifðu ýmsir mætir menn i þeirri trú að hún hefði aldrei verið flutt, og væri hún tilbúningur bandarísku leyniþjónustunnar. Aldar- fjórðungi síðar kom það á daginn að það var reyndar CIA sem dreifði texta ræðunnar á Vesturlöndum. En textinn var réttur — nema hvað Ameríkanar höfðu notað tækifærið og skotið inn frá sjálfum sér athugasemdum um utan- ríkismál sem hlutu að koma Sovétmönnum illa. En valdamenn í Moskvu gátu ekki komið við neinum leiðréttingum: hinn upphaflegi texti komst aldrei á prent hjá þeim sjálfum. Sú aðferð var viðhöfð að Krúsjof las ræðu sína á sérstökum lokuðum þing- . 40 Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.