Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 36

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 36
VALD eftir Jóhannes Björn. Útgefandi: örn og örlygur hf. Bók þessi tekur til meðferðar heim æðri viðskipta og alþjóð- legs leynimakks, þar sem ákvarðanir fárra útvaldra ráða örlögum milljóna einstaklinga í öllum löndum. Höfundurinn, Jóhannes Björn, hefur að mestu leyti verið búsettur erlendis síðustu tíu árin og dvalið langdvölum í Svíþjóð og Englandi. Hann hefur lagt stund á félagsfræði auk náms í sundurgreiningu upplýsinga (Data analysis) og Public Relations. Jóhannes hefur einnig lagt stund á kerfisbundnar rann- sóknir á sviði stjórn- og peninga- mála, og birtast niðurstöður þeirra rannsókna i þessari bók. Kaflinn sem við höfum valið til birtingar er hluti af 3. kafla bókarinnar: Bandaríkin falla í gryfjuna „Undir yfirborðinu hafa Rothschild arnir haft áhrif á mótun viðskiptalaga í Bandaríkjunum. Lagaskjöl sýna að þeir voru af Igamla Ameríkubankanum. ”l Barátta alþjóðlegu bankanna við að koma á fót alríkisbanka (seðlabanka) í Bandaríkjunum er mjög lærdómsrík og sýnir okkur gildi miðstýringar betur en flest annað. Svo sniildarlega var að málinu staðið, aðflestirBandarikjamenn héldu — og halda enn — að stofnun alríkisbankans táknaði sigur fólksins yfir peningavaldinu. Ekkert er meiri fjar- stæða. Stofnendur Bandaríkja Norður- Ameriku gerðu sér glögga grein fyrir hættunni sem er samfara sterkri mið- stýringu, stjórnmálalegri eða peninga- legri. Thomas Jefferson (þriðji forseti landsins) skrifaði John Adams: „. . . ég trúi sannarlega með þér að banka- stofnanir eru hættulegri en fastaher.”2 Þessir menn trúðu (eftir slæma reynslu af Bretum) að ríkisstjómir stjórnuðu best sem stjórnuðu minnst, og dreift vald væri öllum fyrir bestu. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var skrif- uð með þessu hugarfari og er sennilega eina stjórnarskrá veraldarsögunnar sem tryggir frelsi og rétt einstaklingsins veru- lega. Og það er gert með valddreifingu. Hvert einstakt fylki landsins er eins sjálf- stæð eining og mögulegt er, en stjórnin í Washington er ábyrg fyrir sameigin- legum þörfum heildarinnar, t.d. hæsta- rétti og alríkisher. En Adam var ekki lengi í paradís. Hæstiréttur Bandaríkjanna og stjórn- völd hófu snemma að mistúlka þetta merkilega plagg og auka við það á kostnað einstaklingsins: Fólki yar bannað að eiga gull eða gulltryggða mynt, en fékk í hendurnar óstöðugan pappir sem óvandaðir menn gátu gert verðlausan með einu pennastriki; komið var á fót miðstýrðu peningakerfi, byssu- eign var víða bönnuð, þrátt fyrir skýr ákvæði í stjómarskránni (second amend- ment), fólki var bannað að drekka áfengi; tekjuskattur var innleiddur; og ríkisbáknið byrjaöi að teygja sig inn á flest svið mannlífsins (og í vasa almenn- ings). Á nítjándu öld voru gerðar tvær tilraunir til að starfrækja alrikisbanka i Bandaríkjunum, en báðir voru lagðir niður eftir hatrammar deilur. Þegar leið að aldamótum, tóku alþjóðlegu banka- eigendurnir að ókyrrast mjög. Banda- ríkin voru á góðri leið með að verða mesti peningamarkaður heimsins og voru óðum að vaxa úr höndum þeirra. Það var orðið kapphlaup upþ á líf og dauða að koma á fót svipuðu fyrir- komulagi og var I Evrópu. Baráttan sem fór í hönd að koma á alríkisbanka í landinu fór að mestu ofan garðs og neðan hjá almenningi. Eins og áður sagði kusu eigendur alþjóðlegu bankanna að starfa á bak við tjöldin og með leynd. Prófessor Carroll Quigley gerir þessa leynd að umtalsefni og segir svo: „ Þar af leiðandi gat venjulegt fólk alls ekki vitað um auð eða starfssvið slíkra stofnana (alþjóðlegra banka og fyrir tœkja þeirra) og hafði oft óljósa hug mynd um hverjir stóðu að þeim. Þess vegna er óllklegt að fólk, jafnvel þótt það sé vel að sér I stjórnmálasögu, tengi nöfn eins og Walter Burns, Clinton Dawkíns, Edward Grenfell, Willard Straight, Thomas Lamont, Dwight Morrow, Nelson Perkins, Russel Leffingwell, Elihu Root.John W: Davis, John Foster Dulles og S. Parker Gilbert við nafnið „Morgan". Samt voru öll þessi nöfn ogjjöldi annarra hluti áhrifa- kerfis sem hafði að miðpunkti skrifstofu J. P. Morgans, Wall