Vikan


Vikan - 07.08.1980, Qupperneq 35

Vikan - 07.08.1980, Qupperneq 35
spurði síðan hvort sjúklingurinn ætti bágt með svefn. — Þaðereinmittmálið, svar- aði baróninn, ég get bókstaflega ekkert sofið eftir að klukkan slær tólf. — Ég kann ráð við því, sagði taugaiæknirinn. Þú þarft aðeins nokkrar sterkar svefnpillur. Það hjálpar. En allt kom fyrir ekki. Á mín- útunni tólf var Camilla gamla aftur sest upp á flaggstöngina og svefntöflur taugalæknisins breyttust í hveiti í maga baróns- ins. Þannig gekk það nótt eftir nótt þangað til Rósafoss gamli var búinn með svefntöflu- skammtinn. Þá fór hann aftur til læknisins og sagði eins og var að pillurnar hefðu ekki komið að miklu gagni — eiginlega engu gagni. í þetta sinn gaf tauga- læknirinn sér eilítið meiri tima til að hlusta á sjúklinginn og sögu hans. — Jú, sjáið þér til, læknir góður. Á hverri nóttu þegar klukkan slær tólf birtist gamla skassið í hallargarðinum hjá mér, klifrar upp á stóru flagg- stöngina og sest eins og ekkert sé efst upp á hana. Þar situr hún veifandi grænsápustykki alla lið- langa nóttina og virðist ekki ætla að hætta þessu fyrr en ég er orðinn alveg vitlaus og það þarf ekki mikið fleiri nætur til. Læknir! Þér verðið að skilja, ég er að verða vitlaus á þessu. Getið þér ekki gefið mér ein- hverjar pillur þannig að ég missi sjónina og þurfi ekki að horfa á þetta? Eða á ég að leigja skyttu og láta freta á hana og flagg- stöngina? — Nei, það er ekki hægt að skjóta drauga, svaraði læknirinn og hristi kollinn íbygginn. Svo tók hann hjartalínurit, mældi blóðþrýstinginn, lýsti upp í augun, skoðaði hálsinn, nefið og eyrun og greip síðan recept- blokkina. Hann páraði dágóða stund latnesk orð á pappir en hætti svo allt í einu, leit upp og sagði: — Nei, bíddu hægur, ég held að mér hafi dottið snjallræði í hug. Læknirinn útlistaði nú hug- mynd sína fyrir baróninum sem flýtti sér heim, vongóður og staðráðinn í að breyta eftir ráðum taugalæknisins. Næstu nótt hvarf vofan. Þar- næstu nótt sást ekki heldur til hennar. Reyndar sást Camilla heitin ekki oftar nærri Runkel- borghöllinni og Silfurörn Rósa- foss tók gleði sína á ný, svaf vel og lifði sæll og ánægður það sem eftir var með ungu konunni sinni. Og þar með er ævintýrið úti. Skop Þess má þó geta svona í lokin að ráðið sem taugalæknirinn góði gaf baróninum var að fjar- lægja húninn af flaggstönginni og ydda toppinn vel! Þýð.:e.j. 32. tbl. Vikan 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.