Vikan


Vikan - 07.08.1980, Síða 29

Vikan - 07.08.1980, Síða 29
Þannig lita De 4 Aarstider út frá götunni. Ljósm.: K.H. De 4 Aarstider Þetta var útsýnið okkar úr forstof- unni fram borðstofuna, meðan við drukkum kaffið, en þá var farið að grisjast um viðskiptavini. Karsa var stráð á diskinn umhverfis lax inn og sósuna. t>eyua hörpuskelfiskfroðan var borin fram mcð rauðleitri rjómasósu og hnetu flögum stráð ofan á. Þetta var sérlega góður réttur. mun betri en við höfðum átl von á. Með aðalréttunum var borið fram is- bergssalat með ansi sterkri piparrótar sósu. Önd dagsins var borin fram í litlunt. undurmeyrum sneiðum og hafði með- ferðis þrjár sjóðheitar plómur og hris grjón. Piparsykurhúðaði turnbautinn var beinlinis stórkostlegur. enda hráefnið greinilega meistaraflokks og steikingin örstutt Hann var borinn frani meðsósu úr gulrótum. káli og fleira grænmeti. svo og meðeggjabökuðum kartöfluflögum. Á tertuvagninum voru ckki aðeins tertur og kökur. heldur is og krem. svo og þrettán mismunandi tegundir ferskra ávaxta og berja. s»o sem plómur. anan as. melónur. vinber. fcrskjur. döðlur og siðast en ekki sist trönubcr. Kraumisinn eða vatnsísinn hafði mjög sterkt sólberjabragð. en var eigi að siðurgóður. Himnaríki vindlamanna Kaffið var gott að danskri vcnju. Og ekki takar að geta þess. að þarna vgr eins og á svo mörgum fyrsta flokks veit ingahúsum Danmerkur boðið upp á heimsins bestu vindla. Davidoff frá Hav ana. úr rakaþéttum kistum. Risastór Latour kostaði ekki nema 36 krónur. Danmörk hlýtur að vera himnariki vindlamanna. Með þessari grein lýkur hringferð um bestu veitingahús Kaupmannahafnar og Árósa. Ég vona. að greinarnar Itafi gefið nokkra hugmynd unt hinn nýja stíl i matreiðslu og veitingamennsku. sem kominn er til Danmcrkur. en á eftir að koma hingað. Jónas Kristjánsson. (De 4 Aarstider. Aaboulevarden 47. 8000 Aarhus C'. sími (06) 19 96 96. lokað á sunnudögunt.l ínæstu Viku: Fimm bestu veitingahús Flórens 32. tbl. VlkanZ9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.