Vikan


Vikan - 07.08.1980, Side 8

Vikan - 07.08.1980, Side 8
Hugmynd Ég vil sem sagt gefa Árbæjar- húsunum eitthvert notagildi í tilhlýðilegu umhverfi, enda bjóða þau upp á ýmislega starf- semi til dæmis sem kaffihús. Það þyrfti ekki endilega að flytja þau öll á einu bretti, kannski væri réttara að fara hægt í sakirnar og sjá hvernig þetta reyndist. Flytja eitt tvö til að byrja með. Þessi hús eiga alls ekki heima upp á melnum við Árbæ. — Hugmyndir þínar ganga í þá átt að taka útivistarsvœði að hluta undir húsbyggingar? — Ég er alls ekki á móti útivistarsvæðum, en málið er að hérlendis þarf að hanna útivistarsvæði með það fyrir augum að þau myndi skjól. Almennt séð eru útivistar- svæðin í Reykjavík vitlaust hugsuð. Þau miðast við veður- far, sem viðgengst ekki hér á landi, en fyrirfinnst kannski í Hollywood. Finnski arkitektinn Alvar Aalto hannaði háskólalóðina með það fyrir augum að þar mynd- aðist skjól fyrir norðanáttinni. Hann vann teikningar sínar með hliðsjón af veðurfarinu. tslenskir arkitektar virðast hins vegar vinna sínar teikningar burtséð frá veður- farinu. Það þarf útlendinga til að átta sig á íslenskum aðstæðum. En er þetta ekki gamla sagan um glögga gestsaugað. Ég er samt hræddur um að íslenskur heimóttarskapur verði til þess, að þessi tillaga Alvar Aalto um háskólalóðina verði aldrei að veruleika. — Þú býst þá ekki við árangri af tillögum þínum? — Einhvern veginn finnst mér að endurskoðun gamalla eða steinrunninna hugmynda vaxi mönnum í augum. En á sama tíma er hægt að fara út í allskonar nýbyggingabrjálæði, og jafnvel þenja byggðina upp fyrir Rauðavatn. En hugsaðu Efri myndin sýnir innréttíngu í Dillonshúsi, en þar er starf- rœktur veitingastaður. Innanstokksmunir í flestum húsanna i Árbœ, eru þó aðeins til sýnis, eins og þeir sem sjást á neðri myndinni. um allt það svæði sem losnaði til nýbygginga, ef Árbæjarsafnið yrði flutt burt. Það virðist gilda einu hver fer með völdin í Reykjavíkur- borg, íhaldið eða vinstri meiri- hlutinn. Almenn neytendamál, eða það sem ég kalla „lífs- neyslu”, skipta ósköp litlu máli hjá þessum stjórnmálamönnum. Það ætti að vera 'mikið auðveldara að gera vel í sveitar- stjórnarmálum, heldur en lands- málum. Þessi glundroði sem íhaldið varaði sem mest við, ríkir ekki í borgarstjórnarmálum, að minnsta kosti ekki í neinni líkingu við landsmálin. Vonirnar sem sumir bundu við nýja meiri- hlutann hafa líka brugðist. Menn héldu að eitthvað mundi breytast hvað snertir almenn neytendamál, eða daglegt líf fólks, þegar vinstri meirihluti tók við í Reykjavík, og borgin yrði skemmtilegri. Það eina sem hefur breyst er útsvarið. En málin standa þannig í dag, að það er alls ekki um þessa tvo kosti að ræða: annaðhvort íhaldsflokk án glundroða eða vinstri flokka sem setja lífs- neysluna á oddinn. Það virðist ekki skipta í raun neinu hvor meirihlutinn fer með völd. Núverandi borgarstjórnar- flokkar hafa látið hagsmuni Reykjavíkur sigla lönd og leið fyrir landsmála- eða flokks- hagsmuni. Borgarfulltrúar með tölu eru fulltrúar pólitísku flokkanna, en ekki borgarbúa. Verði ekki breyting á þessu ástandi, hlýtur niðurstaðan að verða sú, að stofnaður verði nýr flokkur: Reykjavíkurflokkur, með listabókstafinn R fyrir Reykjavík. Flokkur sem setur hagsmuni Reykvíkinga á oddinn, en selur þá ekki fyrir sterka leiki í landsmálapólitík- inni. jás 8 Vikan 32. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.