Street 23. Þessi stofnun, eins og aðrar í bræðrafélagi alþjóðlegu bankanna, starfaði stöðugt í gegnum fyrirtæki og ríkisstjórnir. "J 10% bensínsparnaður samsvarar 35 krónum pr. lítra. Allir sem fást við stillingar bílvéla vita, að bensfneyðsian eykst um 10-25% milli kveikjustillinga. Eftir ísetningu LUMENITION kveikjunnar losna bfleigendur algjörlega við þá eyðslu- aukningu, sem slitnar platínur valda, því í þeim búnaði er ekkert, sem slftnar eða breytist Með LUMENITION vinnur vélin alltaf eins og kveikjan vœri nýstillt LUMENITION fylgir 3ja ára ábyrgð. Verð miðað við gengi 1.9/79, kr. 53.000. ÆBiBft \émm HABERC ht Skeifunni Je-Simi JJJ'45 Aðferðin sem „bræðrafélag alþjóð- legu bankanna” notaði við að koma á fót miðstýrðum banka í Bandaríkjunum var bæði snjöll og einföld. Með jöfnu milli- bili var upplausn („panik”) látin skapast í bankakerfinu til að undirstrika þörfina á aukinni „festu” sem aðeins var hægt að ná með miðstýringu. Heimatökin voru hæg, því þessir menn áttu marga öflugustu banka landsins. Þing- maðurinn Robert Owen, sem einnig var bankaeigandi, játaði fyrir rannsóknar- nefnd þingsins þátttöku sína í þessu samsæri. Til dæmis sagðist hann hafa fengið eftirfarandi fyrirmæli frá sambandi bankaeigenda, „panik” árið 1893: „Þú tekur strax úr umferð þriðjung veltunnar og innkallar helming lána.”4 Stærstu nöfnin sem koma fyrir í þessari leiksýningu eru J.P. Morgan, John D. Rockefeller, sem réði First National City Bank frá 1891 ásamt James Stillman, Jacob Schiff (Kuhn, Loeb & Co.) og Warburgættin. Auk þess að starfrækja eigin banka, var Warburg- ættin tengd áhrifamestu lánastofnunum heimsins, Kuhn, Loeb, & Co., sem margir töldu stjórnað af Rothschildætt- inni í gegnum Jacob Schiff og ættingja.5 Allir þessir menn, nema Poul Warburg, kusu að halda sig að tjaldabaki. Hann var nokkurs konar opinber fulltrúi hinna. Poul Warburg og bróðir hans, Felix, gerðust bandarískir ríkisborgarar árið 1902, en þriðji bróðirinn, Max, sat eftir í Hamborg og starfrækti fjölskyldu- bankann þar (M.M. Warbug & Co.). Poul Warburg giftist Nina Loeb, dóttur Solomon Loeb (Kuhn, Loeb, & Co.), en Felix giftist Frieda Schiff, sem var dóttir Jacob Schiff, valdamesta manns í Kuhn, Lxteb & Co. Ferill þeirra Warburga og Jacob Schiff er mjög skrautlegur. Þeir koma við sögu bæði í kreppum og byltingum. Stærsti banki þeirra í Ameríku, International Acceptance Bank, þróaðist seinna í Bank of the Manhattan Company, en 1955 yfirtók Rockefellerættin þann banka og sameinaði Chase National Bank. Út úr því kom Chase Manhattan Bank, öflug- asti banki heimsins í dag. Poul Warburg hafði þann aðalstarfa í heilan áratug að sannfæra fólk um nauðsyn alríkisbanka í Bandaríkjunum. Jafnt og þétt birtust eftir hann greinar I bankaritum og dagblöðum um nauðsyn „endurskoðunar” bankakerfisins, og hvarvetna sem hann gat komið því við, hélt hann ræður og fyrirlestra um sama efni. Boðskapur hans var einfaldur: Miðstýrður alrikisbanki gefur stöðug- leika og færir ríkisstjórninni (og fólkinu þar með) vald sem vegur á móti peninga- valdinu. Umhyggja Warburgs fyrir stjórninni og almenningi er dálítið einkennileg í ljósi þess, að hann þáði 500.000 dollara árslaun hjá Kuhn, Loeb, & Co. fyrir að segja þetta!6 En Poul Warburg talaði ekki aðeins. Hann var snemma útfarinn „panik”- meistari og náði starf hans á því sviði hámarki árið 1907, en það ár fóru margir bankar á höfuðið. Með hjálp Morgans fór skriðan af stað. Hrunið hófst með orðrómi um veika stöðu Knickerbocker Bank og Trust Company of America. Oakleigh Thorne, aðalbankastjóri síðarnefnda bankans, fullyrti síðar við yfirheyrslur þing- nefndar, að banki hans hefði staðið traustum fótum og hrunið eingöngu vegna sögusagna er áttu upptök sín hjá Morgan.7 Sagnfræðingurinn Frederick Lewis Allen, sagði í Live magazine, 25. apríl 1949: „Áminningin sem fólst í upp- lausninni 1907 var alveg ljós, þótt það væri ekki ákveðið með lögum fyrr en 6 árum siðar: Miðstýrður banki var óumflýjanlegur í Bandaríkjunum.” Sá öldungadeildarþingmaður sem harðast barðist i þingsölum fyrir alríkis- 36 Víkan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.