Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 51
standa tvo hesta söðlaða. Annar var brúnn en hinn rauðblesóttur. Þá komu tveir ungir menn út úr bænum, stigu á bak hestunum og riðu síðan sem leið liggur suður að Skógarhóli. Þá blasti þar við annar bær. Piltarnir riðu þar í hlað, stigu af baki og gengu í bæinn. Síðla dags í október 1936 var Hafsteinn staddur hjá túnhliði í Nesjum og varð litið vestur á hið svokallaða Kallaraberg. Sér hann þá að fjárhópur rennur uppi á berginu og var féð margt. Hópurinn færðist brátt nær honum og þegar hann kom heim undir hliðið sá Hafsteinn að þetta var úrvalsfé, stórt lagðprútt og fallegt. Á undan hópnum runnu tveir forystusauðir. Sá fremri var svarthöttóttur og nam hann við og við staðar og jarmaði. Hinn sauðurinn var svartur. Nokkurt bil var á milli þeirra og svo bil milli þeirra og fjárhópsins. Með rekstrinum voru tveir menn og þekkti hann þá þegar. Þetta voru huldumenn og átti annar heima i Stapanum en hinn í Skógarhóli. Með þeim var hundur alhvítur nema hvað annar kjamminn var svartur. Þessi fjárrekstur hvarf svo brátt fyrir næsta leiti. Sjálfan jóladaginn þá um veturinn fór Hafsteinn að reka fé til húsa. Hann hafði fundið allt fé heimilisins fram á svokölluðum Bungum. En þá sá hann tólf kindur lengra burtu. Honum datt í hug að kindur þessar væru frá Hagavík eða Króki og taldi rétt að reka þær heim með sínu fé. En þegar hann nálgaðist þær tóku þær sprettinn í öfuga átt og missti hann af þeim. Um nóttina kom til hans í draumi gamall maður, litill vexti og lotinn í herðum. Hann var brosleitur og var kominn til þess að þakka Hafsteini fyrir að hafa stuggað ánum sínum heim á leið um kvöldið. Eftir þetta hitti Hafsteinn karl þennan oft í vöku. Hann bjó I litlum bæ vestan og norðanvert við Botna- dalinn og var einsetukarl. Einu sinni heimsótti Hafsteinn hann I fjárhúsin. Hann var alltaf mjög vingjarnlegur i viðmóti. Um huldufólkiðsagði Hafsteinn þetta: „Ég hef ekki annað en allt það besta að segja um huldufólkið. Ég mætti því svo að segja daglega, bæði á björtum dögum og dimmum kvöldum. Ég þekkti það og vissi hvar hver og einn átti heima. Mín skoðun er sú, að það geri engum neitt mein, ef það er aldrei áreitt aö fyrra bragði.” Og hvað er þetta annað en að lifa í tveim heimum í senn? SO.tbl. Vikansi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.